Lagerbäck: Við verðum ekki undir í baráttunni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. júlí 2016 20:30 Lars Lagerbäck segir ljóst að öll lið séu með veikleika en að það sé erfitt að finna þá í franska landsliðinu, sem verður andstæðingur Íslands í 8-liða úrslitum á EM í Frakklandi á sunnudag. „Frakkar eru með mikla og góða hlaupagetu í sínum liði og sterkir í návígjum,“ sagði Lagerbäck á blaðamannafundi íslenska liðsins í dag. „En eins og við höfum séð þá verður þetta áhugaverður slagur. En það kæmi mér á óvart ef að myndum tapa fyrir þeim út af þeir hafa betur gegn okkur út af líkamlegum eða andlegum styrk. Ég er ekki viss um að þessir strákar kunni að tapa slíkum baráttum,“ sagði þjálfarinn. Sóknarmaðurinn Jón Daði Böðvarsson hefur verið í stóru hlutverki með íslenska liðinu á EM og hann á von á öðruvísi og erfiðari leik gegn Frakklandi en Englandi. „Ég hugsa að Frakkarnir verði með meiri hraða á boltanum og að það verði erfiðara að verjast því. Þeir koma með góðar hraðaskiptingar og eiga sterka leikmenn. Við þurfum að vera tilbúnir að mæta því,“ sagði hann. Frakkar eiga margar stórstjörnur í sínu liði en West Ham-maðurinn Dimitri Payet hefur blómstrað á EM til þessa. Það kemur líklega í hlut Birkis Más Sævarssonar að gæta hans og var hann spurður af frönskum blaðamanni hvernig honum hugnaðist það. „Payet er leikmaður með mikil gæði. Ég sé hann í hverri viku og hann spilar nánast alltaf vel. Ég þarf bara að vera ákveðinn og láta hann ekki skera inn og skjóta með hægri. Ég þarf að koma honum á vinstri fótinn.“ „Það verður erfitt að finna veikleika á franska liðinu og Payet. Ég þarf bara að vera ákveðinn og leyfa honum ekki að stýra boltanum í netið,“ sagði Birkir Már Lagerbäck segir enn fremur að ástand íslenska hópsins sé gott. Aron Einar Gunnarsson æfði lítið með liðinu í gær en verður með í dag. „Hann gerði ekkert samkvæmt læknisráði í gær en það er ekkert vandamál. Allir 23 leikmenn eru heilir og hann mun æfa í dag. Ég býst ekki við því að neinn meiðist á æfingu því ef það gerist þá mun viðkomandi upplifa afar erfiða tíma.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Lagerbäck hrósaði Conte: Nýtir allt það góða Ítalía virðist einna líklegast til að fara alla leið á EM í Frakklandi og Lars Lagerbäck hrósaði Antonio Conte, þjálfara ítalska liðsins. 1. júlí 2016 14:00 Svona var blaðamannafundur strákanna í Annecy Lars Lagerbäck, Jón Daði Böðvarsson og Birkir Már Sævarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi íslenska liðsins. 1. júlí 2016 09:15 „Ef einhver meiðir annan leikmann á hann erfiðan dag í vændum“ Aron Einar Gunnarsson æfði ekki í gær en Lars Lagerbäck hefur þó engar áhyggjur. 1. júlí 2016 09:29 Ragnar talar bestu sænskuna í landsliðinu Segir reyndar að Ragnar noti mállýskuna sem hann lærði í Gautaborg sem sé ekki hægt að kalla sænsku. 1. júlí 2016 09:46 Lars: Eiður Smári er mikilvægur þó hann spili ekki mikið Jón Daði Böðvarsson ólst upp við að horfa á markahæsta leikmann landsliðsins frá upphafi og lítur upp til hans. 1. júlí 2016 09:31 Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Sjá meira
Lars Lagerbäck segir ljóst að öll lið séu með veikleika en að það sé erfitt að finna þá í franska landsliðinu, sem verður andstæðingur Íslands í 8-liða úrslitum á EM í Frakklandi á sunnudag. „Frakkar eru með mikla og góða hlaupagetu í sínum liði og sterkir í návígjum,“ sagði Lagerbäck á blaðamannafundi íslenska liðsins í dag. „En eins og við höfum séð þá verður þetta áhugaverður slagur. En það kæmi mér á óvart ef að myndum tapa fyrir þeim út af þeir hafa betur gegn okkur út af líkamlegum eða andlegum styrk. Ég er ekki viss um að þessir strákar kunni að tapa slíkum baráttum,“ sagði þjálfarinn. Sóknarmaðurinn Jón Daði Böðvarsson hefur verið í stóru hlutverki með íslenska liðinu á EM og hann á von á öðruvísi og erfiðari leik gegn Frakklandi en Englandi. „Ég hugsa að Frakkarnir verði með meiri hraða á boltanum og að það verði erfiðara að verjast því. Þeir koma með góðar hraðaskiptingar og eiga sterka leikmenn. Við þurfum að vera tilbúnir að mæta því,“ sagði hann. Frakkar eiga margar stórstjörnur í sínu liði en West Ham-maðurinn Dimitri Payet hefur blómstrað á EM til þessa. Það kemur líklega í hlut Birkis Más Sævarssonar að gæta hans og var hann spurður af frönskum blaðamanni hvernig honum hugnaðist það. „Payet er leikmaður með mikil gæði. Ég sé hann í hverri viku og hann spilar nánast alltaf vel. Ég þarf bara að vera ákveðinn og láta hann ekki skera inn og skjóta með hægri. Ég þarf að koma honum á vinstri fótinn.“ „Það verður erfitt að finna veikleika á franska liðinu og Payet. Ég þarf bara að vera ákveðinn og leyfa honum ekki að stýra boltanum í netið,“ sagði Birkir Már Lagerbäck segir enn fremur að ástand íslenska hópsins sé gott. Aron Einar Gunnarsson æfði lítið með liðinu í gær en verður með í dag. „Hann gerði ekkert samkvæmt læknisráði í gær en það er ekkert vandamál. Allir 23 leikmenn eru heilir og hann mun æfa í dag. Ég býst ekki við því að neinn meiðist á æfingu því ef það gerist þá mun viðkomandi upplifa afar erfiða tíma.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Lagerbäck hrósaði Conte: Nýtir allt það góða Ítalía virðist einna líklegast til að fara alla leið á EM í Frakklandi og Lars Lagerbäck hrósaði Antonio Conte, þjálfara ítalska liðsins. 1. júlí 2016 14:00 Svona var blaðamannafundur strákanna í Annecy Lars Lagerbäck, Jón Daði Böðvarsson og Birkir Már Sævarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi íslenska liðsins. 1. júlí 2016 09:15 „Ef einhver meiðir annan leikmann á hann erfiðan dag í vændum“ Aron Einar Gunnarsson æfði ekki í gær en Lars Lagerbäck hefur þó engar áhyggjur. 1. júlí 2016 09:29 Ragnar talar bestu sænskuna í landsliðinu Segir reyndar að Ragnar noti mállýskuna sem hann lærði í Gautaborg sem sé ekki hægt að kalla sænsku. 1. júlí 2016 09:46 Lars: Eiður Smári er mikilvægur þó hann spili ekki mikið Jón Daði Böðvarsson ólst upp við að horfa á markahæsta leikmann landsliðsins frá upphafi og lítur upp til hans. 1. júlí 2016 09:31 Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Sjá meira
Lagerbäck hrósaði Conte: Nýtir allt það góða Ítalía virðist einna líklegast til að fara alla leið á EM í Frakklandi og Lars Lagerbäck hrósaði Antonio Conte, þjálfara ítalska liðsins. 1. júlí 2016 14:00
Svona var blaðamannafundur strákanna í Annecy Lars Lagerbäck, Jón Daði Böðvarsson og Birkir Már Sævarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi íslenska liðsins. 1. júlí 2016 09:15
„Ef einhver meiðir annan leikmann á hann erfiðan dag í vændum“ Aron Einar Gunnarsson æfði ekki í gær en Lars Lagerbäck hefur þó engar áhyggjur. 1. júlí 2016 09:29
Ragnar talar bestu sænskuna í landsliðinu Segir reyndar að Ragnar noti mállýskuna sem hann lærði í Gautaborg sem sé ekki hægt að kalla sænsku. 1. júlí 2016 09:46
Lars: Eiður Smári er mikilvægur þó hann spili ekki mikið Jón Daði Böðvarsson ólst upp við að horfa á markahæsta leikmann landsliðsins frá upphafi og lítur upp til hans. 1. júlí 2016 09:31