Umfjöllun og viðtöl: Þróttur - FH 0-3 | Þórarinn tryggði þægilegan sigur á Þrótturum | Sjáðu mörkin Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. júlí 2016 19:45 Steven Lennon, framherji FH, verður í sviðsljósinu en ummæli hans á Twitter í gær fóru illa í landann. vísir/vilhelm FH er komið í undanúrslit Borgunarbikars karla eftir mjög svo öruggan sigur á Þrótti, 0-3, í Laugardalnum í kvöld. FH-ingar voru mun sterkari aðilinn í leiknum og Þórarinn Ingi Valdimarsson kom þeim yfir með skoti af stuttu færi á 21. mínútu. Hann tvöfaldaði svo forystu gestanna þegar hann skallaði fyrirgjöf Stevens Lennon í netið á 48. mínútu. Sex mínútum síðar skoraði Kristján Flóki Finnbogason þriðja mark FH og gulltryggði sigurinn. FH, ÍBV og Valur eru komin í undanúrslit en það kemur svo í ljós á morgun hvort Fram eða Selfoss bætist í þann hóp. Nánar verður fjallað um leikinn síðar í kvöld.Af hverju vann FH? Gegn frekar lánlausu liði Þróttara sýndi FH einfaldlega af hverju liðið er í baráttu um titla ár hvert. Þrátt fyrir öfluga byrjun Þróttar gekk illa fyrir þá að ógna Íslandsmeisturunum sem sýndu styrk sinn í sóknarleiknum. FH gerði það sem þurfti hér án þess að skipta mikið ofar en þriðja gír. Leikurinn var í raun búinn þegar FH komst yfir 0-2 yfir í upphafi seinni hálfleiks. Varnarmenn FH-inga réðu við sóknartilburði heimamanna á meðan sóknar- og miðjumenn FH-inga sköpuðu þrjú til fjögur færi sem var nóg til þess að skora þrjú mörk.Hvað gekk vel? Heildarleikur FH var fagmannlegur í þessum leik. Eftir að lið komst yfir 3-0 nýttu þeir alla sína reynslu til þess að hægja á leiknum þannig að veik von Þróttara um eitthvað ótrúlegt komst aldrei á flug. Að sama skapi gátu FH-ingar slakað á í seinni hálfleik og sparað mikilvægt bensín fyrir toppbaráttuna sem framundan er í deildinni. Þó verður að hrósa Þrótturum fyrir fína spilamennsku í upphafi leiks. Það var ljóst að þeir ætluðu að berjast af krafti og selja sig dýrt auk þess sem að liðið hefði vel getað skorað eitt mark í fyrri hálfleik með örlítið meiri gæðum í ákvarðanatöki í seinni hlutanum. Mark FH-inga í fyrri hálfleik slökkti þó neistann og eftirleikurinn var auðveldur fyrir FH.Hvað gekk illa?Þróttarar hljóta að vera nokkuð ósáttir með spilamennsku sína í seinni hálfleik en þó er kannski skiljanlegt að þeir hafi ekki séð vonarglætuna gegn sterku liði FH eftir að hafa lent 2-0. Ákveðið einbeitingarleysi gerði vart við sig í leiknum á köflum og FH gekk á lagið. Gregg Ryder, þjálfari Þróttara, var í sífellu að minna sína menn á að halda einbeitingu.Hvað gerist næst?Þróttur getur einbeitt sér að deildinni þar sem þeir eru í töluverðu basli. FH-ingar eru hins vegar búnir að bóka sæti í undanúrslitum bikarsins þar sem þeir munu mæta Val, ÍBV eða sigurvegaranum úr leik Selfoss og Fram sem fram fer á morgun.Gregg Ryder, þjálfari Þróttar.Vísir/ErnirGregg Ryder: Megum ekki gefa svona ódýr mörkÞað voru blendnar tilfinningar ríkjandi hjá Gregg Ryder eftir leikinn í kvöld. Hann var ósáttur með tapið en telur að frammistaða liðs síns sé að færast í rétta átt. „Í öðrum leikjunum höfum við hrunið eftir að fá á okkur mark en við gerðum það ekki í dag. Við unnum vel í dag, það er jákvætt,“ segir Gregg. „Þegar maður spilar gegn hágæðaliði eins og FH er það síðasta sem maður á þarf að halda að gefa liðinu ódýr mörk.“ Gregg segir að lið sitt sýnt góða spilamennsku á köflum en þurfi að gera meira af því í næstu leikjum. „Við spiluðum kannski vel í upphafi en þetta er níutíu mínútna leikur, þannig að það telst varla með. Við þurfum að standa okkur vel í níutíu mínútur,“ segir Gregg sem segir jákvæð teikn á lofti. „Nú þurfum við að ganga úr skugga um það að það sem við gerum á æfingarsvæðinu skili sér á vellinum. Mér finnst það vera betra hjá okkur núna en fyrr á tímabilinu,“ segir Gregg. „Liðið er farið að blandast betur saman og frammistaða okkur er að batna. Við þurfum að tryggja það að við mætum til leiks gegn Fylki í næsta leik.“Heimir Guðjónsson.Vísir/AntonHeimir Guðjóns: Viljum fá heimaleikHeimir Guðjónsson, þjálfari FH, var afslappaður í viðtali eftir leik í kvöld og óskaði sér helst að fá heimaleik í undanúrslitunum. „Við viljum fá heimaleik. Það er það besta sem völ er á og það er eina sem við hugsum um,“ segir Heimir sem var mátulega ánægður með sína menn eftir öruggan sigur. „Mér fannst við gera það sem við þurftum að gera hér í kvöld. Á köflum spiluðum við mjög vel og létum boltann ganga á milli liðsins. Við tókum völdin þegar leið á og náðum að þreyta Þróttarana og skoruðum fínt mark fljótlega í leiknum,“ segir Heimir. Liðið gat leyft sér að slaka aðeins á í seinni hálfleik en Heimir segir að það hafi ekki skipt öllu máli enda hafi álagið verið afar lítið að undanförnu. „Við spiluðum síðast fyrir 9-10 dögum þannig að álagið er ekki mikið,“ segir Heimir en að hans mati var völlurinn ekki í nógu ástandi í kvöld enda virðist sem að gervigrasið í Laugardalnum ekki fengið mikið að drekka fyrir leik.Þórarinn Ingi kemur FH yfir Þórarinn Ingi skorar sitt annað mark Kristján Flóki skorar þriðja markið Pepsi Max-deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Fleiri fréttir Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Sjá meira
FH er komið í undanúrslit Borgunarbikars karla eftir mjög svo öruggan sigur á Þrótti, 0-3, í Laugardalnum í kvöld. FH-ingar voru mun sterkari aðilinn í leiknum og Þórarinn Ingi Valdimarsson kom þeim yfir með skoti af stuttu færi á 21. mínútu. Hann tvöfaldaði svo forystu gestanna þegar hann skallaði fyrirgjöf Stevens Lennon í netið á 48. mínútu. Sex mínútum síðar skoraði Kristján Flóki Finnbogason þriðja mark FH og gulltryggði sigurinn. FH, ÍBV og Valur eru komin í undanúrslit en það kemur svo í ljós á morgun hvort Fram eða Selfoss bætist í þann hóp. Nánar verður fjallað um leikinn síðar í kvöld.Af hverju vann FH? Gegn frekar lánlausu liði Þróttara sýndi FH einfaldlega af hverju liðið er í baráttu um titla ár hvert. Þrátt fyrir öfluga byrjun Þróttar gekk illa fyrir þá að ógna Íslandsmeisturunum sem sýndu styrk sinn í sóknarleiknum. FH gerði það sem þurfti hér án þess að skipta mikið ofar en þriðja gír. Leikurinn var í raun búinn þegar FH komst yfir 0-2 yfir í upphafi seinni hálfleiks. Varnarmenn FH-inga réðu við sóknartilburði heimamanna á meðan sóknar- og miðjumenn FH-inga sköpuðu þrjú til fjögur færi sem var nóg til þess að skora þrjú mörk.Hvað gekk vel? Heildarleikur FH var fagmannlegur í þessum leik. Eftir að lið komst yfir 3-0 nýttu þeir alla sína reynslu til þess að hægja á leiknum þannig að veik von Þróttara um eitthvað ótrúlegt komst aldrei á flug. Að sama skapi gátu FH-ingar slakað á í seinni hálfleik og sparað mikilvægt bensín fyrir toppbaráttuna sem framundan er í deildinni. Þó verður að hrósa Þrótturum fyrir fína spilamennsku í upphafi leiks. Það var ljóst að þeir ætluðu að berjast af krafti og selja sig dýrt auk þess sem að liðið hefði vel getað skorað eitt mark í fyrri hálfleik með örlítið meiri gæðum í ákvarðanatöki í seinni hlutanum. Mark FH-inga í fyrri hálfleik slökkti þó neistann og eftirleikurinn var auðveldur fyrir FH.Hvað gekk illa?Þróttarar hljóta að vera nokkuð ósáttir með spilamennsku sína í seinni hálfleik en þó er kannski skiljanlegt að þeir hafi ekki séð vonarglætuna gegn sterku liði FH eftir að hafa lent 2-0. Ákveðið einbeitingarleysi gerði vart við sig í leiknum á köflum og FH gekk á lagið. Gregg Ryder, þjálfari Þróttara, var í sífellu að minna sína menn á að halda einbeitingu.Hvað gerist næst?Þróttur getur einbeitt sér að deildinni þar sem þeir eru í töluverðu basli. FH-ingar eru hins vegar búnir að bóka sæti í undanúrslitum bikarsins þar sem þeir munu mæta Val, ÍBV eða sigurvegaranum úr leik Selfoss og Fram sem fram fer á morgun.Gregg Ryder, þjálfari Þróttar.Vísir/ErnirGregg Ryder: Megum ekki gefa svona ódýr mörkÞað voru blendnar tilfinningar ríkjandi hjá Gregg Ryder eftir leikinn í kvöld. Hann var ósáttur með tapið en telur að frammistaða liðs síns sé að færast í rétta átt. „Í öðrum leikjunum höfum við hrunið eftir að fá á okkur mark en við gerðum það ekki í dag. Við unnum vel í dag, það er jákvætt,“ segir Gregg. „Þegar maður spilar gegn hágæðaliði eins og FH er það síðasta sem maður á þarf að halda að gefa liðinu ódýr mörk.“ Gregg segir að lið sitt sýnt góða spilamennsku á köflum en þurfi að gera meira af því í næstu leikjum. „Við spiluðum kannski vel í upphafi en þetta er níutíu mínútna leikur, þannig að það telst varla með. Við þurfum að standa okkur vel í níutíu mínútur,“ segir Gregg sem segir jákvæð teikn á lofti. „Nú þurfum við að ganga úr skugga um það að það sem við gerum á æfingarsvæðinu skili sér á vellinum. Mér finnst það vera betra hjá okkur núna en fyrr á tímabilinu,“ segir Gregg. „Liðið er farið að blandast betur saman og frammistaða okkur er að batna. Við þurfum að tryggja það að við mætum til leiks gegn Fylki í næsta leik.“Heimir Guðjónsson.Vísir/AntonHeimir Guðjóns: Viljum fá heimaleikHeimir Guðjónsson, þjálfari FH, var afslappaður í viðtali eftir leik í kvöld og óskaði sér helst að fá heimaleik í undanúrslitunum. „Við viljum fá heimaleik. Það er það besta sem völ er á og það er eina sem við hugsum um,“ segir Heimir sem var mátulega ánægður með sína menn eftir öruggan sigur. „Mér fannst við gera það sem við þurftum að gera hér í kvöld. Á köflum spiluðum við mjög vel og létum boltann ganga á milli liðsins. Við tókum völdin þegar leið á og náðum að þreyta Þróttarana og skoruðum fínt mark fljótlega í leiknum,“ segir Heimir. Liðið gat leyft sér að slaka aðeins á í seinni hálfleik en Heimir segir að það hafi ekki skipt öllu máli enda hafi álagið verið afar lítið að undanförnu. „Við spiluðum síðast fyrir 9-10 dögum þannig að álagið er ekki mikið,“ segir Heimir en að hans mati var völlurinn ekki í nógu ástandi í kvöld enda virðist sem að gervigrasið í Laugardalnum ekki fengið mikið að drekka fyrir leik.Þórarinn Ingi kemur FH yfir Þórarinn Ingi skorar sitt annað mark Kristján Flóki skorar þriðja markið
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Fleiri fréttir Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Sjá meira