Hvernig kemur Jose Aldo til baka? Pétur Marinó Jónsson skrifar 9. júlí 2016 14:30 Vísir/Getty Fyrrum fjaðurvigtarkóngurinn Jose Aldo snýr aftur í kvöld eftir 13 sekúndna tap sitt gegn Conor McGregor. Aldo stendur nú á ákveðnum krossgötum og verður afar áhugavert að sjá hvernig hann kemur til baka eftir sitt fyrsta tap í tíu ár. Aldo var steinrotaður af Conor McGregor í desember í fyrra. Aldo hafði verið UFC meistari í rúm fjögur ár áður en hann tapaði beltinu og er ákveðinn í að ná beltinu aftur. Hann fær tækifæri til þess í kvöld þegar hann mætir Frankie Edgar um bráðabirgðartitilinn (e. interim title) í fjaðurvigtinni. Sigurvegarinn úr viðureign þeirra mun svo mæta Conor McGregor. Aldo var alltaf þekktur fyrir að vera með harða höku og var það talið ómögulegt verk að rota hann. Það er oft talað um að eftir fyrsta rothöggið eiga bardagamenn í meiri erfiðleikum með að taka við höggum en áður og að hakan þeirra veikist. Þetta sáum við með Chuck Liddell á sínum tíma. Chuck Liddell var alltaf tilbúinn að taka við einu höggi til að veita annað og treysti á getu sína til að taka við höggum. Eftir fyrsta tapið eftir rothögg snarminnkaði getan hans til að taka við höggum og voru hans þrjú síðustu töp á ferlinum öll eftir rothögg. Nú er spurning hvort það sama verði upp á teningnum hjá Jose Aldo. Mun hann geta staðið af sér högg Frankie Edgar líkt og hann gat áður? Þeir Aldo og Edgar mættust fyrst árið 2012. Þá var Aldo fjaðurvigtarmeistarinn og Frankie Edgar nýkominn niður í fjaðurvigt eftir að hafa tapað léttvigtarbeltinu. Bardaginn var hnífjafn þar sem Aldo sigraði eftir dómaraákvörðun. Nú, fjórum árum síðar, eru breyttar aðstæður. Aldo er ekki lengur fjaðurvigtarmeistari og telja margir að hann sé ekki jafn góður í dag og hann var þá. Að sama skapi hefur Frankie Edgar sennilega aldrei verið betri og hefur hann sigrað fimm bardaga í röð gegnum sterkum andstæðingum. Síðast sáum við hann rota Chad Mendes í fyrstu lotu en enginn hefur klárað Mendes jafn fljótt og Edgar gerði. Búist er við jöfnum og spennandi bardaga í kvöld. Edgar er örlítið sigurstranglegri hjá veðbönkum og verður gaman að sjá hvernig Aldo kemur til baka. Við höfum heyrt sömu gömlu góðu tugguna hjá Aldo fyrir þennan bardaga. Hann hefur aldrei verið jafn hungraður, aldrei æft jafn vel fyrir bardaga og að þetta tap hafi verið akkúrat það sem hann þurfti til að kveikja eldmóðinn aftur. Við vitum hins vegar ekki hvaða áhrif þetta tap mun hafa á hann fyrr en við sjáum hann í búrinu í kvöld. UFC 200 hefst kl 2 í nótt og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. MMA Tengdar fréttir Ekkert verður af bardaga Jones og Cormier Aðalbardaginn á stærsta kvöldi í sögu UFC hefur verið blásinn af þar sem Jon Jones virðist hafa fallið á lyfjaprófi. 7. júlí 2016 10:15 Köngulóin kemur til bjargar Daniel Cormier mun geta keppt á UFC 200 eftir allt saman. 8. júlí 2016 13:30 Dana sér ekkert eftir því að hafa hent Conor úr UFC 200 UFC varð fyrir miklu áfalli í nótt er sambandið varð að blása af aðalabardagann á UFC 200. Þetta er í annað sinn sem þarf að skipta um aðalbardagann á þessu kvöldi. 7. júlí 2016 23:45 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Suður-amerískur glæpahringur braust inn til Mahomes og Burrow Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sjá meira
Fyrrum fjaðurvigtarkóngurinn Jose Aldo snýr aftur í kvöld eftir 13 sekúndna tap sitt gegn Conor McGregor. Aldo stendur nú á ákveðnum krossgötum og verður afar áhugavert að sjá hvernig hann kemur til baka eftir sitt fyrsta tap í tíu ár. Aldo var steinrotaður af Conor McGregor í desember í fyrra. Aldo hafði verið UFC meistari í rúm fjögur ár áður en hann tapaði beltinu og er ákveðinn í að ná beltinu aftur. Hann fær tækifæri til þess í kvöld þegar hann mætir Frankie Edgar um bráðabirgðartitilinn (e. interim title) í fjaðurvigtinni. Sigurvegarinn úr viðureign þeirra mun svo mæta Conor McGregor. Aldo var alltaf þekktur fyrir að vera með harða höku og var það talið ómögulegt verk að rota hann. Það er oft talað um að eftir fyrsta rothöggið eiga bardagamenn í meiri erfiðleikum með að taka við höggum en áður og að hakan þeirra veikist. Þetta sáum við með Chuck Liddell á sínum tíma. Chuck Liddell var alltaf tilbúinn að taka við einu höggi til að veita annað og treysti á getu sína til að taka við höggum. Eftir fyrsta tapið eftir rothögg snarminnkaði getan hans til að taka við höggum og voru hans þrjú síðustu töp á ferlinum öll eftir rothögg. Nú er spurning hvort það sama verði upp á teningnum hjá Jose Aldo. Mun hann geta staðið af sér högg Frankie Edgar líkt og hann gat áður? Þeir Aldo og Edgar mættust fyrst árið 2012. Þá var Aldo fjaðurvigtarmeistarinn og Frankie Edgar nýkominn niður í fjaðurvigt eftir að hafa tapað léttvigtarbeltinu. Bardaginn var hnífjafn þar sem Aldo sigraði eftir dómaraákvörðun. Nú, fjórum árum síðar, eru breyttar aðstæður. Aldo er ekki lengur fjaðurvigtarmeistari og telja margir að hann sé ekki jafn góður í dag og hann var þá. Að sama skapi hefur Frankie Edgar sennilega aldrei verið betri og hefur hann sigrað fimm bardaga í röð gegnum sterkum andstæðingum. Síðast sáum við hann rota Chad Mendes í fyrstu lotu en enginn hefur klárað Mendes jafn fljótt og Edgar gerði. Búist er við jöfnum og spennandi bardaga í kvöld. Edgar er örlítið sigurstranglegri hjá veðbönkum og verður gaman að sjá hvernig Aldo kemur til baka. Við höfum heyrt sömu gömlu góðu tugguna hjá Aldo fyrir þennan bardaga. Hann hefur aldrei verið jafn hungraður, aldrei æft jafn vel fyrir bardaga og að þetta tap hafi verið akkúrat það sem hann þurfti til að kveikja eldmóðinn aftur. Við vitum hins vegar ekki hvaða áhrif þetta tap mun hafa á hann fyrr en við sjáum hann í búrinu í kvöld. UFC 200 hefst kl 2 í nótt og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
MMA Tengdar fréttir Ekkert verður af bardaga Jones og Cormier Aðalbardaginn á stærsta kvöldi í sögu UFC hefur verið blásinn af þar sem Jon Jones virðist hafa fallið á lyfjaprófi. 7. júlí 2016 10:15 Köngulóin kemur til bjargar Daniel Cormier mun geta keppt á UFC 200 eftir allt saman. 8. júlí 2016 13:30 Dana sér ekkert eftir því að hafa hent Conor úr UFC 200 UFC varð fyrir miklu áfalli í nótt er sambandið varð að blása af aðalabardagann á UFC 200. Þetta er í annað sinn sem þarf að skipta um aðalbardagann á þessu kvöldi. 7. júlí 2016 23:45 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Suður-amerískur glæpahringur braust inn til Mahomes og Burrow Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sjá meira
Ekkert verður af bardaga Jones og Cormier Aðalbardaginn á stærsta kvöldi í sögu UFC hefur verið blásinn af þar sem Jon Jones virðist hafa fallið á lyfjaprófi. 7. júlí 2016 10:15
Köngulóin kemur til bjargar Daniel Cormier mun geta keppt á UFC 200 eftir allt saman. 8. júlí 2016 13:30
Dana sér ekkert eftir því að hafa hent Conor úr UFC 200 UFC varð fyrir miklu áfalli í nótt er sambandið varð að blása af aðalabardagann á UFC 200. Þetta er í annað sinn sem þarf að skipta um aðalbardagann á þessu kvöldi. 7. júlí 2016 23:45