Nóg að gera hjá Kevin Durant næstu daga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júní 2016 16:00 Liðsfélagar á næsta tímabili? Steph Curry og Kevin Durant. Vísir/Getty Körfuboltamaðurinn Kevin Durant er einn allra feitasti bitinn á NBA-markaðnum í sumar og framundan eru fundahöld hjá honum og mörgum af flottustu liðum deildarinnar. Kevin Durant er að klára samning hjá Oklahoma City Thunder og mun funda með „sínu" félagi áður en hann flýgur til New York til að heyra tilboð frá öðrum félögum. ESPN segir frá. Kevin Durant er 27 ára gamall og hefur spilað í NBA-deildinni frá árinu 2007. Hann hefur allt tíð spilað með Oklahoma City Thunder en liðið hét þó Seattle SuperSonics þegar það tók hann með öðrum valrétti í nýliðavalinu 2007. Kevin Durant er með 27,4 stig, 7,0 fráköst og 3,7 stoðsendingar að meðaltali í leik á níu tímabilum sínum í NBA-deildinni en hann hefur einu sinni verið kosinn best leikmaður deildarinnar (2014) og fjórum sinnum verið stigakóngur (2010, 2011, 2012 og 2014). Kevin Durant snéri öflugur til leiks á síðasta tímabili eftir meiðslahrjáð tímabil þar á undan. Hann var aftur upp á sitt allra besta með 28,2, 8,2 fráköst og 5,0 stoðsendingar að meðaltali í leik og Oklahoma City Thunder liðið var aðeins einum leik frá því að komast í lokaúrslit NBA-deildarinnar. Kevin Durant mun hitta fulltrúa Golden State Warriors og Los Angeles Clippers á morgun, hann fundar með fulltrúum San Antonio Spurs og Boston Celtics á laugardaginn og síðasti planaði fundurinn er síðan með Miami Heat á sunnudaginn. Fari Durant til Golden State Warriors eða San Antonio Spurs er ljóst að þar væru um leið fæddir meistara kandídatar. Oklahoma City Thunder getur boðið Kevin Durant langbesta samninginn af þessum liðum en hann hefur enn ekki náð að vinna NBA-titilinn og eftir níu ár er hætt við því að hann vilji spila með liði sem getur unnið á næstu árum. Það eru ekki bara fyrrnefnd félög sem dreymir um samning við Durant. Hann er góður vinur Carmelo Anthony og New York Knicks er að reyna að fá fund. Annað félag sem vonast eftir því að gera Durant tilboð er Los Angeles Lakers. Heimildir herma þó að Kevin Durant ætli ekki að ræða við Lakers.Kevin Durant.gengur af velli í lok tímabilsins.Vísir/Getty NBA Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
Körfuboltamaðurinn Kevin Durant er einn allra feitasti bitinn á NBA-markaðnum í sumar og framundan eru fundahöld hjá honum og mörgum af flottustu liðum deildarinnar. Kevin Durant er að klára samning hjá Oklahoma City Thunder og mun funda með „sínu" félagi áður en hann flýgur til New York til að heyra tilboð frá öðrum félögum. ESPN segir frá. Kevin Durant er 27 ára gamall og hefur spilað í NBA-deildinni frá árinu 2007. Hann hefur allt tíð spilað með Oklahoma City Thunder en liðið hét þó Seattle SuperSonics þegar það tók hann með öðrum valrétti í nýliðavalinu 2007. Kevin Durant er með 27,4 stig, 7,0 fráköst og 3,7 stoðsendingar að meðaltali í leik á níu tímabilum sínum í NBA-deildinni en hann hefur einu sinni verið kosinn best leikmaður deildarinnar (2014) og fjórum sinnum verið stigakóngur (2010, 2011, 2012 og 2014). Kevin Durant snéri öflugur til leiks á síðasta tímabili eftir meiðslahrjáð tímabil þar á undan. Hann var aftur upp á sitt allra besta með 28,2, 8,2 fráköst og 5,0 stoðsendingar að meðaltali í leik og Oklahoma City Thunder liðið var aðeins einum leik frá því að komast í lokaúrslit NBA-deildarinnar. Kevin Durant mun hitta fulltrúa Golden State Warriors og Los Angeles Clippers á morgun, hann fundar með fulltrúum San Antonio Spurs og Boston Celtics á laugardaginn og síðasti planaði fundurinn er síðan með Miami Heat á sunnudaginn. Fari Durant til Golden State Warriors eða San Antonio Spurs er ljóst að þar væru um leið fæddir meistara kandídatar. Oklahoma City Thunder getur boðið Kevin Durant langbesta samninginn af þessum liðum en hann hefur enn ekki náð að vinna NBA-titilinn og eftir níu ár er hætt við því að hann vilji spila með liði sem getur unnið á næstu árum. Það eru ekki bara fyrrnefnd félög sem dreymir um samning við Durant. Hann er góður vinur Carmelo Anthony og New York Knicks er að reyna að fá fund. Annað félag sem vonast eftir því að gera Durant tilboð er Los Angeles Lakers. Heimildir herma þó að Kevin Durant ætli ekki að ræða við Lakers.Kevin Durant.gengur af velli í lok tímabilsins.Vísir/Getty
NBA Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira