Aníta Hinriksdóttir gerði sér lítið fyrir og sló þriggja ára gamalt Íslandsmet sitt í 800 metra hlaupi í undanrásum á Ólympíuleikunum í Ríó í dag.
Aníta hljóp á 2:00,14 mínútum en gamla metið frá 2013 var 2:00,49.
Sjá einnig: Aníta: Fegin að Íslandsmetið sé komið
Þetta glæsilega met dugði Anítu þó aðeins til 6. sætis í sínum riðli sem var gríðarlega hraður. Til marks um það voru fjórir af fimm hröðustu keppendunum í undanrásunum í hennar riðli.
Sjá einnig: Aníta stóð sig með prýði | Myndir
Aníta var með 20. besta tímann í undanrásunum og var með betri tíma en nokkrir af keppendunum sem komust áfram í undanúrslit.
Hlaupið hjá Anítu má sjá hér að ofan.
