Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Víkingur - KR 1-0 | Sögulegur sigur Víkinga Stefán Árni Pálsson skrifar 25. júlí 2016 22:00 Tufegdzic og Gary Martin fagna sigurmarkinu. vísir/hanna Víkingur bar sigurorð af KR í lokaleik 12. umferðar Pepsi-deildar karla í kvöld. Lokatölur 1-0, Víkingum í vil.Hanna K. Andrésdóttir, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Víkinni í kvöld og tók meðfylgjandi myndir. Vladimir Tufegdzic skoraði eina mark leiksins eftir hálftíma leik og tryggði Víkingum sögulegan sigur á KR. Þetta var fyrsti sigur Víkings á KR í Víkinni frá upphafi en byrjað var að spila í Traðarlandinu 1988. Víkingar hafa nú fengið sjö stig í síðustu þremur leikjum sínum og eru komnir upp fyrir nafna sína frá Ólafsvík í 6. sæti deildarinnar. Þetta var fyrsta tap KR-inga í deildinni undir stjórn Willums Þórs Þórssonar en þeir eru enn í 10. sætinu með 13 stig.Af hverju vann Víkingur ?Víkingar skoruðu mark, og til að vinna fótboltaleik þarf maður að skora mark. KR var líklega betra liðið í leiknum en Víkingar sýndu að þú getur farið ótrúlega langt á baráttunni einni. KR-ingar héldu boltanum ágætlega og náðu oft að byggja upp ágætar sóknir en liðið verður að fara skora fleiri mörk. Það var greinilegt að leikmenn Víkings voru tilbúnir að deyja fyrir hvern annan í kvöld.Þessir stóðu upp úrRóber Örn Óskarsson var frábær í marki Víkinga í kvöld og varði oft á tíðum virkilega vel. Hann tók réttar ákvarðanir og stóð sig sérstaklega vel í kvöld. Kennie Knak Chopart var nokkuð sprækur í liði KR og það sama má segja um Óskar Örn Hauksson. Inni á miðjunni hjá Víkingum var Igor Taskovic kóngur í ríki sínu og stýrði liðinu eins og herforingi.Hvað gekk illa?KR-ingar þurfa alvarlega að skoða miðjuspilið sitt. Þeir Pálmi Rafn, Finnur Orri og Michael Præst ná einfaldlega ekki saman og það eyðileggur rosalega mikið fyrir sóknarleik þeirra. Óskar Örn Hauksson og Kennie Knak fá litla þjónustu frá miðjunni, hvað þá maðurinn upp á topp. Svo vantar bara ákveðni fyrir framan markið hjá vesturbæingum.Hvað gerist næst?KR-ingar eru bara að fara í fallbaráttuslag við Þrótt, svo einfalt er það. Takist liðinu að vinna þann leik mun það líklega aldrei falla úr deildinni en þeir verða hreinlega að vinna. Víkingar fara í erfitt verkefni og mæta Stjörnumönnum sem hafa verið sjóðandi heitir að undanförnu. Gary Martin spenntur að vinna aftur með Rúnari: "Ég á Víkingi mikið að þakka“Gary Martin er búinn að skora fimm mörk fyrir Víkinga.vísir/eyþór„Þeir voru miklu betra liðið í kvöld, ég ætla ekki að fara neita því,“ segir Gary Martin, leikmaður Víkings, eftir sigurinn í kvöld. Gary lék mögulega sinn síðasta leik fyrir Víkinga í kvöld en hann fer til Lilleström á morgun og mun líklega verða lánaður til félagsins. „Ef andstæðingurinn skorar ekkert mark í leik, þá þarf bara eitt mark til að vinna leikinn. Þrjú stig eru þrjú stig og mér er alveg saman hvernig við gerðum það. Mér hefði verið sama ef ég hefði skorað tvö sjálfsmörk og fengið rautt, og við unnið.“ Gary segir að KR sé með frábært lið og eigi alls ekki að vera svona neðarlega í deildinni. „Fyrir mig er þetta enn topp þrjú lið og þess vegna eru þessi þrjú stig svona mikilvæg fyrir okkur.“Hittir fyrrum þjálfara Framherjinn er á leiðinni út til Noregs á morgun og hittir þar fyrir fyrrum þjálfara sinn, Rúnar Kristinsson. „Ég flýg út á morgun og svo sjáum við bara til hvað gerist. Það er komið tilboð í mig og Víkingur hefur samþykkt það. Ég hlakka til að hitta Rúnar, ég hef aldrei spilað betur en undir hans stjórn. Milos hefur samt sem áður gert mig að betri leikmanni og núna vinn ég meira með liðinu. Áður hugsaði ég bara um að skora mörk.“ Hann segist vera spenntur fyrir því að vinna aftur með Rúnar sem þjálfaði hann hjá KR á sínum tíma. „Ég á bara sjálfur eftir að skrifa undir og ég mun fara út á morgun og skoða þetta vel. Ég ætla bara að fara út og skoða aðstæður, hitta liðið og æfa með þeim. Ég er spenntur fyrir þessu. Ef ég enda með að fara þangað þá verð ég að fá að tala aftur við ykkur fjölmiðlamenn hér á landi. Ég á Víkingi mikið að þakka og félagið hefur reynst mér alveg gríðarlega vel. Ég fékk annan séns hér í Fossvoginum,“ segir Gary Martin en Lilleström hefur boðið honum lánssamning með forkaupsrétt á leikmanninum eftir tímabilið. Milos: Gary er alltaf velkominn afturMilos Milojevic, þjálfari Víkinga.vísir/anton„Ég er bara mjög ánægður og ánægður að fara í þetta tíu daga frí með þrjú stig á móti KR,“ segir Milos Milojevic, þjálfari Víkings, eftir leikinn. „KR-liðið er miklu betra en taflan sýnir en við þurftum bara að skora eitt mark og vissum hvernig þeir myndu spila. Við náðum ekki tökum á miðjunni og ég sagði bara við strákana að það væri allt í lagi ef þeir yrðu bara með boltann, svo lengi sem við fáum ekki á okkur mark.“ Hann segist vera sérstaklega ánægður með strákana í liðinu eftir kvöldið í kvöld. Víkingur barðist vel og hefur gert síðustu umferðir. „Þetta var ekki okkar besti fótboltaleikur í kvöld, alls ekki en ég er gríðarlega ánægður með þessi þrjú stig. Stundum vinnur þú ljóta leiki.“ Milos segist vera ánægður fyrir hönd Gary Martin og að hann sé mögulega á leiðinni til Lilleström. „Ég er þannig maður að ég vil hafa menn sem stefna hátt og ef þetta er rétta tækifærið fyrir hann, þá fer hann, ef ekki þá er hann velkominn aftur til baka til okkar.“ Willum: Ótrúlegt að ná ekki að skora í seinni„Það er alltaf svekkjandi að tapa en sjaldan jafn erfitt og í kvöld,“ segir Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, eftir tapið í kvöld. „Við vorum með undirtökum frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Þeir ná inn marki í fyrri hálfleik og þar vorum við ekki alveg nægilega vel á tánum. Við fengum fullt af færum og markvörðurinn þeirra átti stórleik.“ Hann segir að það hafi verið með ólíkindum að liðið hafi ekki náð að skora mark í seinni hálfleiknum, yfirburðirnir hafi verið það miklir. Eina mark leiksins skoraði Vladimir Tufegdzic og vildu margir meina að Stefán Logi hefði átt að verja það skot. „Ef þú myndir spyrja Stefán sjálfan þá er ég viss um að hann sé svekktur út í sjálfan sig. Þetta var samt ágætis skot en við eigum ekki að leyfa liðum að komast í þessa stöðu.“ Willum segir að Víkingsliðið hafi varist mjög vel undir lokin og verið mjög margir í vörn.Willum Þór er þjálfari KR.vísir/ernir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Tiger syrgir móður sína Golf Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Sjá meira
Víkingur bar sigurorð af KR í lokaleik 12. umferðar Pepsi-deildar karla í kvöld. Lokatölur 1-0, Víkingum í vil.Hanna K. Andrésdóttir, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Víkinni í kvöld og tók meðfylgjandi myndir. Vladimir Tufegdzic skoraði eina mark leiksins eftir hálftíma leik og tryggði Víkingum sögulegan sigur á KR. Þetta var fyrsti sigur Víkings á KR í Víkinni frá upphafi en byrjað var að spila í Traðarlandinu 1988. Víkingar hafa nú fengið sjö stig í síðustu þremur leikjum sínum og eru komnir upp fyrir nafna sína frá Ólafsvík í 6. sæti deildarinnar. Þetta var fyrsta tap KR-inga í deildinni undir stjórn Willums Þórs Þórssonar en þeir eru enn í 10. sætinu með 13 stig.Af hverju vann Víkingur ?Víkingar skoruðu mark, og til að vinna fótboltaleik þarf maður að skora mark. KR var líklega betra liðið í leiknum en Víkingar sýndu að þú getur farið ótrúlega langt á baráttunni einni. KR-ingar héldu boltanum ágætlega og náðu oft að byggja upp ágætar sóknir en liðið verður að fara skora fleiri mörk. Það var greinilegt að leikmenn Víkings voru tilbúnir að deyja fyrir hvern annan í kvöld.Þessir stóðu upp úrRóber Örn Óskarsson var frábær í marki Víkinga í kvöld og varði oft á tíðum virkilega vel. Hann tók réttar ákvarðanir og stóð sig sérstaklega vel í kvöld. Kennie Knak Chopart var nokkuð sprækur í liði KR og það sama má segja um Óskar Örn Hauksson. Inni á miðjunni hjá Víkingum var Igor Taskovic kóngur í ríki sínu og stýrði liðinu eins og herforingi.Hvað gekk illa?KR-ingar þurfa alvarlega að skoða miðjuspilið sitt. Þeir Pálmi Rafn, Finnur Orri og Michael Præst ná einfaldlega ekki saman og það eyðileggur rosalega mikið fyrir sóknarleik þeirra. Óskar Örn Hauksson og Kennie Knak fá litla þjónustu frá miðjunni, hvað þá maðurinn upp á topp. Svo vantar bara ákveðni fyrir framan markið hjá vesturbæingum.Hvað gerist næst?KR-ingar eru bara að fara í fallbaráttuslag við Þrótt, svo einfalt er það. Takist liðinu að vinna þann leik mun það líklega aldrei falla úr deildinni en þeir verða hreinlega að vinna. Víkingar fara í erfitt verkefni og mæta Stjörnumönnum sem hafa verið sjóðandi heitir að undanförnu. Gary Martin spenntur að vinna aftur með Rúnari: "Ég á Víkingi mikið að þakka“Gary Martin er búinn að skora fimm mörk fyrir Víkinga.vísir/eyþór„Þeir voru miklu betra liðið í kvöld, ég ætla ekki að fara neita því,“ segir Gary Martin, leikmaður Víkings, eftir sigurinn í kvöld. Gary lék mögulega sinn síðasta leik fyrir Víkinga í kvöld en hann fer til Lilleström á morgun og mun líklega verða lánaður til félagsins. „Ef andstæðingurinn skorar ekkert mark í leik, þá þarf bara eitt mark til að vinna leikinn. Þrjú stig eru þrjú stig og mér er alveg saman hvernig við gerðum það. Mér hefði verið sama ef ég hefði skorað tvö sjálfsmörk og fengið rautt, og við unnið.“ Gary segir að KR sé með frábært lið og eigi alls ekki að vera svona neðarlega í deildinni. „Fyrir mig er þetta enn topp þrjú lið og þess vegna eru þessi þrjú stig svona mikilvæg fyrir okkur.“Hittir fyrrum þjálfara Framherjinn er á leiðinni út til Noregs á morgun og hittir þar fyrir fyrrum þjálfara sinn, Rúnar Kristinsson. „Ég flýg út á morgun og svo sjáum við bara til hvað gerist. Það er komið tilboð í mig og Víkingur hefur samþykkt það. Ég hlakka til að hitta Rúnar, ég hef aldrei spilað betur en undir hans stjórn. Milos hefur samt sem áður gert mig að betri leikmanni og núna vinn ég meira með liðinu. Áður hugsaði ég bara um að skora mörk.“ Hann segist vera spenntur fyrir því að vinna aftur með Rúnar sem þjálfaði hann hjá KR á sínum tíma. „Ég á bara sjálfur eftir að skrifa undir og ég mun fara út á morgun og skoða þetta vel. Ég ætla bara að fara út og skoða aðstæður, hitta liðið og æfa með þeim. Ég er spenntur fyrir þessu. Ef ég enda með að fara þangað þá verð ég að fá að tala aftur við ykkur fjölmiðlamenn hér á landi. Ég á Víkingi mikið að þakka og félagið hefur reynst mér alveg gríðarlega vel. Ég fékk annan séns hér í Fossvoginum,“ segir Gary Martin en Lilleström hefur boðið honum lánssamning með forkaupsrétt á leikmanninum eftir tímabilið. Milos: Gary er alltaf velkominn afturMilos Milojevic, þjálfari Víkinga.vísir/anton„Ég er bara mjög ánægður og ánægður að fara í þetta tíu daga frí með þrjú stig á móti KR,“ segir Milos Milojevic, þjálfari Víkings, eftir leikinn. „KR-liðið er miklu betra en taflan sýnir en við þurftum bara að skora eitt mark og vissum hvernig þeir myndu spila. Við náðum ekki tökum á miðjunni og ég sagði bara við strákana að það væri allt í lagi ef þeir yrðu bara með boltann, svo lengi sem við fáum ekki á okkur mark.“ Hann segist vera sérstaklega ánægður með strákana í liðinu eftir kvöldið í kvöld. Víkingur barðist vel og hefur gert síðustu umferðir. „Þetta var ekki okkar besti fótboltaleikur í kvöld, alls ekki en ég er gríðarlega ánægður með þessi þrjú stig. Stundum vinnur þú ljóta leiki.“ Milos segist vera ánægður fyrir hönd Gary Martin og að hann sé mögulega á leiðinni til Lilleström. „Ég er þannig maður að ég vil hafa menn sem stefna hátt og ef þetta er rétta tækifærið fyrir hann, þá fer hann, ef ekki þá er hann velkominn aftur til baka til okkar.“ Willum: Ótrúlegt að ná ekki að skora í seinni„Það er alltaf svekkjandi að tapa en sjaldan jafn erfitt og í kvöld,“ segir Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, eftir tapið í kvöld. „Við vorum með undirtökum frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Þeir ná inn marki í fyrri hálfleik og þar vorum við ekki alveg nægilega vel á tánum. Við fengum fullt af færum og markvörðurinn þeirra átti stórleik.“ Hann segir að það hafi verið með ólíkindum að liðið hafi ekki náð að skora mark í seinni hálfleiknum, yfirburðirnir hafi verið það miklir. Eina mark leiksins skoraði Vladimir Tufegdzic og vildu margir meina að Stefán Logi hefði átt að verja það skot. „Ef þú myndir spyrja Stefán sjálfan þá er ég viss um að hann sé svekktur út í sjálfan sig. Þetta var samt ágætis skot en við eigum ekki að leyfa liðum að komast í þessa stöðu.“ Willum segir að Víkingsliðið hafi varist mjög vel undir lokin og verið mjög margir í vörn.Willum Þór er þjálfari KR.vísir/ernir
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Tiger syrgir móður sína Golf Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Sjá meira