Íslenska víkingaklappið komið alla leið til Papúa Nýju-Gíneu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2016 16:00 Vísir/Samsett mynd EPA og Google Maps Frábær framganga íslenska landsliðsins með stuðningsmönnum sínum í leikslok hefur ýtt undir mikinn áhuga heimsins á íslenska fótboltalandsliðinu og aukið hróður íslensks fótbolta út um allan heim. Íslenskur fótbolti er kominn á kortið og frammistaða Íslands og stuðningsmanna strákanna okkar verður eflaust eitt það eftirminnilegasta frá þessu Evrópumóti í Frakklandi. Víkingaklappið og húh-ið fóru líka sannkallaða sigurför um heiminn og í flest öllum fjölmiðlum heimsins mátti sjá myndbrot eða myndir af Aroni Einari Gunnarssyni og félögum klappa sig inn í hug og hjörtu heimsbyggðarinnar. Við Íslendingar eigum þó ekki einkaréttinni á húh-inu sem átti rætur sínar að rekja til skoska félagsins Motherwell en það var þó íslenska útfærslan sem gerði víkingaklappið heimfrægt. Það má búast við því að fleiri en franska landsliðið fái víkingaklappið að láni á næstu vikum og mánuðum. Hvort við sjáum þetta á Ólympíuleikunum í Ríó á eftir að koma í ljós en innan fótboltaheimsins er líklegt að víkingaklappið finni sér samastað annarsstaðar en hjá íslenskum landsliðsmönnum í fótbolta. Eitt lið er til dæmis farið að æfa húh-in sín fyrir komandi átök í heimsmeistarakeppni 20 ára liða kvenna. FIFA birti nefnilega myndir á Twitter-síðu sinni af leikmönnum 20 ára liðs Papúa Nýju-Gíneu æfa víkingaklappið. Tuttugu ára landslið stelpnanna frá Papúa Nýju-Gíneu verður á heimavelli í þessari heimsmeistarakeppni sem fer þó ekki fram fyrr en 13. nóvember til 3. desember næstkomandi. Stelpurnar frá Papúa Nýju-Gíneu eiga það sameiginlegt með strákunum okkar að vera á leiðinni á sitt fyrsta mót það er sitt fyrsta heimsmeistaramót í þessum aldursflokki. Það þarf því ekkert að koma á óvart að þær hafi valið það að fara "íslensku leiðina" sem gekk svona frábærlega á EM í Frakklandi. Hluti af því að fara þá leið er síðan að vera með víkingaklappið gangi allt vel inn á vellinum. Það er hinsvegar fróðlegt að sjá íslenska víkingaklappið verið komið alla leið til Nýju-Gíneu sem er eyja í Kyrrahafinu, rétt norður af Ástralíu.The globality of football. ??Papua New Guinea #U20WWC side practising the #ISL 'Viking' thunder clap. ???????? pic.twitter.com/hbWHImkLmA— FIFA Women'sWorldCup (@FIFAWWC) July 9, 2016 EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Shilton var hræddur við víkingaklappið Peter Shilton, fyrrum landsliðsmarkvörður Englands, var eins og flestir Englendingar svekktur með frammistöðu enska landsliðsins í leiknum gegn Englandi. 30. júní 2016 23:30 Alfreð segir að það sé ekki fallegt að stela Íslenski landsliðsmaðurinn Alfreð Finnbogason hefur tjáð sig um fagnaðarlæti franska landsliðsins eftir að liðið tryggði sér sæti í úrslitaleik Evrópumótsins í fótbolta í gær. 8. júlí 2016 10:26 „Bestu stuðningsmönnum í heimi“ þakkað sérstaklega á Arnarhóli "Þessi stuðningur og sú samkennd sem honum fylgdi snart alla,“ sagði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ. 4. júlí 2016 20:27 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Leik lokið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Sjá meira
Frábær framganga íslenska landsliðsins með stuðningsmönnum sínum í leikslok hefur ýtt undir mikinn áhuga heimsins á íslenska fótboltalandsliðinu og aukið hróður íslensks fótbolta út um allan heim. Íslenskur fótbolti er kominn á kortið og frammistaða Íslands og stuðningsmanna strákanna okkar verður eflaust eitt það eftirminnilegasta frá þessu Evrópumóti í Frakklandi. Víkingaklappið og húh-ið fóru líka sannkallaða sigurför um heiminn og í flest öllum fjölmiðlum heimsins mátti sjá myndbrot eða myndir af Aroni Einari Gunnarssyni og félögum klappa sig inn í hug og hjörtu heimsbyggðarinnar. Við Íslendingar eigum þó ekki einkaréttinni á húh-inu sem átti rætur sínar að rekja til skoska félagsins Motherwell en það var þó íslenska útfærslan sem gerði víkingaklappið heimfrægt. Það má búast við því að fleiri en franska landsliðið fái víkingaklappið að láni á næstu vikum og mánuðum. Hvort við sjáum þetta á Ólympíuleikunum í Ríó á eftir að koma í ljós en innan fótboltaheimsins er líklegt að víkingaklappið finni sér samastað annarsstaðar en hjá íslenskum landsliðsmönnum í fótbolta. Eitt lið er til dæmis farið að æfa húh-in sín fyrir komandi átök í heimsmeistarakeppni 20 ára liða kvenna. FIFA birti nefnilega myndir á Twitter-síðu sinni af leikmönnum 20 ára liðs Papúa Nýju-Gíneu æfa víkingaklappið. Tuttugu ára landslið stelpnanna frá Papúa Nýju-Gíneu verður á heimavelli í þessari heimsmeistarakeppni sem fer þó ekki fram fyrr en 13. nóvember til 3. desember næstkomandi. Stelpurnar frá Papúa Nýju-Gíneu eiga það sameiginlegt með strákunum okkar að vera á leiðinni á sitt fyrsta mót það er sitt fyrsta heimsmeistaramót í þessum aldursflokki. Það þarf því ekkert að koma á óvart að þær hafi valið það að fara "íslensku leiðina" sem gekk svona frábærlega á EM í Frakklandi. Hluti af því að fara þá leið er síðan að vera með víkingaklappið gangi allt vel inn á vellinum. Það er hinsvegar fróðlegt að sjá íslenska víkingaklappið verið komið alla leið til Nýju-Gíneu sem er eyja í Kyrrahafinu, rétt norður af Ástralíu.The globality of football. ??Papua New Guinea #U20WWC side practising the #ISL 'Viking' thunder clap. ???????? pic.twitter.com/hbWHImkLmA— FIFA Women'sWorldCup (@FIFAWWC) July 9, 2016
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Shilton var hræddur við víkingaklappið Peter Shilton, fyrrum landsliðsmarkvörður Englands, var eins og flestir Englendingar svekktur með frammistöðu enska landsliðsins í leiknum gegn Englandi. 30. júní 2016 23:30 Alfreð segir að það sé ekki fallegt að stela Íslenski landsliðsmaðurinn Alfreð Finnbogason hefur tjáð sig um fagnaðarlæti franska landsliðsins eftir að liðið tryggði sér sæti í úrslitaleik Evrópumótsins í fótbolta í gær. 8. júlí 2016 10:26 „Bestu stuðningsmönnum í heimi“ þakkað sérstaklega á Arnarhóli "Þessi stuðningur og sú samkennd sem honum fylgdi snart alla,“ sagði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ. 4. júlí 2016 20:27 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Leik lokið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Sjá meira
Shilton var hræddur við víkingaklappið Peter Shilton, fyrrum landsliðsmarkvörður Englands, var eins og flestir Englendingar svekktur með frammistöðu enska landsliðsins í leiknum gegn Englandi. 30. júní 2016 23:30
Alfreð segir að það sé ekki fallegt að stela Íslenski landsliðsmaðurinn Alfreð Finnbogason hefur tjáð sig um fagnaðarlæti franska landsliðsins eftir að liðið tryggði sér sæti í úrslitaleik Evrópumótsins í fótbolta í gær. 8. júlí 2016 10:26
„Bestu stuðningsmönnum í heimi“ þakkað sérstaklega á Arnarhóli "Þessi stuðningur og sú samkennd sem honum fylgdi snart alla,“ sagði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ. 4. júlí 2016 20:27