Glæsilegt Íslandsmet Anítu dugði ekki til Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. ágúst 2016 14:45 Aníta var glöð eftir að hún hljóp í Ríó í morgun. vísir/anton Aníta Hinriksdóttir bætti þriggja ára Íslandsmet sitt í 800 m hlaupi kvenna á Ólympíuleikunum í Ríó í dag. Hún komst þó ekki áfram í undanúrslitin. Hún var í sjötta sæti í sínum riðli sem var mjög hraður. Hún náði 20. besta tímanum í undanrásunum en það dugði ekki til að komast í undanúrslitin. Aníta hljóp á 2:00,14 mínútum sem er nýtt Íslandsmet en gamla metið var 2:00,49 mínútur og var sett árið 2013. Hin tvítuga Aníta komst því afar vel frá sínum fyrstu Ólympíuleikum en þetta eru vonandi þeir fyrstu af mörgum hjá henni. Efstu tveir keppendurnir úr hverjum riðli komust áfram sem og þeir hlauparar sem áttu átta bestu tímana þar fyrir utan. Aníta var í tíunda sæti í þeim hópi og sat því eftir, þrátt fyrir að sex keppendur sem voru með lakari tíma komust áfram. Þeir hlauparar voru hins vegar í einum tveimur efstu sætanna í sínum riðli. Aníta hefur þar með lokið keppni á Ólympíuleikunum í Ríó en hún var síðasti íslenski keppandinn á leikunum að þessu sinni. Melissa Bishop, sem hljóp í sama riðli og Aníta, náði besta tímanum í undanrásunum er hún hljóp á 1:58,38 mínútum. Reyndar voru fjórir af fimm hröðustu keppendum undanrásanna í riðli Anítu. Caster Semenya frá Suður-Afríku, heimsmeistarinn frá HM í Berlín 2009 og silfurverðlaunahafinn í Lundúnum, komst örugglega áfram en hún náði sjötta besta tímanum í undanrásunum.Vísir lýsti hlaupinu sjálfu, aðdragandanum og eftirmálanum, í beinni á Twitter. Hér fyrir neðan má lesa lýsinguna.Aníta á ÓL í Ríó - Curated tweets by VisirSport Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Sjá meira
Aníta Hinriksdóttir bætti þriggja ára Íslandsmet sitt í 800 m hlaupi kvenna á Ólympíuleikunum í Ríó í dag. Hún komst þó ekki áfram í undanúrslitin. Hún var í sjötta sæti í sínum riðli sem var mjög hraður. Hún náði 20. besta tímanum í undanrásunum en það dugði ekki til að komast í undanúrslitin. Aníta hljóp á 2:00,14 mínútum sem er nýtt Íslandsmet en gamla metið var 2:00,49 mínútur og var sett árið 2013. Hin tvítuga Aníta komst því afar vel frá sínum fyrstu Ólympíuleikum en þetta eru vonandi þeir fyrstu af mörgum hjá henni. Efstu tveir keppendurnir úr hverjum riðli komust áfram sem og þeir hlauparar sem áttu átta bestu tímana þar fyrir utan. Aníta var í tíunda sæti í þeim hópi og sat því eftir, þrátt fyrir að sex keppendur sem voru með lakari tíma komust áfram. Þeir hlauparar voru hins vegar í einum tveimur efstu sætanna í sínum riðli. Aníta hefur þar með lokið keppni á Ólympíuleikunum í Ríó en hún var síðasti íslenski keppandinn á leikunum að þessu sinni. Melissa Bishop, sem hljóp í sama riðli og Aníta, náði besta tímanum í undanrásunum er hún hljóp á 1:58,38 mínútum. Reyndar voru fjórir af fimm hröðustu keppendum undanrásanna í riðli Anítu. Caster Semenya frá Suður-Afríku, heimsmeistarinn frá HM í Berlín 2009 og silfurverðlaunahafinn í Lundúnum, komst örugglega áfram en hún náði sjötta besta tímanum í undanrásunum.Vísir lýsti hlaupinu sjálfu, aðdragandanum og eftirmálanum, í beinni á Twitter. Hér fyrir neðan má lesa lýsinguna.Aníta á ÓL í Ríó - Curated tweets by VisirSport
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Sjá meira