Árásarmaðurinn ekki á lista yfir hryðjuverkamenn Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 15. júlí 2016 06:51 Ekki hefur verið opinberað hver árásarmaðurinn er en Reuters fréttastofan greinir frá því að um sé að ræða þrjátíu og eins árs gamlan mann af frönskum og túnískum uppruna. vísir/afp Að minnsta kosti áttatíu og fjórir eru látnir og átján eru alvarlega slasaðir eftir að stórum hvítum trukki var ekið inn í mannþröng í Nice í Frakklandi um klukkan níu í gærkvöldi. Mörg börn eru sögð á meðal hinna látnu. Fjöldi fólks var samankominn á Promenade de Ainglese breiðgötunni til að horfa á tilkomumikla flugeldasýningu í tilefni af þjóðhátíðardegi Frakka sem var í gær, 14. júlí. Að sögn sjónarvotta kom trukkurinn inn í mannhafið á mikilli ferð og náði ökumaðurinn að keyra um tveggja kílómetra leið í gegnum mannþröngina áður en lögreglumenn skutu hann til bana. Fregnir herma að maðurinn hafi einnig skotið af byssu út um glugga trukksins en þær hafa þó ekki verið staðfestar. Yfirvöld hafa þó staðfest að skotvopn og sprengiefni hafi fundist í bílnum. Ljóst virðist að um hryðjuverk hafi verið að ræða en þó hafa engin samtök lýst ábyrgðinni á hendur sér. Ekki hefur verið opinberað hver árásarmaðurinn er en Reuters fréttastofan greinir frá því að um sé að ræða þrjátíu og eins árs gamlan mann af frönskum og túnískum uppruna. Hann mun hafa komist í kast við lögin áður en var þó ekki á sérstökum listum um grunaða hryðjuverkamenn. Neyðarástand sem verið hefur í Frakklandi frá því í Nóvember þegar 130 fórust í árásunum í París átti að renna út síðar í mánuðinum en það hefur nú verið framlengt um þrjá mánuði. Francois Hollande Frakklandsforseti sagði í ávarpi til frönsku þjóðarinnar í nótt að Frökkum stæði mikil ógn af íslömskum hryðjuverkasamtökum. Enn og aftur hefði hryllingur dunið á Frönsku þjóðinni. Hryðjuverk í Evrópu Tengdar fréttir Myndir frá Nice Mikil ringulreið ríkir nú á götum Nice þar sem óttast að yfir 70 manns hafi látist í því sem virðist hafa verið skipulögð árás. 14. júlí 2016 23:58 Sjónarvottur í Nice: „Það voru lík úti um allt“ Maryam Violet, íranskur blaðamaður sem er í fríi í Nice, lýsir því í samtali við Guardian þegar hún sá vörubílinn keyra inn í mannþröngina á Promenad de Anglais í kvöld. 15. júlí 2016 00:58 Utanríkisráðuneytið hvetur Íslendinga í Nice til að láta vita af sér Neyðarnúmer borgaraþjónustunnar er opið allan sólarhringinn. 14. júlí 2016 00:01 Óttast að tugir séu látnir í Nice eftir að trukkur keyrði inn í mannþröng Borgarstjórinn í Nice segir fólki að halda til síns heima þar til frekari fréttir berast. 14. júlí 2016 21:50 Íslendingar í Nice: „Allt í einu fór fólk að hlaupa og öskra“ Rósalín Alma og kærasti hennar Rafn Svan voru á ströndinni í Nice að horfa á flugeldasýninguna þegar þau urðu vör við ofsahræðslu á götunum. 14. júlí 2016 23:29 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Sjá meira
Að minnsta kosti áttatíu og fjórir eru látnir og átján eru alvarlega slasaðir eftir að stórum hvítum trukki var ekið inn í mannþröng í Nice í Frakklandi um klukkan níu í gærkvöldi. Mörg börn eru sögð á meðal hinna látnu. Fjöldi fólks var samankominn á Promenade de Ainglese breiðgötunni til að horfa á tilkomumikla flugeldasýningu í tilefni af þjóðhátíðardegi Frakka sem var í gær, 14. júlí. Að sögn sjónarvotta kom trukkurinn inn í mannhafið á mikilli ferð og náði ökumaðurinn að keyra um tveggja kílómetra leið í gegnum mannþröngina áður en lögreglumenn skutu hann til bana. Fregnir herma að maðurinn hafi einnig skotið af byssu út um glugga trukksins en þær hafa þó ekki verið staðfestar. Yfirvöld hafa þó staðfest að skotvopn og sprengiefni hafi fundist í bílnum. Ljóst virðist að um hryðjuverk hafi verið að ræða en þó hafa engin samtök lýst ábyrgðinni á hendur sér. Ekki hefur verið opinberað hver árásarmaðurinn er en Reuters fréttastofan greinir frá því að um sé að ræða þrjátíu og eins árs gamlan mann af frönskum og túnískum uppruna. Hann mun hafa komist í kast við lögin áður en var þó ekki á sérstökum listum um grunaða hryðjuverkamenn. Neyðarástand sem verið hefur í Frakklandi frá því í Nóvember þegar 130 fórust í árásunum í París átti að renna út síðar í mánuðinum en það hefur nú verið framlengt um þrjá mánuði. Francois Hollande Frakklandsforseti sagði í ávarpi til frönsku þjóðarinnar í nótt að Frökkum stæði mikil ógn af íslömskum hryðjuverkasamtökum. Enn og aftur hefði hryllingur dunið á Frönsku þjóðinni.
Hryðjuverk í Evrópu Tengdar fréttir Myndir frá Nice Mikil ringulreið ríkir nú á götum Nice þar sem óttast að yfir 70 manns hafi látist í því sem virðist hafa verið skipulögð árás. 14. júlí 2016 23:58 Sjónarvottur í Nice: „Það voru lík úti um allt“ Maryam Violet, íranskur blaðamaður sem er í fríi í Nice, lýsir því í samtali við Guardian þegar hún sá vörubílinn keyra inn í mannþröngina á Promenad de Anglais í kvöld. 15. júlí 2016 00:58 Utanríkisráðuneytið hvetur Íslendinga í Nice til að láta vita af sér Neyðarnúmer borgaraþjónustunnar er opið allan sólarhringinn. 14. júlí 2016 00:01 Óttast að tugir séu látnir í Nice eftir að trukkur keyrði inn í mannþröng Borgarstjórinn í Nice segir fólki að halda til síns heima þar til frekari fréttir berast. 14. júlí 2016 21:50 Íslendingar í Nice: „Allt í einu fór fólk að hlaupa og öskra“ Rósalín Alma og kærasti hennar Rafn Svan voru á ströndinni í Nice að horfa á flugeldasýninguna þegar þau urðu vör við ofsahræðslu á götunum. 14. júlí 2016 23:29 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Sjá meira
Myndir frá Nice Mikil ringulreið ríkir nú á götum Nice þar sem óttast að yfir 70 manns hafi látist í því sem virðist hafa verið skipulögð árás. 14. júlí 2016 23:58
Sjónarvottur í Nice: „Það voru lík úti um allt“ Maryam Violet, íranskur blaðamaður sem er í fríi í Nice, lýsir því í samtali við Guardian þegar hún sá vörubílinn keyra inn í mannþröngina á Promenad de Anglais í kvöld. 15. júlí 2016 00:58
Utanríkisráðuneytið hvetur Íslendinga í Nice til að láta vita af sér Neyðarnúmer borgaraþjónustunnar er opið allan sólarhringinn. 14. júlí 2016 00:01
Óttast að tugir séu látnir í Nice eftir að trukkur keyrði inn í mannþröng Borgarstjórinn í Nice segir fólki að halda til síns heima þar til frekari fréttir berast. 14. júlí 2016 21:50
Íslendingar í Nice: „Allt í einu fór fólk að hlaupa og öskra“ Rósalín Alma og kærasti hennar Rafn Svan voru á ströndinni í Nice að horfa á flugeldasýninguna þegar þau urðu vör við ofsahræðslu á götunum. 14. júlí 2016 23:29