Innlent

Metfjöldi bifreiða í einum mánuði um Víkurskarð

Sveinn Arnarson skrifar
Ekki hefur enn verið uppfært tekjulíkan Vaðlaheiðarganga.
Ekki hefur enn verið uppfært tekjulíkan Vaðlaheiðarganga. vísir/auðunn
Metfjöldi bifreiða fór yfir Víkurskarð í júlímánuði þegar ríflega hundrað þúsund ferðir voru farnar um skarðið. Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga, segir þessi tíðindi ánægjuleg og geta styrkt tekjugrundvöll ganganna.

„Það hefur verið stígandi í umferðarmagni um Víkurskarð allt frá því við hófum gangagröftinn. Við höfum ekki uppfært tekjulíkan okkar neitt og við munum ekki skoða þessar tölur gaumgæfilega fyrr en við sláum í gegn,“ segir Valgeir.

Miðað við spár um fjölda ferða yfir Víkurskarðið sem lágu til grundvallar ákvörðun um að fara í þessa framkvæmd er ljóst að aukning umferðar slagar í það sem bjartsýnustu spár gerðu ráð fyrir. Fjöldi erlendra ferðamanna hefur haft mikil áhrif á umferðarmagn á þjóðvegum landsins og óvissan því sú hvort ferðaþjónustan haldi áfram að blómstra. 

Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×