LV lógóið var hannað af George Vuitton, syni Louis, árið 1896 sem liður í markaðssetningu á ferðatöskunum þeirra. Enn þann dag í dag, 120 árum sienna er þetta eitt þekktasta lógó samtímans og ferðatöskurnar ennþá vinsæl lúxus vara.
Tískuhúsið hefur tekið tímabil til skiptis þar sem mikið er notast við lógóið og þegar minna fer fyrir því. Síðan að Nicolas Ghesquière tók við sem yfirhönnuður hefur lógóið verið meira áberandi en á árunum á undan. Hans teymi hannaði meðal annars skó fyrir vor línu sína 2015 með sínu víðfræga lógói sem slógu rækilega í gegn.
Glamour tók saman nokkrar myndir af sögu Vuitton í tilefni dagsins.







