Beyonce var allt annað en sátt með brúðarkjólinn sinn Ritstjórn skrifar 6. júlí 2016 09:30 Beyonce ásamt móður sinni, Tinu Knowles. Mynd/Getty Þrátt fyrir að Beyonce sé ein áhrifamesta kona heims enda yfirleitt kölluð "Queen B", þá fékk söngkonan vinsæla ekki að ráða hverju hún klæddist á brúðkaupsdaginn sinn. Hún gekk að eiga rapparann Jay-Z fyrir 8 árum síðan og klæddist kjól sem að móðir hennar, Tina Knowles, hannaði á hana. Tina hefur í gegnum tíðina hannað mikið af fötum, til dæmis fyrir tónleikaferðalög Beyonce, og brúðkaupið var engin undantekning. Kjóllinn umtalaði var hvítur, ermalaus og mundu sumir segja hann vera heldur rjómatertulegur í útliti. Tina sagði í viðtali á dögunum að dóttir hennar sé svo ljúf að hún hefði ekki þorað að segja neitt við mömmu sína fyrir brúðkaupið. Beyonce hafi þó komið til mömmu sinnar fyrir nokkrum dögum og sagt, mjög lúmskt, „þegar dóttir mín giftir sig þá fær hún að velja sinn eigin kjól". Það er því greinilegt að Beyonce var ekkert sérstaklega sátt með kjólinn sem móðir hennar hannaði á hana en þrátt fyrir allt þá var hún gullfalleg á stóra deginum, alveg sama hvernig kjóllinn leit út. Beyonce var víst ekki alveg nógu sátt með brúðkaupskjólinn sinn.Beyonce fær alla okkar samúð fyrir að hafa neyðst til að vera í þessum rjómatertukjól í brúðkaupinu sínu.Það verður að segjast að hún og Jay-Z voru afar glæsileg á brúðkaupsdaginn sinn. Mest lesið Fatalína Magneu fyrir Club Monaco vekur mikla athygli Glamour Chelsea Manning á forsíðu The New York Times Magazine Glamour Kim Kardashian heldur áfram að hneyksla Glamour Vinsælustu skó trend ársins 2016 Glamour Einstaklega fjölbreyttur rauður dregill á Glamour verðlaununum Glamour Gigi Hadid nýtt andlit Topshop Glamour Balmain og HM í samstarf Glamour Adele dansar um í 800 þúsund króna blómakjól Glamour Emmy 2015: Verst klæddar á rauða dreglinum Glamour Loðfeldir og támjóir skór Glamour
Þrátt fyrir að Beyonce sé ein áhrifamesta kona heims enda yfirleitt kölluð "Queen B", þá fékk söngkonan vinsæla ekki að ráða hverju hún klæddist á brúðkaupsdaginn sinn. Hún gekk að eiga rapparann Jay-Z fyrir 8 árum síðan og klæddist kjól sem að móðir hennar, Tina Knowles, hannaði á hana. Tina hefur í gegnum tíðina hannað mikið af fötum, til dæmis fyrir tónleikaferðalög Beyonce, og brúðkaupið var engin undantekning. Kjóllinn umtalaði var hvítur, ermalaus og mundu sumir segja hann vera heldur rjómatertulegur í útliti. Tina sagði í viðtali á dögunum að dóttir hennar sé svo ljúf að hún hefði ekki þorað að segja neitt við mömmu sína fyrir brúðkaupið. Beyonce hafi þó komið til mömmu sinnar fyrir nokkrum dögum og sagt, mjög lúmskt, „þegar dóttir mín giftir sig þá fær hún að velja sinn eigin kjól". Það er því greinilegt að Beyonce var ekkert sérstaklega sátt með kjólinn sem móðir hennar hannaði á hana en þrátt fyrir allt þá var hún gullfalleg á stóra deginum, alveg sama hvernig kjóllinn leit út. Beyonce var víst ekki alveg nógu sátt með brúðkaupskjólinn sinn.Beyonce fær alla okkar samúð fyrir að hafa neyðst til að vera í þessum rjómatertukjól í brúðkaupinu sínu.Það verður að segjast að hún og Jay-Z voru afar glæsileg á brúðkaupsdaginn sinn.
Mest lesið Fatalína Magneu fyrir Club Monaco vekur mikla athygli Glamour Chelsea Manning á forsíðu The New York Times Magazine Glamour Kim Kardashian heldur áfram að hneyksla Glamour Vinsælustu skó trend ársins 2016 Glamour Einstaklega fjölbreyttur rauður dregill á Glamour verðlaununum Glamour Gigi Hadid nýtt andlit Topshop Glamour Balmain og HM í samstarf Glamour Adele dansar um í 800 þúsund króna blómakjól Glamour Emmy 2015: Verst klæddar á rauða dreglinum Glamour Loðfeldir og támjóir skór Glamour