Atvinnukylfingarnir Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, verða Íslandsmeistarar í höggleik 2016 ef spá sérfræðinga Golfsambands Íslands gengur upp.
Íslandsmótið hefst á morgun en að þessu sinni fer það fram á Jaðarsvelli á Akranesi. Allir bestu kylfingar þjóðarinnar verða með eins og þau Birgir Leifur og Ólafía sem fögnuðu síðast sigri á Leirdalsvelli fyrir tveimur árum.
Birgir Leifur fékk 98 stig í kosningu sérfræðinganna og vann yfirburðarsigur í henni. Gísla Sveinbergssyni úr GK er spáð öðru sæti og Axel Bóassyni þriðja sætinu.
Ólafía Þórunn fékk 107 stig hjá konunum en rætist spáin verður Guðrún Brá Björgvinsdóttir í öðru sæti og Valdís Þóra Jónsdóttir í þriðja sæti.
Spáin fyrir Íslandsmótið 2016:
Karlaflokkur:
1. Birgir Leifur Hafþórsson, GKG (98)
2. Gísli Sveinbergsson, GK (69)
3. Axel Bóasson, GK (50)
4. Andri Þór Björnsson, GR (41)
5. Þórður Rafn Gissurarson, GR (35)
Kvennaflokkur:
1. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR (107)
2. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK (87)
3. Valdís Þóra Jónsdóttir, GL (67)
4. Signý Arnórsdóttir, GK, (47)
5. Sunna Víðisdóttir, GR (18)
