Sagan var líka skrifuð hér heima á Íslandi í júnímánuði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júlí 2016 06:00 grafík/fréttablaðið Íslenska knattspyrnusagan var ekki bara endurskrifuð á Evrópumótinu í fótbolta í Frakklandi í júnímánuði því þá féll einnig glæsilegt met hér í deildinni heima. Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, stýrði þá FH-liðinu til sigurs í 121. sinn í efstu deild og bætti met Ásgeirs Elíassonar. Ásgeir var sumarið 1997 fyrsti þjálfarinn til að vinna hundrað leiki í efstu deild og hafði sex árum fyrr bætt met Óla B. Jónssonar yfir flesta unna leiki sem þjálfari í efstu deild.16. júní 2016 Ásgeir var því búinn að eiga metið í 25 ár þegar Heimir tók það af honum 16. júní síðastliðinn. Það fór ekki mikið fyrir Pepsi-deildinni í júní enda átti Evrópumótið í Frakklandi hug þjóðarinnar en þegar betur var að gáð kom í ljós að Heimir hefði komist á toppinn. Svo skemmtilega vill til að Heimir Guðjónsson bætti metið með því að vinna sinn gamla læriföður Ólaf Jóhannsson. Ólafur og Heimir unnu þrjá Íslandsmeistaratitla, tvo þegar Heimir var fyrirliði Ólafs og einn þegar Heimir var aðstoðarþjálfari Ólafs. Heimir tók síðan við FH-liðinu fyrir 2008-tímabilið og hefur stýrt því síðan. Ólafur gæti aftur á móti náð tímamótum í sumar og orðið sjötti þjálfarinn til að vinna hundrað leiki í efstu deild. Ólafi vantar nú bara þrjá sigra upp á að ná því og enn eru tólf leikir eftir af Íslandsmótinu. Emil Pálsson tryggði Heimi metsigurinn með því að skora sigurmarkið á móti Val en Emil skoraði einnig sigurmarkið í leiknum á undan þegar Heimir jafnaði met Ásgeirs þegar FH vann 1-0 sigur á Breiðabliki í Kópavoginum.grafík/fréttablaðiðEmil skorar söguleg sigurmörk Emil Pálsson hefur verið duglegur við að skora dýrmæt sigurmörk fyrir Heimi upp á síðkastið en það var einmitt Emil sem tryggði FH-liðinu Íslandsmeistaratitilinn síðasta haust. Það var fjórði Íslandsmeistaratitill Heimis sem þjálfari FH og sjöundi Íslandsmeistaratitill hans með félaginu en hann vann einnig tvo sem leikmaður og einn sem aðstoðarþjálfari. Heimir hefur því unnið alla leiki sína sem þjálfari FH og var fyrir nokkru búinn að slá metið yfir flesta sigurleiki með einu liði í efstu deild. Hann er líka sá eini sem hefur unnið hundrað leiki með sama félagi. Ásgeir Elíasson þjálfaði á sínum tíma þrjú félög, eða FH, Þrótt og Fram. Hann vann flesta sigrana sem þjálfari Fram eða 96 þeirra. Ásgeir vann síðan 19 sigra sem þjálfari Þróttar og 5 sigra sem þjálfari FH sumarið 1980 en það var hans fyrsta þjálfarastaða í efstu deild. Enginn leikmaður FH-liðsins hefur verið með í öllum sigurleikjunum en Atli Guðnason er ekki langt frá því. Atli Guðnason hefur spilað 116 af þessum 122 sigurleikjum Heimis sem þjálfara FH. Atli Guðnason (178 leikir) er einn af fjórum leikmönnum sem hafa náð að spila yfir hundrað deildarleiki fyrir Heimi en Davíð Þór Viðarsson (99 leikir) bætist í þann hóp í næsta leik sínum fyrir FH. Hinir þrír eru Atli Viðar Björnsson (151), Pétur Viðarsson (127) og Björn Daníel Sverrisson (108). Heimir Guðjónsson er bara rétt að byrja í boltum. Metið er komið í hús en með sama áframhaldi eru mun meiri líkur á því að hann vinni tvö hundruð leiki í efstu deild heldur en að einhverjum öðrum þjálfara takist að ná þessu meti af honum.grafík/fréttablaðið Pepsi Max-deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Fleiri fréttir „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfari“ Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Sjá meira
Íslenska knattspyrnusagan var ekki bara endurskrifuð á Evrópumótinu í fótbolta í Frakklandi í júnímánuði því þá féll einnig glæsilegt met hér í deildinni heima. Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, stýrði þá FH-liðinu til sigurs í 121. sinn í efstu deild og bætti met Ásgeirs Elíassonar. Ásgeir var sumarið 1997 fyrsti þjálfarinn til að vinna hundrað leiki í efstu deild og hafði sex árum fyrr bætt met Óla B. Jónssonar yfir flesta unna leiki sem þjálfari í efstu deild.16. júní 2016 Ásgeir var því búinn að eiga metið í 25 ár þegar Heimir tók það af honum 16. júní síðastliðinn. Það fór ekki mikið fyrir Pepsi-deildinni í júní enda átti Evrópumótið í Frakklandi hug þjóðarinnar en þegar betur var að gáð kom í ljós að Heimir hefði komist á toppinn. Svo skemmtilega vill til að Heimir Guðjónsson bætti metið með því að vinna sinn gamla læriföður Ólaf Jóhannsson. Ólafur og Heimir unnu þrjá Íslandsmeistaratitla, tvo þegar Heimir var fyrirliði Ólafs og einn þegar Heimir var aðstoðarþjálfari Ólafs. Heimir tók síðan við FH-liðinu fyrir 2008-tímabilið og hefur stýrt því síðan. Ólafur gæti aftur á móti náð tímamótum í sumar og orðið sjötti þjálfarinn til að vinna hundrað leiki í efstu deild. Ólafi vantar nú bara þrjá sigra upp á að ná því og enn eru tólf leikir eftir af Íslandsmótinu. Emil Pálsson tryggði Heimi metsigurinn með því að skora sigurmarkið á móti Val en Emil skoraði einnig sigurmarkið í leiknum á undan þegar Heimir jafnaði met Ásgeirs þegar FH vann 1-0 sigur á Breiðabliki í Kópavoginum.grafík/fréttablaðiðEmil skorar söguleg sigurmörk Emil Pálsson hefur verið duglegur við að skora dýrmæt sigurmörk fyrir Heimi upp á síðkastið en það var einmitt Emil sem tryggði FH-liðinu Íslandsmeistaratitilinn síðasta haust. Það var fjórði Íslandsmeistaratitill Heimis sem þjálfari FH og sjöundi Íslandsmeistaratitill hans með félaginu en hann vann einnig tvo sem leikmaður og einn sem aðstoðarþjálfari. Heimir hefur því unnið alla leiki sína sem þjálfari FH og var fyrir nokkru búinn að slá metið yfir flesta sigurleiki með einu liði í efstu deild. Hann er líka sá eini sem hefur unnið hundrað leiki með sama félagi. Ásgeir Elíasson þjálfaði á sínum tíma þrjú félög, eða FH, Þrótt og Fram. Hann vann flesta sigrana sem þjálfari Fram eða 96 þeirra. Ásgeir vann síðan 19 sigra sem þjálfari Þróttar og 5 sigra sem þjálfari FH sumarið 1980 en það var hans fyrsta þjálfarastaða í efstu deild. Enginn leikmaður FH-liðsins hefur verið með í öllum sigurleikjunum en Atli Guðnason er ekki langt frá því. Atli Guðnason hefur spilað 116 af þessum 122 sigurleikjum Heimis sem þjálfara FH. Atli Guðnason (178 leikir) er einn af fjórum leikmönnum sem hafa náð að spila yfir hundrað deildarleiki fyrir Heimi en Davíð Þór Viðarsson (99 leikir) bætist í þann hóp í næsta leik sínum fyrir FH. Hinir þrír eru Atli Viðar Björnsson (151), Pétur Viðarsson (127) og Björn Daníel Sverrisson (108). Heimir Guðjónsson er bara rétt að byrja í boltum. Metið er komið í hús en með sama áframhaldi eru mun meiri líkur á því að hann vinni tvö hundruð leiki í efstu deild heldur en að einhverjum öðrum þjálfara takist að ná þessu meti af honum.grafík/fréttablaðið
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Fleiri fréttir „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfari“ Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Sjá meira