Sport

Þórdís Eva í 5. sæti á EM í Tblisi

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Þórdís eftir hlaup á Laugardalsvelli.
Þórdís eftir hlaup á Laugardalsvelli. Vísir/Pjetur
FH-ingurinn Þórdís Eva Steinsdóttir kom í mark í 5. sæti í úrslitunum í 400 metra hlaupi á Evrópumeistaramóti 19 ára og yngri í frjálsum íþróttum sem fer fram í Tblisi í Georgíu.

Þórdís kom í mark á 55,68 sekúndu sem var betra en tíminn hennar í gær þar sem hún kom í mark á 56 sekúndum en hún var nálægt því að komast á verðlaunapall í dag.

Þórdís sem er aðeins sextán ára gömul bætti sig með hverju hlaupi á mótinu en aðstæður í dag voru gríðarlega erfiðar, rúmlega þrjátíu gráðu hiti.

Mímir Sigurðsson, kringlukastari úr FH, náði sér ekki á strik í dag en hann lenti í 27. sæti eftir að hafa kastað 46,32 metra.

Hér fyrir neðan má sjá myndband af úrslitahlaupinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×