Árásarmaðurinn ekki á lista yfir hryðjuverkamenn Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 15. júlí 2016 06:51 Ekki hefur verið opinberað hver árásarmaðurinn er en Reuters fréttastofan greinir frá því að um sé að ræða þrjátíu og eins árs gamlan mann af frönskum og túnískum uppruna. vísir/afp Að minnsta kosti áttatíu og fjórir eru látnir og átján eru alvarlega slasaðir eftir að stórum hvítum trukki var ekið inn í mannþröng í Nice í Frakklandi um klukkan níu í gærkvöldi. Mörg börn eru sögð á meðal hinna látnu. Fjöldi fólks var samankominn á Promenade de Ainglese breiðgötunni til að horfa á tilkomumikla flugeldasýningu í tilefni af þjóðhátíðardegi Frakka sem var í gær, 14. júlí. Að sögn sjónarvotta kom trukkurinn inn í mannhafið á mikilli ferð og náði ökumaðurinn að keyra um tveggja kílómetra leið í gegnum mannþröngina áður en lögreglumenn skutu hann til bana. Fregnir herma að maðurinn hafi einnig skotið af byssu út um glugga trukksins en þær hafa þó ekki verið staðfestar. Yfirvöld hafa þó staðfest að skotvopn og sprengiefni hafi fundist í bílnum. Ljóst virðist að um hryðjuverk hafi verið að ræða en þó hafa engin samtök lýst ábyrgðinni á hendur sér. Ekki hefur verið opinberað hver árásarmaðurinn er en Reuters fréttastofan greinir frá því að um sé að ræða þrjátíu og eins árs gamlan mann af frönskum og túnískum uppruna. Hann mun hafa komist í kast við lögin áður en var þó ekki á sérstökum listum um grunaða hryðjuverkamenn. Neyðarástand sem verið hefur í Frakklandi frá því í Nóvember þegar 130 fórust í árásunum í París átti að renna út síðar í mánuðinum en það hefur nú verið framlengt um þrjá mánuði. Francois Hollande Frakklandsforseti sagði í ávarpi til frönsku þjóðarinnar í nótt að Frökkum stæði mikil ógn af íslömskum hryðjuverkasamtökum. Enn og aftur hefði hryllingur dunið á Frönsku þjóðinni. Hryðjuverk í Evrópu Tengdar fréttir Myndir frá Nice Mikil ringulreið ríkir nú á götum Nice þar sem óttast að yfir 70 manns hafi látist í því sem virðist hafa verið skipulögð árás. 14. júlí 2016 23:58 Sjónarvottur í Nice: „Það voru lík úti um allt“ Maryam Violet, íranskur blaðamaður sem er í fríi í Nice, lýsir því í samtali við Guardian þegar hún sá vörubílinn keyra inn í mannþröngina á Promenad de Anglais í kvöld. 15. júlí 2016 00:58 Utanríkisráðuneytið hvetur Íslendinga í Nice til að láta vita af sér Neyðarnúmer borgaraþjónustunnar er opið allan sólarhringinn. 14. júlí 2016 00:01 Óttast að tugir séu látnir í Nice eftir að trukkur keyrði inn í mannþröng Borgarstjórinn í Nice segir fólki að halda til síns heima þar til frekari fréttir berast. 14. júlí 2016 21:50 Íslendingar í Nice: „Allt í einu fór fólk að hlaupa og öskra“ Rósalín Alma og kærasti hennar Rafn Svan voru á ströndinni í Nice að horfa á flugeldasýninguna þegar þau urðu vör við ofsahræðslu á götunum. 14. júlí 2016 23:29 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Sjá meira
Að minnsta kosti áttatíu og fjórir eru látnir og átján eru alvarlega slasaðir eftir að stórum hvítum trukki var ekið inn í mannþröng í Nice í Frakklandi um klukkan níu í gærkvöldi. Mörg börn eru sögð á meðal hinna látnu. Fjöldi fólks var samankominn á Promenade de Ainglese breiðgötunni til að horfa á tilkomumikla flugeldasýningu í tilefni af þjóðhátíðardegi Frakka sem var í gær, 14. júlí. Að sögn sjónarvotta kom trukkurinn inn í mannhafið á mikilli ferð og náði ökumaðurinn að keyra um tveggja kílómetra leið í gegnum mannþröngina áður en lögreglumenn skutu hann til bana. Fregnir herma að maðurinn hafi einnig skotið af byssu út um glugga trukksins en þær hafa þó ekki verið staðfestar. Yfirvöld hafa þó staðfest að skotvopn og sprengiefni hafi fundist í bílnum. Ljóst virðist að um hryðjuverk hafi verið að ræða en þó hafa engin samtök lýst ábyrgðinni á hendur sér. Ekki hefur verið opinberað hver árásarmaðurinn er en Reuters fréttastofan greinir frá því að um sé að ræða þrjátíu og eins árs gamlan mann af frönskum og túnískum uppruna. Hann mun hafa komist í kast við lögin áður en var þó ekki á sérstökum listum um grunaða hryðjuverkamenn. Neyðarástand sem verið hefur í Frakklandi frá því í Nóvember þegar 130 fórust í árásunum í París átti að renna út síðar í mánuðinum en það hefur nú verið framlengt um þrjá mánuði. Francois Hollande Frakklandsforseti sagði í ávarpi til frönsku þjóðarinnar í nótt að Frökkum stæði mikil ógn af íslömskum hryðjuverkasamtökum. Enn og aftur hefði hryllingur dunið á Frönsku þjóðinni.
Hryðjuverk í Evrópu Tengdar fréttir Myndir frá Nice Mikil ringulreið ríkir nú á götum Nice þar sem óttast að yfir 70 manns hafi látist í því sem virðist hafa verið skipulögð árás. 14. júlí 2016 23:58 Sjónarvottur í Nice: „Það voru lík úti um allt“ Maryam Violet, íranskur blaðamaður sem er í fríi í Nice, lýsir því í samtali við Guardian þegar hún sá vörubílinn keyra inn í mannþröngina á Promenad de Anglais í kvöld. 15. júlí 2016 00:58 Utanríkisráðuneytið hvetur Íslendinga í Nice til að láta vita af sér Neyðarnúmer borgaraþjónustunnar er opið allan sólarhringinn. 14. júlí 2016 00:01 Óttast að tugir séu látnir í Nice eftir að trukkur keyrði inn í mannþröng Borgarstjórinn í Nice segir fólki að halda til síns heima þar til frekari fréttir berast. 14. júlí 2016 21:50 Íslendingar í Nice: „Allt í einu fór fólk að hlaupa og öskra“ Rósalín Alma og kærasti hennar Rafn Svan voru á ströndinni í Nice að horfa á flugeldasýninguna þegar þau urðu vör við ofsahræðslu á götunum. 14. júlí 2016 23:29 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Sjá meira
Myndir frá Nice Mikil ringulreið ríkir nú á götum Nice þar sem óttast að yfir 70 manns hafi látist í því sem virðist hafa verið skipulögð árás. 14. júlí 2016 23:58
Sjónarvottur í Nice: „Það voru lík úti um allt“ Maryam Violet, íranskur blaðamaður sem er í fríi í Nice, lýsir því í samtali við Guardian þegar hún sá vörubílinn keyra inn í mannþröngina á Promenad de Anglais í kvöld. 15. júlí 2016 00:58
Utanríkisráðuneytið hvetur Íslendinga í Nice til að láta vita af sér Neyðarnúmer borgaraþjónustunnar er opið allan sólarhringinn. 14. júlí 2016 00:01
Óttast að tugir séu látnir í Nice eftir að trukkur keyrði inn í mannþröng Borgarstjórinn í Nice segir fólki að halda til síns heima þar til frekari fréttir berast. 14. júlí 2016 21:50
Íslendingar í Nice: „Allt í einu fór fólk að hlaupa og öskra“ Rósalín Alma og kærasti hennar Rafn Svan voru á ströndinni í Nice að horfa á flugeldasýninguna þegar þau urðu vör við ofsahræðslu á götunum. 14. júlí 2016 23:29