ÍBV vann dramatískan 2-1 sigur á Fylki í 11. umferð Pepsi-deildar kvenna, en leikið var á Hásteinsvelli.
Sigríður Lára Garðarsdóttir kom ÍBV yfir af vítapunktinum á fjórðu mínútu og þannig stóðu leikar langt fram í síðari hálfleik.
Varamaðurinn Rut Kristjánsdóttir jafnaði metin á 78. mínútu, en fjörinu var ekki lokið því natsha Moraa Anasi tryggði ÍBV sigur í uppbótartíma.
Eyjastúlkur eru á leið í bikarúrslit á föstudaginn, en liðið spilar þá við Stjörnuna. Þetta er sannarlega gott veganesti í þann leik.
ÍBV er með 18 stig í fimmta sætinu, en Fylkir er í sjöunda með 10 stig. Þær eru enn í fallhættu, en þær eru einungis þremur stigum frá KR sem er í fallsæti.
Dramatískur sigur ÍBV þremur dögum fyrir bikarúrslit
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið







Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent
Enski boltinn


Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“
Íslenski boltinn

Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar
Enski boltinn