Jeppe fer frá Stjörnunni: „Finnst ég eiga skilið að spila meira“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. júlí 2016 14:45 Jeppe Hansen hefur skorað 16 mörk í 37 leikjum fyrir Stjörnuna í Pepsi-deildinni. vísir/vilhelm Jeppe Hansen, framherji Stjörnunnar í Pepsi-deild karla í fótbolta, er á leið frá félaginu og hefur að öllum líkindum spilað sinn síðasta leik fyrir Garðabæjarliðið. Jeppe, sem skoraði sex mörk í níu deildarleikjum fyrir Stjörnunar sumarið 2014 og átta mörk í 21 leik á síðasta sumri, hefur aðeins byrjað tvo af tíu leikjum liðsins í Pepsi-deildinni í ár og ekki spilað nema sjö. Hann hefur skorað tvö mörk í sumar. „Ég talaði við þjálfarana og yfirmann knattspyrnumála hjá félaginu fyrir tveimur vikum því ég hef ekki verið að spila. Ég velti því upp hvort það væri ekki góð hugmynd fyrir mig að fara núna og samningnum yrði rift. Þeir hugsuðu þetta í nokkra daga og þó þetta var erfið ákvörðun fyrir þá að leyfa mér að fara var það niðurstaðan,“ segir Jeppe í samtali við Vísi. Jeppe hefur átt góða tíma í Garðabænum en hann spilaði fyrri hluta tímabilsins þegar liðið varð Íslandsmeistari 2014. „Það er svolítið sorglegt að vera að fara núna. Ég er búinn að vera í Stjörnunni í þrjú ár og þegar þú ert einn í öðru landi án fjölskyldu og vina verða samherjarnir og fólkið í kringum félagið fjölskyldan þín. Það hefur verið hugsað vel um mig,“ segir Jeppe sem er þó mjög ósáttur við lítinn spiltíma. „Ég er í betra standi núna en nokkru sinni fyrr og mér finnst ég eiga skilið að spila meira. Það hefur komið mér á óvart hvað ég spila lítið og ég fæ varla tækifæri og í raun er þetta bara frekar furðulegt.“ Samkvæmt heimildum Vísis hafa Eyjamenn mikinn áhuga á að fá Jeppe til liðs við sig. Daninn vissi af áhuga þeirra fyrir mót en hann veit ekki hvað gerist núna. „ÍBV vildi fá mig fyrir tímabilið held ég og gerði tilboð. Ég hef ekkert heyrt núna ef ég á að vera alveg heiðarlegur. Nú þarf ég bara að finna mér nýtt lið hér á Íslandi. Stjarnan spilar næst á sunnudaginn og vonandi verð ég farinn fyrir það en ef þeir vilja nota mig í þeim leik áður en ég fer gef ég mig allan í þann leik,“ segir Jeppe Hansen. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Íslenski boltinn Leik lokið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Enski boltinn Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Enski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Enski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - FHL | Framarar geta bjargað sér Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Leik lokið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Sjá meira
Jeppe Hansen, framherji Stjörnunnar í Pepsi-deild karla í fótbolta, er á leið frá félaginu og hefur að öllum líkindum spilað sinn síðasta leik fyrir Garðabæjarliðið. Jeppe, sem skoraði sex mörk í níu deildarleikjum fyrir Stjörnunar sumarið 2014 og átta mörk í 21 leik á síðasta sumri, hefur aðeins byrjað tvo af tíu leikjum liðsins í Pepsi-deildinni í ár og ekki spilað nema sjö. Hann hefur skorað tvö mörk í sumar. „Ég talaði við þjálfarana og yfirmann knattspyrnumála hjá félaginu fyrir tveimur vikum því ég hef ekki verið að spila. Ég velti því upp hvort það væri ekki góð hugmynd fyrir mig að fara núna og samningnum yrði rift. Þeir hugsuðu þetta í nokkra daga og þó þetta var erfið ákvörðun fyrir þá að leyfa mér að fara var það niðurstaðan,“ segir Jeppe í samtali við Vísi. Jeppe hefur átt góða tíma í Garðabænum en hann spilaði fyrri hluta tímabilsins þegar liðið varð Íslandsmeistari 2014. „Það er svolítið sorglegt að vera að fara núna. Ég er búinn að vera í Stjörnunni í þrjú ár og þegar þú ert einn í öðru landi án fjölskyldu og vina verða samherjarnir og fólkið í kringum félagið fjölskyldan þín. Það hefur verið hugsað vel um mig,“ segir Jeppe sem er þó mjög ósáttur við lítinn spiltíma. „Ég er í betra standi núna en nokkru sinni fyrr og mér finnst ég eiga skilið að spila meira. Það hefur komið mér á óvart hvað ég spila lítið og ég fæ varla tækifæri og í raun er þetta bara frekar furðulegt.“ Samkvæmt heimildum Vísis hafa Eyjamenn mikinn áhuga á að fá Jeppe til liðs við sig. Daninn vissi af áhuga þeirra fyrir mót en hann veit ekki hvað gerist núna. „ÍBV vildi fá mig fyrir tímabilið held ég og gerði tilboð. Ég hef ekkert heyrt núna ef ég á að vera alveg heiðarlegur. Nú þarf ég bara að finna mér nýtt lið hér á Íslandi. Stjarnan spilar næst á sunnudaginn og vonandi verð ég farinn fyrir það en ef þeir vilja nota mig í þeim leik áður en ég fer gef ég mig allan í þann leik,“ segir Jeppe Hansen.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Íslenski boltinn Leik lokið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Enski boltinn Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Enski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Enski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - FHL | Framarar geta bjargað sér Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Leik lokið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Sjá meira
Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn
Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn