Þrír íslenskir bardagakappar tóku þátt á bardagakvöldi í Liverpool um síðustu helgi og unnu allir sína andstæðinga.
Egill Øydvin Hjördísarson sigraði Will Jones eftir dómaraákvörðun í erfiðum bardaga.
Bjarki Þór Pálsson var að keppa sinn fyrsta atvinnumannabardaga og kláraði hann á aðeins 23 sekúndum.
Bjarki Ómarsson varð síðan meistari í fjaðurvigt hjá Shinobi War sambandinu er hann vann í fimm lotu bardaga.
Arnar Björnsson hitti þá nafnana í höfuðstöðvum Mjölnis fyrr í dag og þeir voru eðlilega kampakátir. Sjá má spjallið hér að ofan.
Ætlum að verða bestir í heiminum
Tengdar fréttir

Sjáðu geggjaðan bardaga hjá Bjarka og Zabitis
Bjarki Ómarsson nældi sér í belti um verslunarmannahelgina er hann varð fjaðurvigtarmeistari hjá Shinobi War bardagasamtökunum.