Líklegt þykir að Verizon Communications muni tilkynna á morgun að fyrirtækið ætli að kaupa Yahoo. Kaupverðið er talið vera um fimm milljarðar dala, eða um 600 milljarðar króna. Hvorugt fyrirtækið hefur viljað viðurkenna að samkomulag hafi nást en fjölmiðlar ytra fullyrða það.
Samkvæmt Reuters fréttaveitunni mun samkomulagið binda enda á óvissu um framtíð Yahoo sem hefur átt erfitt með að halda í við keppinauta sína. Þá hefur Yahoo átt í vandræðum með að ná hagnaði.
Breska ríkisútvarpið heldur því fram Verizon muni sameina Yahoo við AOL og þannig búa til fyrirtæki sem getur átt í samkeppni við fyrirtæki eins og Google og Facebook.
Búist er við því að kaupin verði tilkynnt áður en markaðir opna í Bandaríkjunum á morgun.
Verizon að kaupa Yahoo
Samúel Karl Ólason skrifar

Mest lesið

Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt
Viðskipti innlent

Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný
Viðskipti innlent

Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu
Atvinnulíf

Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka
Viðskipti innlent


Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur
Viðskipti erlent


Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra
Viðskipti erlent

Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent
Viðskipti erlent

Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura
Viðskipti innlent