ÍBV vann dramatískan 2-1 sigur á Fylki í 11. umferð Pepsi-deildar kvenna, en leikið var á Hásteinsvelli.
Sigríður Lára Garðarsdóttir kom ÍBV yfir af vítapunktinum á fjórðu mínútu og þannig stóðu leikar langt fram í síðari hálfleik.
Varamaðurinn Rut Kristjánsdóttir jafnaði metin á 78. mínútu, en fjörinu var ekki lokið því natsha Moraa Anasi tryggði ÍBV sigur í uppbótartíma.
Eyjastúlkur eru á leið í bikarúrslit á föstudaginn, en liðið spilar þá við Stjörnuna. Þetta er sannarlega gott veganesti í þann leik.
ÍBV er með 18 stig í fimmta sætinu, en Fylkir er í sjöunda með 10 stig. Þær eru enn í fallhættu, en þær eru einungis þremur stigum frá KR sem er í fallsæti.
Dramatískur sigur ÍBV þremur dögum fyrir bikarúrslit
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið


„Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“
Íslenski boltinn

„Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“
Íslenski boltinn


„Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“
Íslenski boltinn

„Við þurfum hjálp frá Guði“
Handbolti




Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham
Enski boltinn