Þúsundir Pokémon-spilara flykktust í Central Park í leit að sjaldgæfu skrímsli Birgir Olgeirsson skrifar 18. júlí 2016 10:12 Pokémon-spilarar í leit að Vaperon í Central Park. YouTube. Það er fátt eins vinsælt í dag og Pokémon Go-leikurinn og hafa notendur hans fundið áður óþekktan tilgang í lífinu. Leikurinn notast við GPS-kerfi síma og staðsetur þannig stafræn-skrímsli í nærumhverfi notenda sem sjást á gangi á ótrúlegustu stöðum í leitinni. Miðlar ytra hafa sagt fréttir af tveimur leikmönnum sem voru svo niðursokknir í leikinn að þeir gengu fram af kletti í San Diego í Bandaríkjunum á miðvikudag. Fallið var um 20 metrar en þeir eru sagðir hafa sloppið án alvarlegra meiðsla. Þá var fjórum táningum bjargað eftir að hafa týnst í sex klukkustundir í námu í Wiltshire í Bretlandi en þangað höfðu þeir farið í leit að Pokémonum. Á fimmtudag streymdu þúsundir leikmanna í Central Park í New York í leit að sjaldgæfum Pokémon-a, Vaporeon, sem birtist óvænt í garðinum.Á laugardag var leikurinn gerður aðgengilegur íbúum í Austurríki, Belgíu, Búlgaríu, Króatíu, Kýpur, Tékklandi, Danmörku, Eistlandi, Finnlandi, Grikklandi, Grænlandi, Ungverjalandi, Íslandi, Írlandi, Lettlandi, Litháen, Lúxemborg, Möltu, Hollandi, Noregi, Póllandi, Rúmeníu, Slóvakíu, Svíþjóð og Sviss í gegnum Google Play Store og Apple App Store. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og bættust mörg þúsund notenda við leikinn en netþjónar réðu hins vegar ekki við þennan fjölda og lá því leikurinn niðri mörgum stundum. Framleiðandi leiksins, Niantic, er sagður hafa farið fram úr sér með því að dreifa leiknum svo víða en á móti hafa framleiðendurnir sagst aldrei hafa búist við svo góðum viðtökum. Á meðan flestir eru ánægðir með að þessi leikur fái notendur til að hreyfa sig þá hafa nokkrir varað við notkun hans. Lögreglan í Bretlandi telur til að mynda þennan leik vera vopn í höndum glæpamanna sem ásælast verðmæta síma notenda. Fyrirtæki hafa notað leikinn til að lokka fólk inn í verslanir og veitingastaðir. Í leiknum sjálfum er hægt að leggja beitu fyrir Pokémon-skrímslin til að fá þau til að birtast á ýmsum stöðum. Fyrir það þarf að borga og hafa ýmis veitingastaðir og verslanir nýtt þennan möguleika til að láta skrímslin birtast fyrir utan sín fyrirtæki og fá þannig viðskiptavini. Þá hafa leikmenn verið bent á að spila ekki leikinn undir stýri og þar á meðal tryggingafélagið Sjóvá um liðna helgi. Pokemon Go Tengdar fréttir MLS-lið kynnti nýjustu leikmenn liðsins með Pokemon-myndbandi | Myndband Vancouver Whitecaps fór nýjar leiðir til að tilkynna nýjustu leikmenn liðsins en félagið nýtti sér vinsældir Pokemon GO og kynnti leikmenn til liðsins með myndbandi úr leiknum. 16. júlí 2016 23:30 Nintendo-leikjatölvan aftur á markað Smækkuð útgáfa af sígildu Nintendo-leikjatölvunni NES, eða Nintendo Entertainment System, kemur í verslanir í nóvember. 14. júlí 2016 12:25 Annar í Pókemonveiðum á Klambratúni Fjöldi manns mættu annan daginn í röð til þess að veiða Pókemona á Klambratúni. 17. júlí 2016 17:36 Markaðsvirði Nintendo hækkaði um 1.100 milljarða króna á örfáum dögum Snjallsímaleikurinn Pokémon GO hefur náð gríðarlegum vinsældum á stuttum tíma. 13. júlí 2016 07:00 Besti leikmaður EM veiðir Pokémon Frakkinn Antoine Griezmann hefur fundið sér eitthvað annað að gera í frítíma sínum en að spila FIFA og Football Manager. 15. júlí 2016 12:00 Pokemon Go fáanlegur á Íslandi á degi stærstu pókemon-veiða Íslandssögunnar Nú geta íslenskir snjallsímanotendur sótt leikinn í símann sinn. 16. júlí 2016 13:16 Veitingastaðir nota pokémona til að veiða viðskiptavini Herbragðið virðist virka og er hræódýrt. 15. júlí 2016 14:45 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira
Það er fátt eins vinsælt í dag og Pokémon Go-leikurinn og hafa notendur hans fundið áður óþekktan tilgang í lífinu. Leikurinn notast við GPS-kerfi síma og staðsetur þannig stafræn-skrímsli í nærumhverfi notenda sem sjást á gangi á ótrúlegustu stöðum í leitinni. Miðlar ytra hafa sagt fréttir af tveimur leikmönnum sem voru svo niðursokknir í leikinn að þeir gengu fram af kletti í San Diego í Bandaríkjunum á miðvikudag. Fallið var um 20 metrar en þeir eru sagðir hafa sloppið án alvarlegra meiðsla. Þá var fjórum táningum bjargað eftir að hafa týnst í sex klukkustundir í námu í Wiltshire í Bretlandi en þangað höfðu þeir farið í leit að Pokémonum. Á fimmtudag streymdu þúsundir leikmanna í Central Park í New York í leit að sjaldgæfum Pokémon-a, Vaporeon, sem birtist óvænt í garðinum.Á laugardag var leikurinn gerður aðgengilegur íbúum í Austurríki, Belgíu, Búlgaríu, Króatíu, Kýpur, Tékklandi, Danmörku, Eistlandi, Finnlandi, Grikklandi, Grænlandi, Ungverjalandi, Íslandi, Írlandi, Lettlandi, Litháen, Lúxemborg, Möltu, Hollandi, Noregi, Póllandi, Rúmeníu, Slóvakíu, Svíþjóð og Sviss í gegnum Google Play Store og Apple App Store. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og bættust mörg þúsund notenda við leikinn en netþjónar réðu hins vegar ekki við þennan fjölda og lá því leikurinn niðri mörgum stundum. Framleiðandi leiksins, Niantic, er sagður hafa farið fram úr sér með því að dreifa leiknum svo víða en á móti hafa framleiðendurnir sagst aldrei hafa búist við svo góðum viðtökum. Á meðan flestir eru ánægðir með að þessi leikur fái notendur til að hreyfa sig þá hafa nokkrir varað við notkun hans. Lögreglan í Bretlandi telur til að mynda þennan leik vera vopn í höndum glæpamanna sem ásælast verðmæta síma notenda. Fyrirtæki hafa notað leikinn til að lokka fólk inn í verslanir og veitingastaðir. Í leiknum sjálfum er hægt að leggja beitu fyrir Pokémon-skrímslin til að fá þau til að birtast á ýmsum stöðum. Fyrir það þarf að borga og hafa ýmis veitingastaðir og verslanir nýtt þennan möguleika til að láta skrímslin birtast fyrir utan sín fyrirtæki og fá þannig viðskiptavini. Þá hafa leikmenn verið bent á að spila ekki leikinn undir stýri og þar á meðal tryggingafélagið Sjóvá um liðna helgi.
Pokemon Go Tengdar fréttir MLS-lið kynnti nýjustu leikmenn liðsins með Pokemon-myndbandi | Myndband Vancouver Whitecaps fór nýjar leiðir til að tilkynna nýjustu leikmenn liðsins en félagið nýtti sér vinsældir Pokemon GO og kynnti leikmenn til liðsins með myndbandi úr leiknum. 16. júlí 2016 23:30 Nintendo-leikjatölvan aftur á markað Smækkuð útgáfa af sígildu Nintendo-leikjatölvunni NES, eða Nintendo Entertainment System, kemur í verslanir í nóvember. 14. júlí 2016 12:25 Annar í Pókemonveiðum á Klambratúni Fjöldi manns mættu annan daginn í röð til þess að veiða Pókemona á Klambratúni. 17. júlí 2016 17:36 Markaðsvirði Nintendo hækkaði um 1.100 milljarða króna á örfáum dögum Snjallsímaleikurinn Pokémon GO hefur náð gríðarlegum vinsældum á stuttum tíma. 13. júlí 2016 07:00 Besti leikmaður EM veiðir Pokémon Frakkinn Antoine Griezmann hefur fundið sér eitthvað annað að gera í frítíma sínum en að spila FIFA og Football Manager. 15. júlí 2016 12:00 Pokemon Go fáanlegur á Íslandi á degi stærstu pókemon-veiða Íslandssögunnar Nú geta íslenskir snjallsímanotendur sótt leikinn í símann sinn. 16. júlí 2016 13:16 Veitingastaðir nota pokémona til að veiða viðskiptavini Herbragðið virðist virka og er hræódýrt. 15. júlí 2016 14:45 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira
MLS-lið kynnti nýjustu leikmenn liðsins með Pokemon-myndbandi | Myndband Vancouver Whitecaps fór nýjar leiðir til að tilkynna nýjustu leikmenn liðsins en félagið nýtti sér vinsældir Pokemon GO og kynnti leikmenn til liðsins með myndbandi úr leiknum. 16. júlí 2016 23:30
Nintendo-leikjatölvan aftur á markað Smækkuð útgáfa af sígildu Nintendo-leikjatölvunni NES, eða Nintendo Entertainment System, kemur í verslanir í nóvember. 14. júlí 2016 12:25
Annar í Pókemonveiðum á Klambratúni Fjöldi manns mættu annan daginn í röð til þess að veiða Pókemona á Klambratúni. 17. júlí 2016 17:36
Markaðsvirði Nintendo hækkaði um 1.100 milljarða króna á örfáum dögum Snjallsímaleikurinn Pokémon GO hefur náð gríðarlegum vinsældum á stuttum tíma. 13. júlí 2016 07:00
Besti leikmaður EM veiðir Pokémon Frakkinn Antoine Griezmann hefur fundið sér eitthvað annað að gera í frítíma sínum en að spila FIFA og Football Manager. 15. júlí 2016 12:00
Pokemon Go fáanlegur á Íslandi á degi stærstu pókemon-veiða Íslandssögunnar Nú geta íslenskir snjallsímanotendur sótt leikinn í símann sinn. 16. júlí 2016 13:16
Veitingastaðir nota pokémona til að veiða viðskiptavini Herbragðið virðist virka og er hræódýrt. 15. júlí 2016 14:45