Tvöföldun Reykjanesbrautar tekur fimm til sex ár Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 10. júlí 2016 21:45 Við segjum hingað og ekki lengra. Þetta segir talsmaður átaks um tvöföldun Reykjanesbrautar en tæplega 15 þúsund manns hafa skráð sig til þátttöku í átakinu á Facebook á tæpum tveimur sólarhringum. Þingmaður Sjálfstæðisflokks segir að ráðast þurfi í framkvæmdina án tafar. Vegamálastjóri segir að hægt sé að tvöfalda Reykjanesbraut frá Hafnarfirði að flugstöð Leifs Eiríkssonar á fimm til sex árum. Banaslys varð á Reykjanesbraut á fimmtudag þegar vörubíll tók vinstri beygju inn á Reykjanesbraut frá Hafnavegi. Daginn eftir var stofnaður hópur á Facebook undir yfirskriftinni „Stopp hingað og ekki lengra“ en á um tveimur sólahringum hafa tæplega 15 þúsund manns skráð sig í hópinn.Við viljum þetta ekki „Ég get ímyndað mér að kröfurnar verði í fyrsta lagi að og til að byrja með að fara í bráðabirgðaaðgerðir. Aðgerðir sem kosta ekki mikla peninga en auka umferðaröryggi. En svo ætti væntanlega stærsta krafan og lokamarkmiðið að vera tvöföldun Reykjanesbrautar frá Hafnarfirði að flugstöð Leifs Eiríkssonar,” segir Ísak Ernir Kristinsson, talsmaður hópsins. Ísak vísar til þess að eftir að Reykjanesbrautin var tvöfölduð frá Fitjum og að Hvassahrauni hefur ekkert banaslys orðið á þeim vegakafla. Á þeim köflum sem eru einbreiðir hafa hins vegar orðið tvö banaslys á síðastliðnu ári. Það sé ólíðandi að bjóða ekki upp á sama umferðaröryggi alls staðar á Reykjanesbrautinni. Krafa samfélagsins á suðurnesjum sé skýr – hraða þurfi framkvæmdum til að koma í veg fyrir fleiri alvarleg umferðarslys. „Hver einasta fjölskylda á suðurnesjum hefur upplifað það á eigin beini, eigin skinni, að einhver þeim tengdur hefur orðið fyrir barðinu á mjög alvarlegu umferðarslysi. Og við segjum – við viljum þetta ekki. Við segjum hingað og ekki lengra. Stopp, ekki meira,” segir Ísak.Þingmaður vill tvöföldun Reykjanesbrautar án tafar Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks í suðurkjördæmi, segir að þjóðin þurfi að sameinast um að forgangsraða fjármunum í að byggja öruggari samgöngur. Ráðast þurfi í tvöföldun Reykjanesbrautar án tafar. „Þetta er einn fjölfarnasti vegur landsins, plús það, hvað er að gerast þarna í kring. Fjölbreytt uppbygging. Bæði koma allir ferðamenn sem koma til og frá landinu þarna um,“ segir Vilhjálmur. Þá sé ferðaþjónusta á svæðinu að aukast, mikil uppbygging fyrirhuguð í stóriðju og miklir fiskflutningar. Allt kalli þetta á aukna umferð um Reykjanesbraut. Hann voni að þessi umræða um samgöngumál sé komin til að vera. „Og samgöngumálin sem að öll gögn sýna, öll gögn sýna það að er stærsta velferðarmál þjóðarinnar, að nú verði þau sett í forgrunn og fá sömu athygli eins og til að mynda heilbrigðismálin, sem ég tel bara lífsnauðsynlegt fyrir þjóðina,” segir Vilhjálmur.Tekur fimm til sex á Á Reykjanesbraut er í dag tvöfaldur vegur frá Straumsvík og að Njarðvík. Sitt hvoru megin við þennan tvöfalda veg er hins vegar einbreiður vegur. Annars vegar hafnarfjarðarmegin en fyrsti hluti tvöföldunar þessa kafla er á samgönguáætlun en hraði framkvæmda fer eftir hversu mikið fjármagn er veitt í þær. Hreinn Haraldsson, vegamálastjóri, segir að sá kafli sem er nær Hafnarfirði hafi hingað verið í forgangi. Umferð hafi hingað til verið meiri þar og sé að hluta innan þéttbýlisumferðar í Hafnarfirði. „Hins vegar hefur þessi gífurlega aukning ferðamanna mikil áhrif á hinn endann nær flugstöðinni. Umferðin margfaldast á tiltölulega stuttum tíma. Þannig að það þarf að endurskoða hreinlega hvenær þarf að ráðast í framkvæmdir þar,“ segir Hreinn.En hvenær er von á að öll Reykjanesbrautin verði orðin tvöföld? „Það tekur nú, ef það er ekki skortur á fjármagni, þá er þetta verk upp á fimm til sex ár í framkvæmdum að klára þetta allt. En það er alfarið háð því hvaða fjármagn verður veitt til þessara framkvæmda,“ segir Hreinn. Ferðamennska á Íslandi X16 Suður Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Sjá meira
Við segjum hingað og ekki lengra. Þetta segir talsmaður átaks um tvöföldun Reykjanesbrautar en tæplega 15 þúsund manns hafa skráð sig til þátttöku í átakinu á Facebook á tæpum tveimur sólarhringum. Þingmaður Sjálfstæðisflokks segir að ráðast þurfi í framkvæmdina án tafar. Vegamálastjóri segir að hægt sé að tvöfalda Reykjanesbraut frá Hafnarfirði að flugstöð Leifs Eiríkssonar á fimm til sex árum. Banaslys varð á Reykjanesbraut á fimmtudag þegar vörubíll tók vinstri beygju inn á Reykjanesbraut frá Hafnavegi. Daginn eftir var stofnaður hópur á Facebook undir yfirskriftinni „Stopp hingað og ekki lengra“ en á um tveimur sólahringum hafa tæplega 15 þúsund manns skráð sig í hópinn.Við viljum þetta ekki „Ég get ímyndað mér að kröfurnar verði í fyrsta lagi að og til að byrja með að fara í bráðabirgðaaðgerðir. Aðgerðir sem kosta ekki mikla peninga en auka umferðaröryggi. En svo ætti væntanlega stærsta krafan og lokamarkmiðið að vera tvöföldun Reykjanesbrautar frá Hafnarfirði að flugstöð Leifs Eiríkssonar,” segir Ísak Ernir Kristinsson, talsmaður hópsins. Ísak vísar til þess að eftir að Reykjanesbrautin var tvöfölduð frá Fitjum og að Hvassahrauni hefur ekkert banaslys orðið á þeim vegakafla. Á þeim köflum sem eru einbreiðir hafa hins vegar orðið tvö banaslys á síðastliðnu ári. Það sé ólíðandi að bjóða ekki upp á sama umferðaröryggi alls staðar á Reykjanesbrautinni. Krafa samfélagsins á suðurnesjum sé skýr – hraða þurfi framkvæmdum til að koma í veg fyrir fleiri alvarleg umferðarslys. „Hver einasta fjölskylda á suðurnesjum hefur upplifað það á eigin beini, eigin skinni, að einhver þeim tengdur hefur orðið fyrir barðinu á mjög alvarlegu umferðarslysi. Og við segjum – við viljum þetta ekki. Við segjum hingað og ekki lengra. Stopp, ekki meira,” segir Ísak.Þingmaður vill tvöföldun Reykjanesbrautar án tafar Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks í suðurkjördæmi, segir að þjóðin þurfi að sameinast um að forgangsraða fjármunum í að byggja öruggari samgöngur. Ráðast þurfi í tvöföldun Reykjanesbrautar án tafar. „Þetta er einn fjölfarnasti vegur landsins, plús það, hvað er að gerast þarna í kring. Fjölbreytt uppbygging. Bæði koma allir ferðamenn sem koma til og frá landinu þarna um,“ segir Vilhjálmur. Þá sé ferðaþjónusta á svæðinu að aukast, mikil uppbygging fyrirhuguð í stóriðju og miklir fiskflutningar. Allt kalli þetta á aukna umferð um Reykjanesbraut. Hann voni að þessi umræða um samgöngumál sé komin til að vera. „Og samgöngumálin sem að öll gögn sýna, öll gögn sýna það að er stærsta velferðarmál þjóðarinnar, að nú verði þau sett í forgrunn og fá sömu athygli eins og til að mynda heilbrigðismálin, sem ég tel bara lífsnauðsynlegt fyrir þjóðina,” segir Vilhjálmur.Tekur fimm til sex á Á Reykjanesbraut er í dag tvöfaldur vegur frá Straumsvík og að Njarðvík. Sitt hvoru megin við þennan tvöfalda veg er hins vegar einbreiður vegur. Annars vegar hafnarfjarðarmegin en fyrsti hluti tvöföldunar þessa kafla er á samgönguáætlun en hraði framkvæmda fer eftir hversu mikið fjármagn er veitt í þær. Hreinn Haraldsson, vegamálastjóri, segir að sá kafli sem er nær Hafnarfirði hafi hingað verið í forgangi. Umferð hafi hingað til verið meiri þar og sé að hluta innan þéttbýlisumferðar í Hafnarfirði. „Hins vegar hefur þessi gífurlega aukning ferðamanna mikil áhrif á hinn endann nær flugstöðinni. Umferðin margfaldast á tiltölulega stuttum tíma. Þannig að það þarf að endurskoða hreinlega hvenær þarf að ráðast í framkvæmdir þar,“ segir Hreinn.En hvenær er von á að öll Reykjanesbrautin verði orðin tvöföld? „Það tekur nú, ef það er ekki skortur á fjármagni, þá er þetta verk upp á fimm til sex ár í framkvæmdum að klára þetta allt. En það er alfarið háð því hvaða fjármagn verður veitt til þessara framkvæmda,“ segir Hreinn.
Ferðamennska á Íslandi X16 Suður Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Sjá meira