Dega-fjölskyldan aftur á Íslandi Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 12. júlí 2016 06:00 Dega-fjölskyldan við heimili þeirra í Hafnarfirði eftir að þeim var gert kunnugt um synjun Útlendingastofnunar. Fjölskyldan gafst ekki upp og er komin aftur til landsins. Vísir/AntonBrink Dega-fjölskyldan kom til Íslands frá Albaníu í júlí í fyrra. Fjölskyldan flúði frá Albaníu af völdum ofsókna vegna stjórnmálaskoðana. Útlendingastofnun neitaði fjölskyldunni um hæli í október í fyrra og staðfesti kærunefnd útlendingamála þá ákvörðun Útlendingastofnunar í byrjun árs. Fjölskyldunni var svo gert að yfirgefa landið 17.maí í vor. Fjölskyldan ákvað strax að snúa aftur til Íslands og sækja um dvalarleyfi og nú eru þau komin hingað og ætla að halda áfram lífi sínu hér á landi. Áður en þeim var gert að yfirgefa landið höfðu þau náð að aðlagast íslensku samfélagi. Bæði hjónin, Nazmie og Skender Dega, voru í fastri vinnu. Yngsti sonur þeirra, Viken, er ellefu ára gamall og æfði knattspyrnu með FH og stundaði nám í Lækjarskóla. Dóttir hjónanna, Joniada, útskrifaðist með stúdentspróf frá Flensborgarskóla með ágætiseinkunn. Hún hefur góð tök á íslensku og stefndi á háskólanám. Elsti sonur þeirra, Visen, hefur glímt við geðræn vandamál en náði góðum árangri í glímunni við veikindi sín í samstarfi við hérlenda meðferðaraðila. Magnús Þorkelsson skólameistari í Flensborg barðist fyrir því að fjölskyldan fengið að dvelja á landinu. „Joniada Dega og fjölskylda hennar er komin til landsins og hafa fengið landvistarleyfi, atvinnuleyfi, vinnu og skólavist í HR. Hjarta mitt hoppar af gleði og ég er afskaplega þakklátur fyrir að þessu máli sé lokið og þau komin til að búa hér og glæða samfélagið fleiri blæbrigðum,“ segir Magnús. Hann segir mál þeirra hafa fengið undarlega meðferð og spyr hvort ekki sé rétt að fara yfir málsmeðferðina. Magnús hvetur stjórnvöld til þess að koma málaflokkinum í skikkanlegan farveg. „Svo erlent fólk sem hingað leitar sé ekki meðhöndlað með sjálfgefnum hætti sem glæpamenn. Við höfum ekki ráð á því að hafna svona fólki,“ segir Magnús. Fréttin birtist upphaflega í Fréttablaðinu Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Sjá meira
Dega-fjölskyldan kom til Íslands frá Albaníu í júlí í fyrra. Fjölskyldan flúði frá Albaníu af völdum ofsókna vegna stjórnmálaskoðana. Útlendingastofnun neitaði fjölskyldunni um hæli í október í fyrra og staðfesti kærunefnd útlendingamála þá ákvörðun Útlendingastofnunar í byrjun árs. Fjölskyldunni var svo gert að yfirgefa landið 17.maí í vor. Fjölskyldan ákvað strax að snúa aftur til Íslands og sækja um dvalarleyfi og nú eru þau komin hingað og ætla að halda áfram lífi sínu hér á landi. Áður en þeim var gert að yfirgefa landið höfðu þau náð að aðlagast íslensku samfélagi. Bæði hjónin, Nazmie og Skender Dega, voru í fastri vinnu. Yngsti sonur þeirra, Viken, er ellefu ára gamall og æfði knattspyrnu með FH og stundaði nám í Lækjarskóla. Dóttir hjónanna, Joniada, útskrifaðist með stúdentspróf frá Flensborgarskóla með ágætiseinkunn. Hún hefur góð tök á íslensku og stefndi á háskólanám. Elsti sonur þeirra, Visen, hefur glímt við geðræn vandamál en náði góðum árangri í glímunni við veikindi sín í samstarfi við hérlenda meðferðaraðila. Magnús Þorkelsson skólameistari í Flensborg barðist fyrir því að fjölskyldan fengið að dvelja á landinu. „Joniada Dega og fjölskylda hennar er komin til landsins og hafa fengið landvistarleyfi, atvinnuleyfi, vinnu og skólavist í HR. Hjarta mitt hoppar af gleði og ég er afskaplega þakklátur fyrir að þessu máli sé lokið og þau komin til að búa hér og glæða samfélagið fleiri blæbrigðum,“ segir Magnús. Hann segir mál þeirra hafa fengið undarlega meðferð og spyr hvort ekki sé rétt að fara yfir málsmeðferðina. Magnús hvetur stjórnvöld til þess að koma málaflokkinum í skikkanlegan farveg. „Svo erlent fólk sem hingað leitar sé ekki meðhöndlað með sjálfgefnum hætti sem glæpamenn. Við höfum ekki ráð á því að hafna svona fólki,“ segir Magnús. Fréttin birtist upphaflega í Fréttablaðinu
Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Sjá meira