Haukar hafa samið við Bandaríkjamanninn Aaron Brown um að leika með liðinu í Dominos-deild karla, en Brown kemur í stað Brandon Mobley sem lék með Haukunum í vetur.
Brown kemur frá St. Joseph skólanum, en skólinn vann Atlantic 10 deildina og tók þátt í March Madness sem er úrslitakeppni háskólakörfuboltans. Þar duttu þeir út fyrir Oregon í 32-liða úrslitum.
Brown, sem er ætlað að spila margar stöður á vellinum hjá Haukunum í vetur, var þriðji stigahæsti leikmaður hjá sínum skóla í vetur, en sá stigahæsti Deandry Bembry, var valinn af Atlanta Hawks í nýliðavalinu í sumar.
Kári Jónsson er farinn frá Haukunum í skóla í Bandaríkjunum og Kristinn Marinósson er farinn í ÍR. Í tilkynningu á heimasíðu Hauka segir að nýji Bandaríkjamaðurinn sé ætlað að fylla það stóra skarð sem Kári skilur eftir sig.
Einnig er sagt á heimasíðu Hauka að Hafnarfjarðarliðið ætli að bæta við sig einum sterkum íslenskum leikmanni til viðbótar og muni það verða tilkynnt fljótlega.
Haukar fá Bandaríkjamann
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið


TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum
Íslenski boltinn

Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“
Íslenski boltinn

Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni
Körfubolti


Laugardalsvöllur tekur lit
Fótbolti

Mesta rúst í sögu NBA
Körfubolti

Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu
Enski boltinn


Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
