Auðveldasta ákvörðun ársins á Jamaíka: Völdu Bolt í ÓL-liðið sitt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júlí 2016 12:00 Usain Bolt. Vísir/Getty Sexfaldi Ólympíumeistarinn Usain Bolt verður í Ólympíuliði Jamaíka í Ríó en Ólympíuleikarnir fara fram í brasilísku borginni í næsta mánuði. Flestir myndu nú líta á það sem auðveldustu ákvörðunina sem verður tekin á Jamaíka á þessu ári en meiðsli kappans á úrtökumótinu settu hinsvegar smá óvissu í málið. Hinn 29 ára gamli Usain Bolt, sem hefur unnið 100 metra hlaupið og 200 metra hlaupið á síðustu tveimur leikum mun hinsvegar fá tækifæri til að verja titlana sína í Ríó. Usain Bolt verður hluti af 63 manna Ólympíuliði Jamaíku en hann var einn af fjórum liðsmönnum þess sem fengu smá sérmeðferð vegna meiðsla. Líkt og hjá sterkum frjálsíþróttalandsliðum eins og Bandaríkjunum þá eru margir Jamaíkamenn sem ná lágmörkum inn á leikana. Það fara því fram úrtökumót til að finna þá bestu til að keppa fyrir sína þjóð á leikunum. Bolt meiddist aftan í læri í fyrstu umferð 100 metra hlaupsins á úrtökumótinu í Kingston en hélt áfram. Hann hætti hinsvegar keppni eftir að hafa unnið undanúrslitariðilinn sinn. Meiðsli Usain Bolt voru ekki alvarleg en hann vildi greinilega ekki taka neina áhættu enda stutt í Ólympíuleikanna. Hann er stærsta íþróttahetja þjóðar sinnar og því kannski ekkert skrýtið að hann fái smá sérmeðferð. Heimsmethafinn í 100 og 200 metra hlaupum stefnir að því að ná magnaðri gullþrennu með því að vinna báðar þessar greinar á þremur leikum í röð. Eitt er víst að heimurinn mun fylgjast spenntur með því hvort það takist hjá honum. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Skelltu sér í jarðarför Hauka Körfubolti Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Fótbolti Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri Sport Dagskráin í dag: Þrír leikir í Bestu deildinni og Valur getur komist í 2-0 Sport Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Þrír leikir í Bestu deildinni og Valur getur komist í 2-0 „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Skelltu sér í jarðarför Hauka „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Misstu niður tveggja marka forystu Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum Melsungen enn með í titilbaráttunni SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Sjá meira
Sexfaldi Ólympíumeistarinn Usain Bolt verður í Ólympíuliði Jamaíka í Ríó en Ólympíuleikarnir fara fram í brasilísku borginni í næsta mánuði. Flestir myndu nú líta á það sem auðveldustu ákvörðunina sem verður tekin á Jamaíka á þessu ári en meiðsli kappans á úrtökumótinu settu hinsvegar smá óvissu í málið. Hinn 29 ára gamli Usain Bolt, sem hefur unnið 100 metra hlaupið og 200 metra hlaupið á síðustu tveimur leikum mun hinsvegar fá tækifæri til að verja titlana sína í Ríó. Usain Bolt verður hluti af 63 manna Ólympíuliði Jamaíku en hann var einn af fjórum liðsmönnum þess sem fengu smá sérmeðferð vegna meiðsla. Líkt og hjá sterkum frjálsíþróttalandsliðum eins og Bandaríkjunum þá eru margir Jamaíkamenn sem ná lágmörkum inn á leikana. Það fara því fram úrtökumót til að finna þá bestu til að keppa fyrir sína þjóð á leikunum. Bolt meiddist aftan í læri í fyrstu umferð 100 metra hlaupsins á úrtökumótinu í Kingston en hélt áfram. Hann hætti hinsvegar keppni eftir að hafa unnið undanúrslitariðilinn sinn. Meiðsli Usain Bolt voru ekki alvarleg en hann vildi greinilega ekki taka neina áhættu enda stutt í Ólympíuleikanna. Hann er stærsta íþróttahetja þjóðar sinnar og því kannski ekkert skrýtið að hann fái smá sérmeðferð. Heimsmethafinn í 100 og 200 metra hlaupum stefnir að því að ná magnaðri gullþrennu með því að vinna báðar þessar greinar á þremur leikum í röð. Eitt er víst að heimurinn mun fylgjast spenntur með því hvort það takist hjá honum.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Skelltu sér í jarðarför Hauka Körfubolti Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Fótbolti Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri Sport Dagskráin í dag: Þrír leikir í Bestu deildinni og Valur getur komist í 2-0 Sport Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Þrír leikir í Bestu deildinni og Valur getur komist í 2-0 „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Skelltu sér í jarðarför Hauka „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Misstu niður tveggja marka forystu Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum Melsungen enn með í titilbaráttunni SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn