Íslensk gæsluflugvél til Miðjarðarhafsins Jón Hákon Halldórsson skrifar 9. ágúst 2016 07:00 30. júlí var 437 flóttamönnum bjargað og voru þeir fluttir til hafnar í Pozzallo á Sikiley. Lögreglan handtók fjóra sem grunaðir eru um mansal. vísir/epa Stjórnendur Landhelgisgæslunnar reikna með því að senda flugvél Gæslunnar, TF Sif, í verkefni á vegum Frontex, landamærastofnunar Evrópusambandsins, við Miðjarðarhaf í lok ágústmánaðar. Svanhildur Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir að Frontex óski eftir mismunandi tækjum frá þeim þjóðum sem stofnunin á samskipti við. Þörfin hverju sinni ráði óskum Frontex. Þjóðirnar taki svo afstöðu til þeirra beiðna. „Núna er það flugvélin sem hefur verið óskað eftir,“ segir hún. Skip Landhelgisgæslunnar hafa ekki verið að störfum á Miðjarðarhafi það sem af er ári en í fyrra voru bæði Ægir og Týr í verkefnum á vegum Frontex. Eins og greint var frá á þeim tíma, tóku áhafnir skipanna þátt í björgun hundraða flóttamanna. Lítið hefur verið greint frá stöðu flóttamanna við Miðjarðarhaf undanfarnar vikur. Ástandið er þó enn grafalvarlegt og vinnur Rauði kross Íslands að margvíslegum verkefnum í þágu þeirra. Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri Hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða kross Íslands, segir að Rauði krossinn styðji verkefni í Líbanon og styðji einnig alþjóðaráð Rauða krossins í Sýrlandi.Verkefni til langs tíma „Hugsunin með starfinu í Sýrlandi er að gera því fólki sem enn er í Sýrlandi, og annaðhvort getur ekki eða vill ekki fara, kleift að vera áfram,“ segir Atli. Rauði krossinn vinnur með Rauða hálfmánanum í Sýrlandi og snýst stafið meðal annars um að halda vatnsveitukerfinu gangandi meira og minna. „Það er líka verið að dreifa matvælum, teppum og hreinlætisvörum til þeirra sem eru á flótta innan Sýrlands og líka þeirra sem eru á sínum heimaslóðum en hafa ekki aðgengi að neinni björgun.“ Í Líbanon styður Rauði krossinn á Íslandi og í Noregi við heilsugæslu á hjólum sem veitir flóttafólki almenna heilsugæslu og þjónustu að öðru leyti. Rauði krossinn í Líbanon veitir þjónustuna en Íslendingar og Norðmenn leggja til fé og tæknilega aðstoð. Stuðningurinn í Sýrlandi er svipaður. Íslenskur læknir og hjúkrunarfræðingur störfuðu í Dohuk í Kúrdistan í Írak fyrir um það bil ári og einnig hefur sendifólk starfað í Bagdad á vegum Rauða kross Íslands. Þá var íslenskur geðhjúkrunarfræðingur, Páll Biering, starfandi í Grikklandi fyrr á árinu og þar hefur einnig María Ólafsdóttir læknir verið starfandi. Atli Viðar segir að Rauði kross Íslands líti á stuðninginn sem verkefni til langs tíma. Hann nefnir sem dæmi að Líbanon sé smáríki, með um fjórar til fimm milljónir íbúa. Þar sé aftur á móti um ein milljón flóttamanna sem hvorki geti né vilji snúa heim aftur í bráð. Stuðningur Rauða krossins sé því verkefni sem muni vara í nokkur ár. Hann segir utanríkisráðuneytið hafa stutt dyggilega við verkefnið.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 9. ágúst 2016. Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Tengdar fréttir Sorgarsaga Aleppo: Ein fegursta borg Miðausturlanda sundursprengd og skugginn af sjálfri sér Sýrlandsher hefur með aðstoð Rússa hert sókn sína að uppreisnarmönnum sem hafa ráðið yfir heilu hverfunum í Aleppo frá árinu 2012. 1. mars 2016 11:09 Hundruð barna hafa drukknað Að meðaltali tvö börn hafa drukknað á hverjum degi síðan í september á síðasta ári í tilraunum flóttamanna til að flýja yfir Miðjarðarhafið. 20. febrúar 2016 07:00 4.500 manns bjargað í Miðjarðarhafi Varðskip ítölsku strandgæslunnar og skip mannúðarsamtaka björguðu fólkinu í um fjörutíu aðgerðum. 23. júní 2016 18:27 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Sjá meira
Stjórnendur Landhelgisgæslunnar reikna með því að senda flugvél Gæslunnar, TF Sif, í verkefni á vegum Frontex, landamærastofnunar Evrópusambandsins, við Miðjarðarhaf í lok ágústmánaðar. Svanhildur Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir að Frontex óski eftir mismunandi tækjum frá þeim þjóðum sem stofnunin á samskipti við. Þörfin hverju sinni ráði óskum Frontex. Þjóðirnar taki svo afstöðu til þeirra beiðna. „Núna er það flugvélin sem hefur verið óskað eftir,“ segir hún. Skip Landhelgisgæslunnar hafa ekki verið að störfum á Miðjarðarhafi það sem af er ári en í fyrra voru bæði Ægir og Týr í verkefnum á vegum Frontex. Eins og greint var frá á þeim tíma, tóku áhafnir skipanna þátt í björgun hundraða flóttamanna. Lítið hefur verið greint frá stöðu flóttamanna við Miðjarðarhaf undanfarnar vikur. Ástandið er þó enn grafalvarlegt og vinnur Rauði kross Íslands að margvíslegum verkefnum í þágu þeirra. Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri Hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða kross Íslands, segir að Rauði krossinn styðji verkefni í Líbanon og styðji einnig alþjóðaráð Rauða krossins í Sýrlandi.Verkefni til langs tíma „Hugsunin með starfinu í Sýrlandi er að gera því fólki sem enn er í Sýrlandi, og annaðhvort getur ekki eða vill ekki fara, kleift að vera áfram,“ segir Atli. Rauði krossinn vinnur með Rauða hálfmánanum í Sýrlandi og snýst stafið meðal annars um að halda vatnsveitukerfinu gangandi meira og minna. „Það er líka verið að dreifa matvælum, teppum og hreinlætisvörum til þeirra sem eru á flótta innan Sýrlands og líka þeirra sem eru á sínum heimaslóðum en hafa ekki aðgengi að neinni björgun.“ Í Líbanon styður Rauði krossinn á Íslandi og í Noregi við heilsugæslu á hjólum sem veitir flóttafólki almenna heilsugæslu og þjónustu að öðru leyti. Rauði krossinn í Líbanon veitir þjónustuna en Íslendingar og Norðmenn leggja til fé og tæknilega aðstoð. Stuðningurinn í Sýrlandi er svipaður. Íslenskur læknir og hjúkrunarfræðingur störfuðu í Dohuk í Kúrdistan í Írak fyrir um það bil ári og einnig hefur sendifólk starfað í Bagdad á vegum Rauða kross Íslands. Þá var íslenskur geðhjúkrunarfræðingur, Páll Biering, starfandi í Grikklandi fyrr á árinu og þar hefur einnig María Ólafsdóttir læknir verið starfandi. Atli Viðar segir að Rauði kross Íslands líti á stuðninginn sem verkefni til langs tíma. Hann nefnir sem dæmi að Líbanon sé smáríki, með um fjórar til fimm milljónir íbúa. Þar sé aftur á móti um ein milljón flóttamanna sem hvorki geti né vilji snúa heim aftur í bráð. Stuðningur Rauða krossins sé því verkefni sem muni vara í nokkur ár. Hann segir utanríkisráðuneytið hafa stutt dyggilega við verkefnið.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 9. ágúst 2016.
Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Tengdar fréttir Sorgarsaga Aleppo: Ein fegursta borg Miðausturlanda sundursprengd og skugginn af sjálfri sér Sýrlandsher hefur með aðstoð Rússa hert sókn sína að uppreisnarmönnum sem hafa ráðið yfir heilu hverfunum í Aleppo frá árinu 2012. 1. mars 2016 11:09 Hundruð barna hafa drukknað Að meðaltali tvö börn hafa drukknað á hverjum degi síðan í september á síðasta ári í tilraunum flóttamanna til að flýja yfir Miðjarðarhafið. 20. febrúar 2016 07:00 4.500 manns bjargað í Miðjarðarhafi Varðskip ítölsku strandgæslunnar og skip mannúðarsamtaka björguðu fólkinu í um fjörutíu aðgerðum. 23. júní 2016 18:27 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Sjá meira
Sorgarsaga Aleppo: Ein fegursta borg Miðausturlanda sundursprengd og skugginn af sjálfri sér Sýrlandsher hefur með aðstoð Rússa hert sókn sína að uppreisnarmönnum sem hafa ráðið yfir heilu hverfunum í Aleppo frá árinu 2012. 1. mars 2016 11:09
Hundruð barna hafa drukknað Að meðaltali tvö börn hafa drukknað á hverjum degi síðan í september á síðasta ári í tilraunum flóttamanna til að flýja yfir Miðjarðarhafið. 20. febrúar 2016 07:00
4.500 manns bjargað í Miðjarðarhafi Varðskip ítölsku strandgæslunnar og skip mannúðarsamtaka björguðu fólkinu í um fjörutíu aðgerðum. 23. júní 2016 18:27