Héldust í hendur og sökuð um athyglissýki Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. ágúst 2016 10:30 Hér koma systurnar í mark. Vísir/Getty Þýsku hlaupararnir Anna og Lisa Hahner, sem eru tvíburar, héldust í hendur þegar þær komu í mark í maraþonhlaupi kvenna á Ólympíuleikunum á sunnudag. Atvikið hefur vakið athygli víða. Mörgum þótti Ólympíuandinn vera í fyrirrúmi en forráðamenn þýska frjálsíþróttasambandsins voru ekki hrifnir. Sjálfar sögðu systurnar að þetta hefði ekki verið undirbúið. Þær höfðu ekki hlaupið hlið við hlið allt hlaupið en 300 metrum áður en kom að marklínunni sá Anna að hún var komin upp að hlið systur sinnar. „Þetta var yndisleg stund og töfrum líkast að við gætum klárað maraþonið saman. Við vorum ekki að pæla í hvað við vorum að gera,“ sagði Anna. „Við höfum æft saman fyrir þetta hlaup í fjögur ár. Við vorum ekki ánægðar með tímann eða í hvaða sæti við lentum en við vorum ánægðir með að hafa lagt okkur allar fram,“ sagði hún enn fremur en systurnar lentu í 81. og 82. sæti í hlaupinu.„Sigrar og verðlaunapeningar eiga ekki að vera einu markmið íþróttamanna á Ólympíuleikum,“ sagði Thomas Kurschilgen, íþróttastjóri þýska frjálsíþróttasambandsins, í tölvupósti sem hann sendi vegna málsins. „Hver einasti keppandi á að gera sitt allra besta og stefna að bestu mögulegu niðurstöðunni,“ sagði hann enn fremur og sakaði tvíburana um að fara með maraþonkeppni á Ólympíuleikum eins og skemmtiskokk. „Markmið þeirra var að ná sér í athygli fjölmiðla. Það er það sem við gagnrýnum.“ Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Brjálaðist og grét er lyfta var dæmd ógild | Myndir Íranski lyftingakappinn Behdad Salimikordasiabi gerði allt vitlaust og þurfti að kalla til öryggisgæslu er lyfta hjá honum var dæmd ógild. 17. ágúst 2016 23:00 Nýjasta hlaupastjarna Jamaíka náði því sem engin hefur gert á ÓL í 28 ár Elaine Thompson frá Jamaíka fylgdi á eftir sigri sínum í 100 metra hlaupi kvenna með því að vinna einnig 200 metra hlaupið á Ólympíuleikunum í Ríó í nótt. 18. ágúst 2016 02:07 Elda veislumáltíðir fyrir hina fátæku í Ríó úr ólympíuafgöngum Eigandi besta veitingastaðar í heiminum er mættur til Ríó og eldar veislumáltíðir fyrir hina fátæku úr matarafgöngum. 17. ágúst 2016 11:29 Bolt og De Grasse brostu til hvors annars en Gatlin komst ekki úrslit Jamaíkamaðurinn Usain Bolt komst í nótt einu skrefi nær því að vinna 200 metra hlaup karla á þriðju Ólympíuleikunum í röð þegar hann vann undanúrslitin í 200 metra hlaupinu á Ólympíuleikvanginum í Ríó. 18. ágúst 2016 01:54 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sjá meira
Þýsku hlaupararnir Anna og Lisa Hahner, sem eru tvíburar, héldust í hendur þegar þær komu í mark í maraþonhlaupi kvenna á Ólympíuleikunum á sunnudag. Atvikið hefur vakið athygli víða. Mörgum þótti Ólympíuandinn vera í fyrirrúmi en forráðamenn þýska frjálsíþróttasambandsins voru ekki hrifnir. Sjálfar sögðu systurnar að þetta hefði ekki verið undirbúið. Þær höfðu ekki hlaupið hlið við hlið allt hlaupið en 300 metrum áður en kom að marklínunni sá Anna að hún var komin upp að hlið systur sinnar. „Þetta var yndisleg stund og töfrum líkast að við gætum klárað maraþonið saman. Við vorum ekki að pæla í hvað við vorum að gera,“ sagði Anna. „Við höfum æft saman fyrir þetta hlaup í fjögur ár. Við vorum ekki ánægðar með tímann eða í hvaða sæti við lentum en við vorum ánægðir með að hafa lagt okkur allar fram,“ sagði hún enn fremur en systurnar lentu í 81. og 82. sæti í hlaupinu.„Sigrar og verðlaunapeningar eiga ekki að vera einu markmið íþróttamanna á Ólympíuleikum,“ sagði Thomas Kurschilgen, íþróttastjóri þýska frjálsíþróttasambandsins, í tölvupósti sem hann sendi vegna málsins. „Hver einasti keppandi á að gera sitt allra besta og stefna að bestu mögulegu niðurstöðunni,“ sagði hann enn fremur og sakaði tvíburana um að fara með maraþonkeppni á Ólympíuleikum eins og skemmtiskokk. „Markmið þeirra var að ná sér í athygli fjölmiðla. Það er það sem við gagnrýnum.“
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Brjálaðist og grét er lyfta var dæmd ógild | Myndir Íranski lyftingakappinn Behdad Salimikordasiabi gerði allt vitlaust og þurfti að kalla til öryggisgæslu er lyfta hjá honum var dæmd ógild. 17. ágúst 2016 23:00 Nýjasta hlaupastjarna Jamaíka náði því sem engin hefur gert á ÓL í 28 ár Elaine Thompson frá Jamaíka fylgdi á eftir sigri sínum í 100 metra hlaupi kvenna með því að vinna einnig 200 metra hlaupið á Ólympíuleikunum í Ríó í nótt. 18. ágúst 2016 02:07 Elda veislumáltíðir fyrir hina fátæku í Ríó úr ólympíuafgöngum Eigandi besta veitingastaðar í heiminum er mættur til Ríó og eldar veislumáltíðir fyrir hina fátæku úr matarafgöngum. 17. ágúst 2016 11:29 Bolt og De Grasse brostu til hvors annars en Gatlin komst ekki úrslit Jamaíkamaðurinn Usain Bolt komst í nótt einu skrefi nær því að vinna 200 metra hlaup karla á þriðju Ólympíuleikunum í röð þegar hann vann undanúrslitin í 200 metra hlaupinu á Ólympíuleikvanginum í Ríó. 18. ágúst 2016 01:54 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sjá meira
Brjálaðist og grét er lyfta var dæmd ógild | Myndir Íranski lyftingakappinn Behdad Salimikordasiabi gerði allt vitlaust og þurfti að kalla til öryggisgæslu er lyfta hjá honum var dæmd ógild. 17. ágúst 2016 23:00
Nýjasta hlaupastjarna Jamaíka náði því sem engin hefur gert á ÓL í 28 ár Elaine Thompson frá Jamaíka fylgdi á eftir sigri sínum í 100 metra hlaupi kvenna með því að vinna einnig 200 metra hlaupið á Ólympíuleikunum í Ríó í nótt. 18. ágúst 2016 02:07
Elda veislumáltíðir fyrir hina fátæku í Ríó úr ólympíuafgöngum Eigandi besta veitingastaðar í heiminum er mættur til Ríó og eldar veislumáltíðir fyrir hina fátæku úr matarafgöngum. 17. ágúst 2016 11:29
Bolt og De Grasse brostu til hvors annars en Gatlin komst ekki úrslit Jamaíkamaðurinn Usain Bolt komst í nótt einu skrefi nær því að vinna 200 metra hlaup karla á þriðju Ólympíuleikunum í röð þegar hann vann undanúrslitin í 200 metra hlaupinu á Ólympíuleikvanginum í Ríó. 18. ágúst 2016 01:54