Barist um titilinn í þyngdarflokki Gunnars í nótt Pétur Marinó Jónsson skrifar 30. júlí 2016 18:45 Vísir/AFP Það verður barist um veltivigtartitilinn í nótt á UFC 201. Meistarinn Robbie Lawler mun freista þess að verja titilinn sinn í þriðja sinn þegar hann mætir Tyron Woodley í kvöld.Gunnar Nelson berst í veltivigtinni í UFC og er þyngdarflokkurinn einn sá allra sterkasti og skemmtilegasti í UFC. Robbie Lawler hefur verið veltivigtarmeistari UFC síðan í desember 2014 en Lawler er eiginlega draumameistari UFC. Allir bardagar hans eru stórskemmtilegir þó hann sé ekki jafn stórt nafn eins og Ronda Rousey eða Conor McGregor. Gallinn við Lawler er að hann er hræðilegur þegar kemur að því að selja bardaga í fjölmiðlum. Hann segir ekki mikið og segir yfirleitt það sama fyrir bardagann, sama hver sem andstæðingurinn er. Hann einbeitir sér bara að sjálfum sér og er ekkert að spá í hvað andstæðingurinn segir eða gerir. Lawler hefur þó átt sín augnablik eins og þegar hann sagði ískaldur og kaldrifjaður hvernig bardagi gegn Conor McGregor myndi fara. Besta leiðin til að selja Robbie Lawler bardaga er þó alltaf að sýna bardaga með Robbie Lawler. Lawler er gríðarlega fær standandi og virðist vera ómannlega harður, líkamlega og andlega. Hann gefst aldrei upp og ef andstæðingar ætla að freista þess að sigra hann verða þeir að vera tilbúnir í 25 verstu mínútur lífs síns. Það gæti Tyron Woodley verið tilbúinn í. Woodley hefur ekki barist síðan í janúar 2015 og því eru ekki allir sammála um að hann eigi þennan titilbardaga skilið. Við vitum þó ekkert hvað Woodley hefur verið að æfa undanfarna 18 mánuði og gæti hann komið verulega á óvart. Við vitum þó að Woodley er afar höggþungur og sterkur glímumaður og gæti valdið meistaranum miklum vandræðum. Takist Woodley að sigra Lawler væru það enn ein óvæntu úrslitin í titilbardögum á þessu ári. Á þessu ári höfum við fengið sex nýja meistara í UFC en aðeins Robbie Lawler, Dominick Cruz og Demetrious Johnson hafa varið beltið sitt á þessu ári. UFC 201 verður í beinni útsendingu í nótt á Stöð 2 Sport 2 og hefst útsendingin kl 2. MMA Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sjá meira
Það verður barist um veltivigtartitilinn í nótt á UFC 201. Meistarinn Robbie Lawler mun freista þess að verja titilinn sinn í þriðja sinn þegar hann mætir Tyron Woodley í kvöld.Gunnar Nelson berst í veltivigtinni í UFC og er þyngdarflokkurinn einn sá allra sterkasti og skemmtilegasti í UFC. Robbie Lawler hefur verið veltivigtarmeistari UFC síðan í desember 2014 en Lawler er eiginlega draumameistari UFC. Allir bardagar hans eru stórskemmtilegir þó hann sé ekki jafn stórt nafn eins og Ronda Rousey eða Conor McGregor. Gallinn við Lawler er að hann er hræðilegur þegar kemur að því að selja bardaga í fjölmiðlum. Hann segir ekki mikið og segir yfirleitt það sama fyrir bardagann, sama hver sem andstæðingurinn er. Hann einbeitir sér bara að sjálfum sér og er ekkert að spá í hvað andstæðingurinn segir eða gerir. Lawler hefur þó átt sín augnablik eins og þegar hann sagði ískaldur og kaldrifjaður hvernig bardagi gegn Conor McGregor myndi fara. Besta leiðin til að selja Robbie Lawler bardaga er þó alltaf að sýna bardaga með Robbie Lawler. Lawler er gríðarlega fær standandi og virðist vera ómannlega harður, líkamlega og andlega. Hann gefst aldrei upp og ef andstæðingar ætla að freista þess að sigra hann verða þeir að vera tilbúnir í 25 verstu mínútur lífs síns. Það gæti Tyron Woodley verið tilbúinn í. Woodley hefur ekki barist síðan í janúar 2015 og því eru ekki allir sammála um að hann eigi þennan titilbardaga skilið. Við vitum þó ekkert hvað Woodley hefur verið að æfa undanfarna 18 mánuði og gæti hann komið verulega á óvart. Við vitum þó að Woodley er afar höggþungur og sterkur glímumaður og gæti valdið meistaranum miklum vandræðum. Takist Woodley að sigra Lawler væru það enn ein óvæntu úrslitin í titilbardögum á þessu ári. Á þessu ári höfum við fengið sex nýja meistara í UFC en aðeins Robbie Lawler, Dominick Cruz og Demetrious Johnson hafa varið beltið sitt á þessu ári. UFC 201 verður í beinni útsendingu í nótt á Stöð 2 Sport 2 og hefst útsendingin kl 2.
MMA Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sjá meira