Tiger Woods spilar ekki golf á árinu 2016 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júlí 2016 20:26 Tiger Woods hefur hætt við þátttöku á PGA-meistaramótinu og umboðsmaður hans segir að Woods muni ekki taka þátt í golfmóti á þessi ári. ESPN segir frá. PGA-meistaramótið er fjórða og síðasta risamót ársins og fer að þessu sinni fram á vegum Baltusrol golfklúbbsins í Springfield í New Jersey 28. til 31. júlí. Tiger Woods er enn að jafna sig eftir bakmeiðsli en hann hefur farið í þrjár bakaðgerðir síðan í mars 2014. Sú síðasta var síðasta haust. Með því að missa að PGA-meistaramótinu hefur Tiger misst af fjórum risamótum í röð. Hann hefur ekki tekið þátt í golfmóti síðan í ágúst 2015. Tiger Woods var skráður til keppni bæði á opna breska mótinu og á PGA-meistaramótinu en tilkynnti mótshöldurum í tíma að hann yrði ekki með. Harold Varner III mun taka pláss Tiger Woods á PGA-meistaramótinu. Mark Steinberg, umboðsmaður Tiger Woods, sagði í viðtali við ESPN að Tiger væri búinn að ákveða að sleppa alveg þessu tímabili. Þeir telja ekkert vit í því að reyna að byrja að keppa í haust þegar svona fá mót eru eftir af tímabilinu. Tiger verður því heldur ekki með í Ryder-bikarnum sem fer fram í Chaska í Minnesota 30. september til 2. október. Golf Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Tiger Woods hefur hætt við þátttöku á PGA-meistaramótinu og umboðsmaður hans segir að Woods muni ekki taka þátt í golfmóti á þessi ári. ESPN segir frá. PGA-meistaramótið er fjórða og síðasta risamót ársins og fer að þessu sinni fram á vegum Baltusrol golfklúbbsins í Springfield í New Jersey 28. til 31. júlí. Tiger Woods er enn að jafna sig eftir bakmeiðsli en hann hefur farið í þrjár bakaðgerðir síðan í mars 2014. Sú síðasta var síðasta haust. Með því að missa að PGA-meistaramótinu hefur Tiger misst af fjórum risamótum í röð. Hann hefur ekki tekið þátt í golfmóti síðan í ágúst 2015. Tiger Woods var skráður til keppni bæði á opna breska mótinu og á PGA-meistaramótinu en tilkynnti mótshöldurum í tíma að hann yrði ekki með. Harold Varner III mun taka pláss Tiger Woods á PGA-meistaramótinu. Mark Steinberg, umboðsmaður Tiger Woods, sagði í viðtali við ESPN að Tiger væri búinn að ákveða að sleppa alveg þessu tímabili. Þeir telja ekkert vit í því að reyna að byrja að keppa í haust þegar svona fá mót eru eftir af tímabilinu. Tiger verður því heldur ekki með í Ryder-bikarnum sem fer fram í Chaska í Minnesota 30. september til 2. október.
Golf Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira