Bandaríski kylfingurinn Jimmy Walker er með eins höggs forystu á Jason Day fyrir lokahringinn á PGA meistaramótinu í golfi.
Walker lék þriðja hringinn á tveimur höggum undir pari og er samtals á 11 höggum undir pari.
Day, efsti maður heimslistans og sigurvegarinn á PGA meistaramótinu í fyrra, lék þriðja hringinn á þremur undir pari og er samtals á 10 höggum undir pari.
Brooks Koepka frá Bandaríkjunum og Henrik Stenson frá Svíþjóð eru svo jafnir í 3.-4. sæti á níu höggum undir pari.
Bein útsending frá lokahringnum hefst klukkan 18:00 á Golfstöðinni.
Jason Day sækir að Jimmy Walker

Tengdar fréttir

Jimmy Walker enn með forystu
Kylfingar á PGA meistaramótinu í golfi keppast nú við að klára þriðja hringinn á mótinu.

Veðrið setti strik í reikninginn á þriðja keppnisdegi á PGA meistaramótinu
Hætta þurfti keppni á PGA meistaramótinu í golfi í dag vegna veðurs.

Streb komst upp að hlið Walker
Jimmy Walker og Richard Streb frá Bandaríkjunum eru efstir og jafnir eftir annan keppnisdaginn á PGA-Meistaramótinu í golfi.

Besti golfari heims lítill í sér fyrir titilvörnina á PGA-meistaramótinu
Síðasta risamót ársins í golfinu, PGA-meistaramótið, hefst í dag en að þessu sinni verður það haldið hjá Baltusrol-klúbbnum í Springfield í New Jersey fylki.

Jimmy Walker með forystu á PGA-meistaramótinu
Bandaríkjamaðurinn Jimmy Walker er með forystu eftir fyrsta hringinn á PGA-meistaramótinu í golfi.