Eftir fyrstu grein dagsins á fjórða degi Crossfit-heimsleikanna er Ragheiður Sara Sigmundsóttir enn í öðru sæti með 550 stig, 26 stigum á eftir Samantha Briggs sem er með 576 stig.
Keppt verður í þremur greinum í einstaklingskeppninni í Kaliforníu í dag og er fyrsta greinin búin í kvennaflokki.
Katrín Tanja Davíðsdóttir er eftir greinina, sem kallast Climbing Snail, í þriðja sætinu með 548 stig, aðeins tveimur stigum á eftir Söru. Annie Mist Þórisdóttir en í níunda sætinu með 448 stig.
Tvær greinar eru eftir af deginum í kvennaflokki og hægt verður að fylgjast með þeim hér.
