Minnir smá á örlög danska dýnamítsins fyrir 30 árum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júlí 2016 20:53 Danir slógu í gegn á HM 1986 bæði innan og utan vallar. Vísir/Getty Íslenska fótboltalandsliðið varð að sætta sig við þriggja marka tap á Stade de France í kvöld í átta liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi. Frakkar urðu þar með fjórða og síðasta þjóðin til að tryggja sér sæti í undanúrslitum. Frakkar skoruðu fjögur mörk í fyrri hálfleiknum og unnu leikinn á endanum 5-2. Frakkar mæta því heimsmeisturum Þjóðverja í undanúrslitum EM 2016. Fyrir þrjátíu árum fékk önnur Norðurlandaþjóð skell eftir frábært gengi á sínu fyrsta heimsmeistaramóti Danir voru spútniklið HM í Mexíkó eftir að hafa unnið alla þrjá leiki sínum í riðlinum þar af 6-1 sigur á Úrúgvæ og 2-0 sigur á Vestur-Þjóðverjum. Það var ekki bara frammistaða leikmannanna inn á vellinum sem vakti athygli því einnig var frammistaða stuðningsfólksins til mikillar fyrirmyndar. Hver man ekki eftir „dönsku rooligans" eins og þeir kölluðu sig. Preben Elkjær Larsen og Michael Laudrup voru allt í öllu í sóknarleik danska liðsins en Preben Elkjær var með þrennu í sigrinum á Úrúgvæ og sigurmarkið á móti Skotum. Danir mættu í sextán liða úrslitin með þrjá sigra í þremur leikjum og markatöluna 9-1. Það voru því miklar væntingar fyrir leikinn á móti Spáni í sextán liða úrslitunum. Danir komust reyndar í 1-0 í leiknum á móti Spáni en Spánverjar svöruðu með fimm mörkum og tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum. Gammurinn Emilio Butragueno skoraði fjögur af þessum fimm mörkum. Gleðin var þó ekki lengi í herbúðum Spánverja sem töpuðu í vítakeppni í átta liða úrslitunum á móti Belgum. Hér fyrir neðan má sjá klippu úr DV daginn eftir þennan leik fyrir 30 árum. „Tekið á móti (Dönum .. Íslendingum) sem þjóðhöfðingjum“ gæti einnig átt við hér á Íslandi því það er pottþétt að íslenska þjóðin mun taka vel á móti Strákunum sínum þegar þeir koma heim frá Frakklandi.Mynd/DV 19. júní 1986 EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Enski boltinn „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Íslenski boltinn Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð Fótbolti Kátt á hjalla í Katalóníu Fótbolti „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjá meira
Íslenska fótboltalandsliðið varð að sætta sig við þriggja marka tap á Stade de France í kvöld í átta liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi. Frakkar urðu þar með fjórða og síðasta þjóðin til að tryggja sér sæti í undanúrslitum. Frakkar skoruðu fjögur mörk í fyrri hálfleiknum og unnu leikinn á endanum 5-2. Frakkar mæta því heimsmeisturum Þjóðverja í undanúrslitum EM 2016. Fyrir þrjátíu árum fékk önnur Norðurlandaþjóð skell eftir frábært gengi á sínu fyrsta heimsmeistaramóti Danir voru spútniklið HM í Mexíkó eftir að hafa unnið alla þrjá leiki sínum í riðlinum þar af 6-1 sigur á Úrúgvæ og 2-0 sigur á Vestur-Þjóðverjum. Það var ekki bara frammistaða leikmannanna inn á vellinum sem vakti athygli því einnig var frammistaða stuðningsfólksins til mikillar fyrirmyndar. Hver man ekki eftir „dönsku rooligans" eins og þeir kölluðu sig. Preben Elkjær Larsen og Michael Laudrup voru allt í öllu í sóknarleik danska liðsins en Preben Elkjær var með þrennu í sigrinum á Úrúgvæ og sigurmarkið á móti Skotum. Danir mættu í sextán liða úrslitin með þrjá sigra í þremur leikjum og markatöluna 9-1. Það voru því miklar væntingar fyrir leikinn á móti Spáni í sextán liða úrslitunum. Danir komust reyndar í 1-0 í leiknum á móti Spáni en Spánverjar svöruðu með fimm mörkum og tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum. Gammurinn Emilio Butragueno skoraði fjögur af þessum fimm mörkum. Gleðin var þó ekki lengi í herbúðum Spánverja sem töpuðu í vítakeppni í átta liða úrslitunum á móti Belgum. Hér fyrir neðan má sjá klippu úr DV daginn eftir þennan leik fyrir 30 árum. „Tekið á móti (Dönum .. Íslendingum) sem þjóðhöfðingjum“ gæti einnig átt við hér á Íslandi því það er pottþétt að íslenska þjóðin mun taka vel á móti Strákunum sínum þegar þeir koma heim frá Frakklandi.Mynd/DV 19. júní 1986
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Enski boltinn „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Íslenski boltinn Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð Fótbolti Kátt á hjalla í Katalóníu Fótbolti „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjá meira