Fótbolti

Dundalk tryggði sér 925 milljónir í kvöld

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Úr leik FH og Dundalk.
Úr leik FH og Dundalk. Vísir
Eins og áður hefur verið greint frá tryggði írska liðið Dundalk sér sæti í lokaumferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu með 3-1 samanlögðum sigri á BATE Borisov.

Ef að Dundalk fellur úr leik í næstu umferð er liðið þó öruggt með sæti í riðlakeppni Evrópudeildar UEFA og hefur liðið þar með tryggt sér að minnsta kosti sjö milljónir evra í tekjur - jafnvirði 925 milljóna króna.

Ótrúlegar tölur fyrir „smálið“ frá Írlandi sem gæti verið það fyrsta frá landinu til að spila í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.

Dundalk sló FH úr leik í síðustu umferð forkeppninnar eftir 2-2 jafntefli í Kaplakrika þar sem að Írarnir fóru áfram á útivallamarkareglunni.

BATE Borisov, sem hefur nokkrum spilað við íslensk lið í Evrópukeppnum, var mun sigurstranglegri aðilinn í kvöld en náði ekki að nýta færin í leiknum. David McMillan, sem skoraði öll þrjú mörk Dundalk gegn FH, skoraði tvö fyrstu marka Íranna í kvöld.

Leikurinn gat ekki farið fram á Oriel Park, heimavelli sínum, þar sem að völlurinn uppfyllti ekki skilyrði UEFA. Leikið var á Tallaght-leikvanginum í Dublin.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×