Flutningur Fiskistofu dýrkeyptur og erfiður Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 17. ágúst 2016 19:15 Sú ákvörðun fyrrverandi sjávarútvegsráðherra og núverandi forsætisráðherra árið 2014 að flytja höfuðstöðvar Fiskistofu til Akureyrar var harðlega gagnrýnd á sínum tíma. Stofnunin tók formlega til starfa á Akureyri hinn 1. janúar síðastliðinn og starfa þar í dag 12 starfsmenn. „Svona þegar allt er um garð gengið, hvenær sem það verður, þá verðum við eitthvað í kringum 30 starfsmenn, þegar allt er komið,“ segir Eyþór Björnsson, fiskistofustjóri. Enn starfa hátt í 30 starfsmenn á starfsstöð Fiskistofu í Hafnarfirði. Þegar starfsmaður á þeirri starfsstöð hættir verður nýr starfsmaður ráðinn á Akureyri og mun því fjölga jafnt og þétt næstu ár. „Akureyri hefur alla innviða sem að stofnun eins og Fiskistofa þarf, þannig að það er bara bjart fram undan í þessu,“ segir Eyþór.Mun taka tvö til þrjú ár Eyþór var eini starfsmaðurinn sem fylgdi stofnuninni til Akureyrar en hann segir það rót sem fylgdi þessari ákvörðun árið 2014 hafa reynst Fiskistofu dýrkeypt og erfitt. „Og sá tími hefur komið svolítið niður á starfseminni, dregið úr getu okkar til að leysa úr öllum verkefnum. En við erum komin núna á fullt í uppbyggingu og sjáum bara bjart fram undan. Þetta mun taka, að ég tel, tvö til þrjú ár enn að ná okkur alveg á flug aftur,“ segir Eyþór. Hvað má læra af þessum flutningi, hvernig þetta var framkvæmt og svo framvegis? „Ég myndi segja, fyrst og síðast, þarf að huga að réttindum starfsfólks svo að það viti hvar það stendur ef að farið er af stað með svona aðgerðir. Það er gríðarlega mikilvægt. Og svo auðvitað að meta þetta út frá kostnaði og verkefnum hver þörfin er og hvaða hugsanlegar afleiðingar svona aðgerðir hafa,“ segir Eyþór. Mest lesið Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Samþykktu samhljóða að sparka ferðaþjónustufyrirtæki úr Bakkafirði Innlent Kröfu foreldranna vísað frá Innlent Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Innlent Flosi fer í formanninn: „Ég lít ekki á mig sem fulltrúa neinna fylkinga“ Innlent Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Innlent „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Innlent Kennarar óttist vanefndir Innlent Sjáðu herbergið sem Samfó vill en Sjallar neita að yfirgefa Innlent Fleiri fréttir Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Taka ákvörðun í mars um hvort flokksþingi verði flýtt Samþykktu samhljóða að sparka ferðaþjónustufyrirtæki úr Bakkafirði Flosi fer í formanninn: „Ég lít ekki á mig sem fulltrúa neinna fylkinga“ Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Handtökur vegna innbrots og skemmdarverka Sjáðu herbergið sem Samfó vill en Sjallar neita að yfirgefa Héraðsdómur vísar Kiðjabergsmáli frá dómi Segir nýja forgangsröðun jarðganga uppi á borðinu Tilraun til stunguárásar í Hafnarfirði Tíu þúsund tillögur í 3.985 umsögnum Hellisheiði lokað vegna fastra bíla Sjá meira
Sú ákvörðun fyrrverandi sjávarútvegsráðherra og núverandi forsætisráðherra árið 2014 að flytja höfuðstöðvar Fiskistofu til Akureyrar var harðlega gagnrýnd á sínum tíma. Stofnunin tók formlega til starfa á Akureyri hinn 1. janúar síðastliðinn og starfa þar í dag 12 starfsmenn. „Svona þegar allt er um garð gengið, hvenær sem það verður, þá verðum við eitthvað í kringum 30 starfsmenn, þegar allt er komið,“ segir Eyþór Björnsson, fiskistofustjóri. Enn starfa hátt í 30 starfsmenn á starfsstöð Fiskistofu í Hafnarfirði. Þegar starfsmaður á þeirri starfsstöð hættir verður nýr starfsmaður ráðinn á Akureyri og mun því fjölga jafnt og þétt næstu ár. „Akureyri hefur alla innviða sem að stofnun eins og Fiskistofa þarf, þannig að það er bara bjart fram undan í þessu,“ segir Eyþór.Mun taka tvö til þrjú ár Eyþór var eini starfsmaðurinn sem fylgdi stofnuninni til Akureyrar en hann segir það rót sem fylgdi þessari ákvörðun árið 2014 hafa reynst Fiskistofu dýrkeypt og erfitt. „Og sá tími hefur komið svolítið niður á starfseminni, dregið úr getu okkar til að leysa úr öllum verkefnum. En við erum komin núna á fullt í uppbyggingu og sjáum bara bjart fram undan. Þetta mun taka, að ég tel, tvö til þrjú ár enn að ná okkur alveg á flug aftur,“ segir Eyþór. Hvað má læra af þessum flutningi, hvernig þetta var framkvæmt og svo framvegis? „Ég myndi segja, fyrst og síðast, þarf að huga að réttindum starfsfólks svo að það viti hvar það stendur ef að farið er af stað með svona aðgerðir. Það er gríðarlega mikilvægt. Og svo auðvitað að meta þetta út frá kostnaði og verkefnum hver þörfin er og hvaða hugsanlegar afleiðingar svona aðgerðir hafa,“ segir Eyþór.
Mest lesið Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Samþykktu samhljóða að sparka ferðaþjónustufyrirtæki úr Bakkafirði Innlent Kröfu foreldranna vísað frá Innlent Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Innlent Flosi fer í formanninn: „Ég lít ekki á mig sem fulltrúa neinna fylkinga“ Innlent Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Innlent „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Innlent Kennarar óttist vanefndir Innlent Sjáðu herbergið sem Samfó vill en Sjallar neita að yfirgefa Innlent Fleiri fréttir Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Taka ákvörðun í mars um hvort flokksþingi verði flýtt Samþykktu samhljóða að sparka ferðaþjónustufyrirtæki úr Bakkafirði Flosi fer í formanninn: „Ég lít ekki á mig sem fulltrúa neinna fylkinga“ Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Handtökur vegna innbrots og skemmdarverka Sjáðu herbergið sem Samfó vill en Sjallar neita að yfirgefa Héraðsdómur vísar Kiðjabergsmáli frá dómi Segir nýja forgangsröðun jarðganga uppi á borðinu Tilraun til stunguárásar í Hafnarfirði Tíu þúsund tillögur í 3.985 umsögnum Hellisheiði lokað vegna fastra bíla Sjá meira