Barist um titilinn í þyngdarflokki Gunnars í nótt Pétur Marinó Jónsson skrifar 30. júlí 2016 18:45 Vísir/AFP Það verður barist um veltivigtartitilinn í nótt á UFC 201. Meistarinn Robbie Lawler mun freista þess að verja titilinn sinn í þriðja sinn þegar hann mætir Tyron Woodley í kvöld.Gunnar Nelson berst í veltivigtinni í UFC og er þyngdarflokkurinn einn sá allra sterkasti og skemmtilegasti í UFC. Robbie Lawler hefur verið veltivigtarmeistari UFC síðan í desember 2014 en Lawler er eiginlega draumameistari UFC. Allir bardagar hans eru stórskemmtilegir þó hann sé ekki jafn stórt nafn eins og Ronda Rousey eða Conor McGregor. Gallinn við Lawler er að hann er hræðilegur þegar kemur að því að selja bardaga í fjölmiðlum. Hann segir ekki mikið og segir yfirleitt það sama fyrir bardagann, sama hver sem andstæðingurinn er. Hann einbeitir sér bara að sjálfum sér og er ekkert að spá í hvað andstæðingurinn segir eða gerir. Lawler hefur þó átt sín augnablik eins og þegar hann sagði ískaldur og kaldrifjaður hvernig bardagi gegn Conor McGregor myndi fara. Besta leiðin til að selja Robbie Lawler bardaga er þó alltaf að sýna bardaga með Robbie Lawler. Lawler er gríðarlega fær standandi og virðist vera ómannlega harður, líkamlega og andlega. Hann gefst aldrei upp og ef andstæðingar ætla að freista þess að sigra hann verða þeir að vera tilbúnir í 25 verstu mínútur lífs síns. Það gæti Tyron Woodley verið tilbúinn í. Woodley hefur ekki barist síðan í janúar 2015 og því eru ekki allir sammála um að hann eigi þennan titilbardaga skilið. Við vitum þó ekkert hvað Woodley hefur verið að æfa undanfarna 18 mánuði og gæti hann komið verulega á óvart. Við vitum þó að Woodley er afar höggþungur og sterkur glímumaður og gæti valdið meistaranum miklum vandræðum. Takist Woodley að sigra Lawler væru það enn ein óvæntu úrslitin í titilbardögum á þessu ári. Á þessu ári höfum við fengið sex nýja meistara í UFC en aðeins Robbie Lawler, Dominick Cruz og Demetrious Johnson hafa varið beltið sitt á þessu ári. UFC 201 verður í beinni útsendingu í nótt á Stöð 2 Sport 2 og hefst útsendingin kl 2. MMA Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Sjá meira
Það verður barist um veltivigtartitilinn í nótt á UFC 201. Meistarinn Robbie Lawler mun freista þess að verja titilinn sinn í þriðja sinn þegar hann mætir Tyron Woodley í kvöld.Gunnar Nelson berst í veltivigtinni í UFC og er þyngdarflokkurinn einn sá allra sterkasti og skemmtilegasti í UFC. Robbie Lawler hefur verið veltivigtarmeistari UFC síðan í desember 2014 en Lawler er eiginlega draumameistari UFC. Allir bardagar hans eru stórskemmtilegir þó hann sé ekki jafn stórt nafn eins og Ronda Rousey eða Conor McGregor. Gallinn við Lawler er að hann er hræðilegur þegar kemur að því að selja bardaga í fjölmiðlum. Hann segir ekki mikið og segir yfirleitt það sama fyrir bardagann, sama hver sem andstæðingurinn er. Hann einbeitir sér bara að sjálfum sér og er ekkert að spá í hvað andstæðingurinn segir eða gerir. Lawler hefur þó átt sín augnablik eins og þegar hann sagði ískaldur og kaldrifjaður hvernig bardagi gegn Conor McGregor myndi fara. Besta leiðin til að selja Robbie Lawler bardaga er þó alltaf að sýna bardaga með Robbie Lawler. Lawler er gríðarlega fær standandi og virðist vera ómannlega harður, líkamlega og andlega. Hann gefst aldrei upp og ef andstæðingar ætla að freista þess að sigra hann verða þeir að vera tilbúnir í 25 verstu mínútur lífs síns. Það gæti Tyron Woodley verið tilbúinn í. Woodley hefur ekki barist síðan í janúar 2015 og því eru ekki allir sammála um að hann eigi þennan titilbardaga skilið. Við vitum þó ekkert hvað Woodley hefur verið að æfa undanfarna 18 mánuði og gæti hann komið verulega á óvart. Við vitum þó að Woodley er afar höggþungur og sterkur glímumaður og gæti valdið meistaranum miklum vandræðum. Takist Woodley að sigra Lawler væru það enn ein óvæntu úrslitin í titilbardögum á þessu ári. Á þessu ári höfum við fengið sex nýja meistara í UFC en aðeins Robbie Lawler, Dominick Cruz og Demetrious Johnson hafa varið beltið sitt á þessu ári. UFC 201 verður í beinni útsendingu í nótt á Stöð 2 Sport 2 og hefst útsendingin kl 2.
MMA Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Sjá meira