Tólfunni tryggðir miðar á leik Íslands og Frakklands: „Við erum í skýjunum“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. júní 2016 08:50 Stuðningsmenn íslenska landsliðsins hafa heldur betur stutt við bakið á okkar mönnum. Vísir/EPA 22 meðlimum Tólfunnar, stuðningssveit íslenska landsliðsins í fótbolta, hafa verið tryggðir miðar á leik Íslands og Frakklands í 8-liða úrslitum EM í Frakklandi sem fram fer á sunnudag. Búið var að tryggja flugsæti fyrir þessa 22 en ekki voru allir komnir með miða á leikinn. Er það nú frágengið. „Við fengum þessar fréttir í gærkvöldi og við erum í skýjunum,“ segir Kristinn Hallur Jónsson meðlimur Tólfunnar. „Við vissum eiginlega ekki hvaðan á okkur stóð veðrið í gær. Síminn stoppaði hreinlega ekki.“ Í gærmorgun leit nefnilega út fyrir að enginn Tólfumanna yrði á leiknum en fyrirtæki voru fljót að bregðast við. 23 auglýsingastofa tók af skarið í gær og lagði til tíu flugsæti í sérstakri flugvél sem leigð var til þess að ferja landsmenn á leikinn og flugfélagið WOW air fylgdi í kjölfarið og bauð tólf sæti í vél sem var bætt við í gær.Sjá einnig: Tólfan verður á Frakklandsleiknum: „Þessi dagur hefur verið algjör sturlun“Stuðningsmenn Íslands hafa verið frábærir á EM.vísir/vilhelmFyrirtækin Epli og Eimskip kaupa miðana fyrir stuðningsmannaklúbbinn en Bjarni Ákason hjá Epli segir mikilvægt að tólfti maður landsliðsins verði á leiknum. „Það hefur sýnt sig á undanförnum leikjum að stuðningurinn er liðinu afar mikilvægur. Því var ekki annað hægt en að aðstoða við að tryggja þessum frábæru stuðningsmönnum miða. Þeir mæta með gleðina að vopni og brýna okkur fyrir slaginn gegn Frökkum.“ Í gær voru tíu Tólfumenn komnir með miða á leikinn en nú er búið að tryggja þeim 22 sem fara miða á leikinn. Joe Fraga, sem starfað hefur að uppgangi knattspyrnu í Bandaríkjunum og er mikill áhugamaður um íslenska knattspyrnu, og Björn Steinbekk, eigandi Sónar Reykjavík, höfðu milligöngu um kaup miðanna en þeir hafa aðstoðað Íslendinga við að fá miða á leiki Íslands í Frakklandi.Sjá einnig: Víkingadrunur Íslendinga bárust frá Skotlandi með viðkomu í GarðabæÓlafur Hand hjá Eimskip segir að nauðsynlegt sé að hafa Tólfuna á vellinum þegar spilað verði við heimamenn Frakka. „Árangur íslenska liðsins er undraverður og ber hróður landsins um allan heim. Þá hafa fjölmargir stuðningsmenn landlðsins vakið heimsathygli og Tólfan slegið tóninn. Á þessari stundu er mikilvægt að liðið fái allan þann stuðning sem það getur fengið úr stúkunni. Að spila á móti heimaliðinu er erfitt og því verður krafturinn sem fylgir Tólfunni að njóta sín á vellinum.“ Árangur íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu sem leikur nú í 8 liða úrslitum á Evrópumótinu í Frakklandi er nú þegar orðinn einstakur og hefur stuðningur við liðið, undir forystu Tólfunnar, vakið hrifningu um allan heim. EM 2016 í Frakklandi Fréttir af flugi Tengdar fréttir Víkingadrunur Íslendinga bárust frá Skotlandi með viðkomu í Garðabæ Margir hafa velt fyrir sér uppruna söngs íslensku stuðningsmannanna á EM sem hefur meðal annars verið kallaður stríðsöskur í erlendum fjölmiðlum en upphafið hér á landi má rekja til Silfurskeiðarinnar, stuðningsmannasveitar Stjörnunnar. 28. júní 2016 14:37 Tólfan verður á Frakklandsleiknum: „Þessi dagur hefur verið algjör sturlun“ Í morgun leit út fyrir að enginn Tólfumanna kæmist á leik Íslands gegn Frakklandi á sunnudag en skjótt skipast veður í lofti. 29. júní 2016 19:03 Sonur fyrirliðans sprengir krúttskalann: Klappaði með pabba sínum sem leiddi víkingaópin Hinn eins og hálfs árs gamli sonur Arons Einars fylgdist með pabba sínum í sjónvarpinu leiða stríðssöng bláa hafsins. 29. júní 2016 22:03 Hækkun flugverðs innan marka 30. júní 2016 07:00 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
22 meðlimum Tólfunnar, stuðningssveit íslenska landsliðsins í fótbolta, hafa verið tryggðir miðar á leik Íslands og Frakklands í 8-liða úrslitum EM í Frakklandi sem fram fer á sunnudag. Búið var að tryggja flugsæti fyrir þessa 22 en ekki voru allir komnir með miða á leikinn. Er það nú frágengið. „Við fengum þessar fréttir í gærkvöldi og við erum í skýjunum,“ segir Kristinn Hallur Jónsson meðlimur Tólfunnar. „Við vissum eiginlega ekki hvaðan á okkur stóð veðrið í gær. Síminn stoppaði hreinlega ekki.“ Í gærmorgun leit nefnilega út fyrir að enginn Tólfumanna yrði á leiknum en fyrirtæki voru fljót að bregðast við. 23 auglýsingastofa tók af skarið í gær og lagði til tíu flugsæti í sérstakri flugvél sem leigð var til þess að ferja landsmenn á leikinn og flugfélagið WOW air fylgdi í kjölfarið og bauð tólf sæti í vél sem var bætt við í gær.Sjá einnig: Tólfan verður á Frakklandsleiknum: „Þessi dagur hefur verið algjör sturlun“Stuðningsmenn Íslands hafa verið frábærir á EM.vísir/vilhelmFyrirtækin Epli og Eimskip kaupa miðana fyrir stuðningsmannaklúbbinn en Bjarni Ákason hjá Epli segir mikilvægt að tólfti maður landsliðsins verði á leiknum. „Það hefur sýnt sig á undanförnum leikjum að stuðningurinn er liðinu afar mikilvægur. Því var ekki annað hægt en að aðstoða við að tryggja þessum frábæru stuðningsmönnum miða. Þeir mæta með gleðina að vopni og brýna okkur fyrir slaginn gegn Frökkum.“ Í gær voru tíu Tólfumenn komnir með miða á leikinn en nú er búið að tryggja þeim 22 sem fara miða á leikinn. Joe Fraga, sem starfað hefur að uppgangi knattspyrnu í Bandaríkjunum og er mikill áhugamaður um íslenska knattspyrnu, og Björn Steinbekk, eigandi Sónar Reykjavík, höfðu milligöngu um kaup miðanna en þeir hafa aðstoðað Íslendinga við að fá miða á leiki Íslands í Frakklandi.Sjá einnig: Víkingadrunur Íslendinga bárust frá Skotlandi með viðkomu í GarðabæÓlafur Hand hjá Eimskip segir að nauðsynlegt sé að hafa Tólfuna á vellinum þegar spilað verði við heimamenn Frakka. „Árangur íslenska liðsins er undraverður og ber hróður landsins um allan heim. Þá hafa fjölmargir stuðningsmenn landlðsins vakið heimsathygli og Tólfan slegið tóninn. Á þessari stundu er mikilvægt að liðið fái allan þann stuðning sem það getur fengið úr stúkunni. Að spila á móti heimaliðinu er erfitt og því verður krafturinn sem fylgir Tólfunni að njóta sín á vellinum.“ Árangur íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu sem leikur nú í 8 liða úrslitum á Evrópumótinu í Frakklandi er nú þegar orðinn einstakur og hefur stuðningur við liðið, undir forystu Tólfunnar, vakið hrifningu um allan heim.
EM 2016 í Frakklandi Fréttir af flugi Tengdar fréttir Víkingadrunur Íslendinga bárust frá Skotlandi með viðkomu í Garðabæ Margir hafa velt fyrir sér uppruna söngs íslensku stuðningsmannanna á EM sem hefur meðal annars verið kallaður stríðsöskur í erlendum fjölmiðlum en upphafið hér á landi má rekja til Silfurskeiðarinnar, stuðningsmannasveitar Stjörnunnar. 28. júní 2016 14:37 Tólfan verður á Frakklandsleiknum: „Þessi dagur hefur verið algjör sturlun“ Í morgun leit út fyrir að enginn Tólfumanna kæmist á leik Íslands gegn Frakklandi á sunnudag en skjótt skipast veður í lofti. 29. júní 2016 19:03 Sonur fyrirliðans sprengir krúttskalann: Klappaði með pabba sínum sem leiddi víkingaópin Hinn eins og hálfs árs gamli sonur Arons Einars fylgdist með pabba sínum í sjónvarpinu leiða stríðssöng bláa hafsins. 29. júní 2016 22:03 Hækkun flugverðs innan marka 30. júní 2016 07:00 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Víkingadrunur Íslendinga bárust frá Skotlandi með viðkomu í Garðabæ Margir hafa velt fyrir sér uppruna söngs íslensku stuðningsmannanna á EM sem hefur meðal annars verið kallaður stríðsöskur í erlendum fjölmiðlum en upphafið hér á landi má rekja til Silfurskeiðarinnar, stuðningsmannasveitar Stjörnunnar. 28. júní 2016 14:37
Tólfan verður á Frakklandsleiknum: „Þessi dagur hefur verið algjör sturlun“ Í morgun leit út fyrir að enginn Tólfumanna kæmist á leik Íslands gegn Frakklandi á sunnudag en skjótt skipast veður í lofti. 29. júní 2016 19:03
Sonur fyrirliðans sprengir krúttskalann: Klappaði með pabba sínum sem leiddi víkingaópin Hinn eins og hálfs árs gamli sonur Arons Einars fylgdist með pabba sínum í sjónvarpinu leiða stríðssöng bláa hafsins. 29. júní 2016 22:03