Körfubolti

Jakob Örn gaf ekki kost á sér í landsliðið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Craig Pedersen er þjálfari íslenska landsliðsins.
Craig Pedersen er þjálfari íslenska landsliðsins. Vísir/Andri Marinó
Jakob Örn Sigurðarson gaf ekki kost á sér í landsliðshóp Íslands fyrir undankeppni EM 2017 í körfubolta en fram undan eru sex leikir í keppninni í haust.

Jakob Örn var í æfingahópi landsliðsins í sumar en fram kemur í tilkynningu KKÍ að hann hafi ekki gefið kost á sér í lokahópinn. Sextán manna landsliðshópur fyrir undankeppni EM var tilkynntur í dag.

Pavel Ermolinskij er ekki í hópnum en hann hefur verið að glíma við meiðsla.

Allir sterkustu leikmenn Íslands gáfu kost á sér í verkefnið en Tryggvi Þór Hlinason, 216 cm miðherji Þórs á Akureyri, komst í lokahópinn.

Tryggvi var lykilmaður með U20 liði Íslands sem hafnaði í öðru sæti í B-deild EM í sumar, sem og þeir Kári Jónsson og Jón Axel Guðmundsson. Báðir voru valdir í úrvalslið mótsins en hvorugur komst í lokahóp A-landsliðsins að þessu sinni.

Hópurinn er þannig skipaður:

Axel Kárason, Svendborg Rabbits, Danmörk

Brynjar Þór Björnsson, KR

Darri Hilmarsson, KR

Elvar Már Friðriksson, Barry University / Njarðvík

Haukur Helgi Pálsson, Rouen Metropole Basket, Frakkland

Hlynur Bæringsson, Sundsvall Dragons, Svíþjóð

Hörður Axel Vilhjálmsson, Rythmos BC, Grikkland

Jón Arnór Stefánsson, Valencia, Spánn

Kristófer Acox, Furman University / KR

Logi Gunnarsson, Njarðvík

Martin Hermannsson, Étoile de Charleville-Mézéres, Frakkland

Ólafur Ólafsson, St. Clement, Frakkland

Ragnar Ágúst Nathanaelsson, Þór Þorlákshöfn

Sigurður Gunnar Þorsteinsson, Doxa Pefkon, Grikkland

Tryggvi Þór Hlinason, Þór Akureyri

Ægir Þór Steinarsson, San Pablo Inmobiliaria, Spánn




Fleiri fréttir

Sjá meira


×