Guðmundur Árni: Fór beint að vinna í fjölskyldufyrirtækinu þegar ég kom heim Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. júlí 2016 17:36 Guðmundur Árni í leik með Haukum. vísir/valli Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag er hornamaðurinn Guðmundur Árni Ólafsson genginn í raðir Hauka og mun leika með liðinu í Olís-deildinni í vetur. Guðmundur lék í Danmörku á árunum 2011-16, fyrst með Bjerringbro/Silkeborg og svo með Mors-Thy. „Þau tilboð sem mér bárust erlendis frá voru ekki áhugaverð og þá vildi ég frekar koma heim,“ sagði Guðmundur Árni í samtali við Vísi um ástæðu heimkomunnar. „Það voru bara tvö félög sem komu til greina hér á landi; Selfoss og Haukar. Mér tókst svo að semja við Hauka og skrifaði undir í dag,“ sagði Guðmundur Árni sem er uppalinn á Selfossi. Hornamaðurinn knái þekkir vel til hjá Haukum en hann lék með liðinu 2009-11 og vann þrefalt fyrra tímabilið sitt á Ásvöllum. „Þetta eru allt góðir félagar mínir og svo þekki ég Gunna [Magnússon, þjálfara Hauka] líka úr landsliðinu þegar hann var með Aroni Kristjánssyni,“ sagði Guðmundur Árni. En hafa þessi félagaskipti áhrif á stöðu hans í landsliðinu?Guðmundur Árni í landsleik gegn Portúgal í janúar á þessu ári.vísir/anton„Það er ekki mitt að meta það. Ég er allavega ánægður með þessi skipti,“ sagði Guðmundur Árni sem hefur leikið 13 A-landsleiki fyrir Íslands hönd. Haukar eru ríkjandi Íslandsmeistarar og stefnan er að vanda sett hátt á Ásvöllum. „Það hefur alltaf verið krafa í Haukum að berjast um alla titla,“ sagði Guðmundur Árni sem hefur haft nóg fyrir stafni í sumarfríinu sínu. „Þetta var lítið sumarfrí sem ég fékk. Fjölskyldan mín er með ferðaþjónustu á Selfossi og um leið og kom heim fór ég beint að vinna, eins og öll önnur sumur,“ sagði Guðmundur en að hans sögn er nóg að gera í ferðamannabransanum. Hann ætlar að sjálfsögðu að kíkja á völlinn í kvöld og sjá Selfoss spila við Val í undanúrslitum Borgunarbikars karla í fótbolta. „Þetta verður veisla og vonandi fáum við góðan leik,“ sagði Guðmundur Árni að endingu.Leikur Selfoss og Vals hefst klukkan 19:15 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Einnig verður hægt að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi. Olís-deild karla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Sjá meira
Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag er hornamaðurinn Guðmundur Árni Ólafsson genginn í raðir Hauka og mun leika með liðinu í Olís-deildinni í vetur. Guðmundur lék í Danmörku á árunum 2011-16, fyrst með Bjerringbro/Silkeborg og svo með Mors-Thy. „Þau tilboð sem mér bárust erlendis frá voru ekki áhugaverð og þá vildi ég frekar koma heim,“ sagði Guðmundur Árni í samtali við Vísi um ástæðu heimkomunnar. „Það voru bara tvö félög sem komu til greina hér á landi; Selfoss og Haukar. Mér tókst svo að semja við Hauka og skrifaði undir í dag,“ sagði Guðmundur Árni sem er uppalinn á Selfossi. Hornamaðurinn knái þekkir vel til hjá Haukum en hann lék með liðinu 2009-11 og vann þrefalt fyrra tímabilið sitt á Ásvöllum. „Þetta eru allt góðir félagar mínir og svo þekki ég Gunna [Magnússon, þjálfara Hauka] líka úr landsliðinu þegar hann var með Aroni Kristjánssyni,“ sagði Guðmundur Árni. En hafa þessi félagaskipti áhrif á stöðu hans í landsliðinu?Guðmundur Árni í landsleik gegn Portúgal í janúar á þessu ári.vísir/anton„Það er ekki mitt að meta það. Ég er allavega ánægður með þessi skipti,“ sagði Guðmundur Árni sem hefur leikið 13 A-landsleiki fyrir Íslands hönd. Haukar eru ríkjandi Íslandsmeistarar og stefnan er að vanda sett hátt á Ásvöllum. „Það hefur alltaf verið krafa í Haukum að berjast um alla titla,“ sagði Guðmundur Árni sem hefur haft nóg fyrir stafni í sumarfríinu sínu. „Þetta var lítið sumarfrí sem ég fékk. Fjölskyldan mín er með ferðaþjónustu á Selfossi og um leið og kom heim fór ég beint að vinna, eins og öll önnur sumur,“ sagði Guðmundur en að hans sögn er nóg að gera í ferðamannabransanum. Hann ætlar að sjálfsögðu að kíkja á völlinn í kvöld og sjá Selfoss spila við Val í undanúrslitum Borgunarbikars karla í fótbolta. „Þetta verður veisla og vonandi fáum við góðan leik,“ sagði Guðmundur Árni að endingu.Leikur Selfoss og Vals hefst klukkan 19:15 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Einnig verður hægt að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi.
Olís-deild karla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Sjá meira