Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH 2 - Þróttur R. 0 | Þægilegur sigur FH á botnliði Þróttar Ingvar Haraldsson í Kaplakrika skrifar 24. júlí 2016 18:15 FH-ingar fagna marki. Vísir/Stefán FH vann Þrótt 2-0 í Kaplakrika í fremur auðveldum leik fyrir heimaliðið. FH-ingar réðu lögum og lofum frá fyrstu mínútu. Sóknir Þróttar voru fáar og stuttar enda töpuðu þeir boltanum oft allt of auðveldlega. Þórarinn Ingi kom FH yfir snemma í fyrri hálfleik. Steve Lennon bæti svo við öðru marki eftir 15 mínútna leik í síðar hálfleik eftir að Trausti Sigurbjörnsson markvörður Þróttar missti fyrirgjöf sem hann ætlaði að grípa. FH heldur því toppsætinu en Þróttur er enn neðsta lið deildarinnar og þarf að fara að fá stig eigi liðið ekki að falla.Af hverju vann FH? FH var bara miklu betra liðið í leiknum og tókst að koma til baka eftir vonbrigðin í Meistaradeildinni í miðri viku. Héldu boltanum vel sköpuðu sér fjölda færa og sigurinn hefði geta verið enn stærri. Munurinn á efsta og neðsta liði deildarinnar skein í gegn í dag. Hvað gekk vel? FH liðinu gekk vel að halda boltanum og láta hann ganga. Vörn var örugg í öllum sínum aðgerðum og samstarf Bergsveins og Kassim í vörninni heldur áfram að blómstra enda fékk Þróttur ekki færi svo heita getur. Serwy og Þórarinn Ingi voru öflugir á köntunum og sköpuðu usla með hverri fyrirgjöfinni á fætur annarri. Atli Viðar og Lennon voru líka sífellt hættulegir inn í teignum. Hvað gekk illa?Þrótti tókst sjaldan að gefa meira en eina til tvær sendingar áður en þeir sendu hann í fæturna á leikmanni FH, oft á mjög hættulegum stöðum. Þrótti gekk því afar illa að komast yfir miðju, hvað þá að skapa sér færi. Trausti Sigurbjörnsson markvörður Þróttar gerði hrikaleg mistök í öðru marki FH þó hann hafi oft varið vel í leiknum og komið í veg fyrir að sigurinn yrði enn stærri. Það er enn áhyggjuefni hjá FH mörk liðið skorar fá mörk. Liðið hefði hæglega geta skorað tvö til þrjú mörk í viðbót í dag. FH hefur aðeins einu sinni í deildinni í sumar skorað meira en tvö mörk en það var í fyrstu umferðinni á móti Þrótti. Það er bjargast þó á meðan liðið heldur hreinu.Hvað gerist næst?FH fer til Vestmannaeyja á fimmtudaginn og hitar upp fyrir húkkaraballið með því að spila í undanúrslitum bikarsins gegn ÍBV. Þróttur situr enn límdur við botninn og á mjög erfiðan leik á KR-vellinum á miðvikudaginn eftir verslunarmannahelgi. Eftir það koma leikir á móti Stjörnunni, Breiðablik og Val. Níðþungt prógramm fram undan þar sem stig þurfa að vinnast eigi liðið að eiga einhverja von um að bjarga sér.Heimir: Von á gámi fyrir 31. júlíHeimir Guðjónsson, þjálfari FH, á von á því að hans liði bæti við sig leikmönnum áður en félagaskiptaglugginn lokar um næstu mánaðamót. „Það kemur örugglega gámur fyrir 31. júlí.“ Lið hans fór með 2-0 sigur af hólmi gegn Þrótti í Kaplakrika í kvöld. Hann vill lítið segja um hvaða stöður á vellinum hann vilji styrkja. „Það er fullt af stöðum en ekkert sem ég get gefið upp hér og nú.” Heimir telur sitt lið þó ekki dapurt þó til þurfi heilan gám af nýjum leikmönnum. „Maður aldrei hvað það eru margir leikmenn í gámnum,“ segir þjálfarinn léttur. Þá var þjálfarinn ánægður með spilamennsku sinna manna gegn Þrótti. „Við héldum boltanum vel innan liðsins og sköpuðum okkur góð marktækifæri og skoruðum tvö mörk. Þau hefðu mátt vera fleiri og sanngjarn sigur.“ Það er ekki áhyggjuefni að mati Heimis hve fá mörk liðið sé að skora. „Það kemur, tvö núll er fínn sigur og við höldum markinu hreinu. Það kemur þegar líður á mótið. Hann segir liðið hafa tekist vel á við vonbrigðin eftir að hafa dottið úr leik gegn Dundalk í Meistaradeildinni í vikunni. „Við töluðum um það eftir leikinn að það væri búið og við yrðum bara að halda áfram.“Greg Ryder: Verð að vera bjartsýnn á að bjarga liðinuGreg Ryder þjálfari Þróttar segir liðinu hafa gengið þokkalega að halda skipulagi varnarlega, hins vegar hafi liðinu gengið illa að halda boltanum. Of margir leikmenn hafi átt dapran dag sóknarlega til þess að liðið fengi eitthvað út úr leiknum. Þá segist hann verða að vera bjartsýnn á að liðinu takist að halda sér í Pepsi-deildinni. „Við höfum verið gagnrýndir fyrir að fá á okkur svo mörg mörk. Í síðustu leikjum höfum við verið betri varnarlega en það er nauðsynlegt að skora mörk.“ Þróttur hefur bætti við sig nokkrum nýjum leikmönnum í félagaskiptaglugganum. Greg segir þá koma vel inn í hópinn. „Þeir hafa gefið okkur eitthvað aukalega svo ég er ánægður með þá.“Hallur Hallsson: Verðum að geta spilað boltanum á milli okkarHallur Hallsson, fyrirliði Þróttar tók undir með þjálfara sínum að ekki hafi gengið nógu vel að halda í boltann. „Ef við ætlum að gera einhverja hluti í þessari deild verðum við að geta spilað boltanum á milli okkar.“ Hallur segir að sínum mönnum hafi gengið ágætlega varnarlega gegn FH. Þetta voru mikið fyrirgjafir sem við vorum að ráða ágætlega við.“ Hins vegar verði sóknarleikurinn og markaskorunin að batna eigi liðið að eiga möguleika á að bjarga sér frá falli. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Fleiri fréttir Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Sjá meira
FH vann Þrótt 2-0 í Kaplakrika í fremur auðveldum leik fyrir heimaliðið. FH-ingar réðu lögum og lofum frá fyrstu mínútu. Sóknir Þróttar voru fáar og stuttar enda töpuðu þeir boltanum oft allt of auðveldlega. Þórarinn Ingi kom FH yfir snemma í fyrri hálfleik. Steve Lennon bæti svo við öðru marki eftir 15 mínútna leik í síðar hálfleik eftir að Trausti Sigurbjörnsson markvörður Þróttar missti fyrirgjöf sem hann ætlaði að grípa. FH heldur því toppsætinu en Þróttur er enn neðsta lið deildarinnar og þarf að fara að fá stig eigi liðið ekki að falla.Af hverju vann FH? FH var bara miklu betra liðið í leiknum og tókst að koma til baka eftir vonbrigðin í Meistaradeildinni í miðri viku. Héldu boltanum vel sköpuðu sér fjölda færa og sigurinn hefði geta verið enn stærri. Munurinn á efsta og neðsta liði deildarinnar skein í gegn í dag. Hvað gekk vel? FH liðinu gekk vel að halda boltanum og láta hann ganga. Vörn var örugg í öllum sínum aðgerðum og samstarf Bergsveins og Kassim í vörninni heldur áfram að blómstra enda fékk Þróttur ekki færi svo heita getur. Serwy og Þórarinn Ingi voru öflugir á köntunum og sköpuðu usla með hverri fyrirgjöfinni á fætur annarri. Atli Viðar og Lennon voru líka sífellt hættulegir inn í teignum. Hvað gekk illa?Þrótti tókst sjaldan að gefa meira en eina til tvær sendingar áður en þeir sendu hann í fæturna á leikmanni FH, oft á mjög hættulegum stöðum. Þrótti gekk því afar illa að komast yfir miðju, hvað þá að skapa sér færi. Trausti Sigurbjörnsson markvörður Þróttar gerði hrikaleg mistök í öðru marki FH þó hann hafi oft varið vel í leiknum og komið í veg fyrir að sigurinn yrði enn stærri. Það er enn áhyggjuefni hjá FH mörk liðið skorar fá mörk. Liðið hefði hæglega geta skorað tvö til þrjú mörk í viðbót í dag. FH hefur aðeins einu sinni í deildinni í sumar skorað meira en tvö mörk en það var í fyrstu umferðinni á móti Þrótti. Það er bjargast þó á meðan liðið heldur hreinu.Hvað gerist næst?FH fer til Vestmannaeyja á fimmtudaginn og hitar upp fyrir húkkaraballið með því að spila í undanúrslitum bikarsins gegn ÍBV. Þróttur situr enn límdur við botninn og á mjög erfiðan leik á KR-vellinum á miðvikudaginn eftir verslunarmannahelgi. Eftir það koma leikir á móti Stjörnunni, Breiðablik og Val. Níðþungt prógramm fram undan þar sem stig þurfa að vinnast eigi liðið að eiga einhverja von um að bjarga sér.Heimir: Von á gámi fyrir 31. júlíHeimir Guðjónsson, þjálfari FH, á von á því að hans liði bæti við sig leikmönnum áður en félagaskiptaglugginn lokar um næstu mánaðamót. „Það kemur örugglega gámur fyrir 31. júlí.“ Lið hans fór með 2-0 sigur af hólmi gegn Þrótti í Kaplakrika í kvöld. Hann vill lítið segja um hvaða stöður á vellinum hann vilji styrkja. „Það er fullt af stöðum en ekkert sem ég get gefið upp hér og nú.” Heimir telur sitt lið þó ekki dapurt þó til þurfi heilan gám af nýjum leikmönnum. „Maður aldrei hvað það eru margir leikmenn í gámnum,“ segir þjálfarinn léttur. Þá var þjálfarinn ánægður með spilamennsku sinna manna gegn Þrótti. „Við héldum boltanum vel innan liðsins og sköpuðum okkur góð marktækifæri og skoruðum tvö mörk. Þau hefðu mátt vera fleiri og sanngjarn sigur.“ Það er ekki áhyggjuefni að mati Heimis hve fá mörk liðið sé að skora. „Það kemur, tvö núll er fínn sigur og við höldum markinu hreinu. Það kemur þegar líður á mótið. Hann segir liðið hafa tekist vel á við vonbrigðin eftir að hafa dottið úr leik gegn Dundalk í Meistaradeildinni í vikunni. „Við töluðum um það eftir leikinn að það væri búið og við yrðum bara að halda áfram.“Greg Ryder: Verð að vera bjartsýnn á að bjarga liðinuGreg Ryder þjálfari Þróttar segir liðinu hafa gengið þokkalega að halda skipulagi varnarlega, hins vegar hafi liðinu gengið illa að halda boltanum. Of margir leikmenn hafi átt dapran dag sóknarlega til þess að liðið fengi eitthvað út úr leiknum. Þá segist hann verða að vera bjartsýnn á að liðinu takist að halda sér í Pepsi-deildinni. „Við höfum verið gagnrýndir fyrir að fá á okkur svo mörg mörk. Í síðustu leikjum höfum við verið betri varnarlega en það er nauðsynlegt að skora mörk.“ Þróttur hefur bætti við sig nokkrum nýjum leikmönnum í félagaskiptaglugganum. Greg segir þá koma vel inn í hópinn. „Þeir hafa gefið okkur eitthvað aukalega svo ég er ánægður með þá.“Hallur Hallsson: Verðum að geta spilað boltanum á milli okkarHallur Hallsson, fyrirliði Þróttar tók undir með þjálfara sínum að ekki hafi gengið nógu vel að halda í boltann. „Ef við ætlum að gera einhverja hluti í þessari deild verðum við að geta spilað boltanum á milli okkar.“ Hallur segir að sínum mönnum hafi gengið ágætlega varnarlega gegn FH. Þetta voru mikið fyrirgjafir sem við vorum að ráða ágætlega við.“ Hins vegar verði sóknarleikurinn og markaskorunin að batna eigi liðið að eiga möguleika á að bjarga sér frá falli.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Fleiri fréttir Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Sjá meira