Setningarathöfnin byrjar seint á Íslandi en enn seinna hjá öðrum þjóðum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2016 09:45 Frá æfingu fyrir setningarathöfnina sem fer fram í kvöld. Vísir/Getty Setningarathöfnin hefst klukkan 20.00 í kvöld að staðartíma í Ríó og allur heimurinn fylgist með í beinni útsendingu í sjónvarpinu. Þar á meðal verða margir Íslendingar en klukkan verður 23.00 á Íslandi þegar hátíðin fer í gang. Setningarathöfnin byrjar seint á Íslandi en hún byrjar enn seinna hjá öðrum þjóðum og hjá mörgum er ekki lengur föstudaginn 4. ágúst heldur kominn laugardagurinn 5. ágúst. Klukkan verður þannig orðin eitt eftir miðnætti í Danmörku og mörgum öðrum Evrópuþjóðum, hún verður sjö um morgun í Kína og á Fiji-eyjum verður kominn nýr dagur og aðeins klukkutími í hádegið. Bæði setningar- og lokaathöfn leikanna fer fram Maracana leikvanginum en hann mun síðan aðeins hýsa úrslitaleiki fótboltans. Frjálsar íþróttir, sem fara vanalega fram á sama velli og upphaf og endir leikanna, verða ekki á Maracana heldur á leikvanginum Estádio Olímpico Joao Havelange. Brasilíski leikstjórinn Fernando Meirelles og framleiðandinn Daniela Thomas eiga heiðurinn af setningarhátíðinni en hún mun aðeins kosta einn tíunda af því sem setningarathöfnin í London kostaði fyrir fjórum árum. Meirelles er þekktastur fyrir kvikmynd sína City of God sem fékk mikið lof fyrir og hann hefur þegar látið það frá sér að hann sjálfur hefði skammað sín fyrir allan þann pening sem Bretar eyddu í upphafshátíð leikanna 2012. "Ég er ánægður með að við séum ekki að eyða peningum eins og brjálæðingar. Ég er mjög sáttur með að hafa ekki mikið á milli handanna því það passar vel við það að lifa í Brasilíu í dag," sagði Fernando Meirelles. Setningarhátíðin mun taka yfir fjóra klukkutíma og stærsti tíminn fer í það þegar 206 þjóðir ganga fylltu liði inn á völlinni. Grikkir byrja að venju en svo koma þjóðirnar ein af annarri og er farið eftir stafrófsröð á portugölsku með tveimur undantekningum þó. Lið flóttamanna kemur næstsíðast inn á völlinn og á efrir þeim síðan heimamenn í Brasilíu sem ætla sér að sjálfsögðu stóra hluti á þessum leikum.Setningarathöfnin byrjar klukkan 23.00 og verður í beinni útsendingu á Vísi. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport Fleiri fréttir „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Tap í síðasta leik fyrir EM Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Sjá meira
Setningarathöfnin hefst klukkan 20.00 í kvöld að staðartíma í Ríó og allur heimurinn fylgist með í beinni útsendingu í sjónvarpinu. Þar á meðal verða margir Íslendingar en klukkan verður 23.00 á Íslandi þegar hátíðin fer í gang. Setningarathöfnin byrjar seint á Íslandi en hún byrjar enn seinna hjá öðrum þjóðum og hjá mörgum er ekki lengur föstudaginn 4. ágúst heldur kominn laugardagurinn 5. ágúst. Klukkan verður þannig orðin eitt eftir miðnætti í Danmörku og mörgum öðrum Evrópuþjóðum, hún verður sjö um morgun í Kína og á Fiji-eyjum verður kominn nýr dagur og aðeins klukkutími í hádegið. Bæði setningar- og lokaathöfn leikanna fer fram Maracana leikvanginum en hann mun síðan aðeins hýsa úrslitaleiki fótboltans. Frjálsar íþróttir, sem fara vanalega fram á sama velli og upphaf og endir leikanna, verða ekki á Maracana heldur á leikvanginum Estádio Olímpico Joao Havelange. Brasilíski leikstjórinn Fernando Meirelles og framleiðandinn Daniela Thomas eiga heiðurinn af setningarhátíðinni en hún mun aðeins kosta einn tíunda af því sem setningarathöfnin í London kostaði fyrir fjórum árum. Meirelles er þekktastur fyrir kvikmynd sína City of God sem fékk mikið lof fyrir og hann hefur þegar látið það frá sér að hann sjálfur hefði skammað sín fyrir allan þann pening sem Bretar eyddu í upphafshátíð leikanna 2012. "Ég er ánægður með að við séum ekki að eyða peningum eins og brjálæðingar. Ég er mjög sáttur með að hafa ekki mikið á milli handanna því það passar vel við það að lifa í Brasilíu í dag," sagði Fernando Meirelles. Setningarhátíðin mun taka yfir fjóra klukkutíma og stærsti tíminn fer í það þegar 206 þjóðir ganga fylltu liði inn á völlinni. Grikkir byrja að venju en svo koma þjóðirnar ein af annarri og er farið eftir stafrófsröð á portugölsku með tveimur undantekningum þó. Lið flóttamanna kemur næstsíðast inn á völlinn og á efrir þeim síðan heimamenn í Brasilíu sem ætla sér að sjálfsögðu stóra hluti á þessum leikum.Setningarathöfnin byrjar klukkan 23.00 og verður í beinni útsendingu á Vísi.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport Fleiri fréttir „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Tap í síðasta leik fyrir EM Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Sjá meira