Lilja býður sig ekki fram til formanns Framsóknarflokksins Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 10. júlí 2016 13:06 Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra gerir ráð fyrir því að boðað verði til miðstjórnarfundar Framsóknarflokksins í ágúst. vísir/stefán Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra gerir ráð fyrir því að boðað verði til miðstjórnarfundar Framsóknarflokksins í ágúst. Hún segir ekki koma til greina að bjóða sig fram í formann flokksins gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Lilja kom nokkuð óvænt inn í íslensk stjórnmál þegar hún tók sæti í ríkisstjórn sem utanríkisráðherra 7. apríl síðastlinn. Lilja var gestur Páls Magnússonar Á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar var hún m.a. spurð hvort boðað yrði til miðstjórnarfundar í Framsóknarflokknum fyrir kosningar í haust og um stöðu Sigmundar Davíðs sem formann flokksins. „Það kæmi mér ekki á óvart ef það væri miðstjórnarfundur nú í ágúst eða svo. Það sem er að gerast núna er að Sigmundur er að tala við flokksmenn um land allt. Ég held að þau samtöl gangi bara vel fyrir sig,“ sagði Lilja.Þú reiknar með að þessi flokksþingi verði flýtt?„Ég á frekar von á því, já,“ sagði Lilja. Lilja sagði það þó ekki koma til greina að bjóða sig fram sem formann gegn Sigmundi Davíð. Hún sagðist ekki hafa tekið ákvörðun um hvort hún myndi gefa kost á sér í alþingiskosningunum í haust. Það væri þó spennandi möguleiki. „Ég get sagt það að ég hef haft mjög gaman af þessu á síðustu mánuðum. Ég hef líka verið mjög ánægð á þeim vettvangi sem ég hef verið í Seðlabankanum og störfum mínum hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum,“ sagði Lilja.Hvort eru meiri líkur eða minni á því að þú farir í þingframboð í haust?„Ég hef lofað fjölskyldu minni að við munum frekar fyrst ákveða þetta í sameiningu áður en ég fer að tjá mig um það opinberlega um þetta,“ sagði Lilja. Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra gerir ráð fyrir því að boðað verði til miðstjórnarfundar Framsóknarflokksins í ágúst. Hún segir ekki koma til greina að bjóða sig fram í formann flokksins gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Lilja kom nokkuð óvænt inn í íslensk stjórnmál þegar hún tók sæti í ríkisstjórn sem utanríkisráðherra 7. apríl síðastlinn. Lilja var gestur Páls Magnússonar Á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar var hún m.a. spurð hvort boðað yrði til miðstjórnarfundar í Framsóknarflokknum fyrir kosningar í haust og um stöðu Sigmundar Davíðs sem formann flokksins. „Það kæmi mér ekki á óvart ef það væri miðstjórnarfundur nú í ágúst eða svo. Það sem er að gerast núna er að Sigmundur er að tala við flokksmenn um land allt. Ég held að þau samtöl gangi bara vel fyrir sig,“ sagði Lilja.Þú reiknar með að þessi flokksþingi verði flýtt?„Ég á frekar von á því, já,“ sagði Lilja. Lilja sagði það þó ekki koma til greina að bjóða sig fram sem formann gegn Sigmundi Davíð. Hún sagðist ekki hafa tekið ákvörðun um hvort hún myndi gefa kost á sér í alþingiskosningunum í haust. Það væri þó spennandi möguleiki. „Ég get sagt það að ég hef haft mjög gaman af þessu á síðustu mánuðum. Ég hef líka verið mjög ánægð á þeim vettvangi sem ég hef verið í Seðlabankanum og störfum mínum hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum,“ sagði Lilja.Hvort eru meiri líkur eða minni á því að þú farir í þingframboð í haust?„Ég hef lofað fjölskyldu minni að við munum frekar fyrst ákveða þetta í sameiningu áður en ég fer að tjá mig um það opinberlega um þetta,“ sagði Lilja.
Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira