Dóttir hennar, Blue Ivy Carter, er greinilega með í för en söngkonan knáa hefur verið að birta myndir á heimasíðu sinni.
Eins og komið hefur fram voru þær báðar í bláum blómakjólum frá Gucci. Þær eru báðar miklir aðdáendur ítalska tískuhússins en Blue hefur áður klæðst Gucci pilsum og skyrtum og Beyonce klæðist fötum frá merkinu bæði á tónleikaferðalaginu og í tónlistarmyndbandinu við Formation.


