Gerði ógilt í tveimur fyrstu köstunum en vann samt gull Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. ágúst 2016 16:43 Sandra Perkovic. Vísir/Getty Sandra Perkovic frá Króatíu vann í dag kringlukast kvenna á Ólympíuleikunum í Ríó og fékk því gull í þessari grein á öðrum Ólympíuleikunum í röð. Sandra Perkovic kastaði lengst 69,21 metra eða tveimur og hálfum metra en næsta kona. Perkovic fékk silfur á HM í fyrra en hún er ósigruð í kringlukastinu á árinu 2016. Sandra Perkovic byrjaði þó ekki vel í úrslitunum því hún gerði ógilt í tveimur fyrstu köstunum sínum. Það þýddi að allt var undir í þriðja kasti en þar náði hún að kasta 69,21 metra sem síðan dugði henni á endanum til sigurs. Þetta var í raun eina gilda kastið hennar Perkovic í úrslitunum því hún gerði einnig ógilt í síðustu þremur köstum sínum í keppninni. Aðeins átta efstu eftir þrjú köst fengu að kasta þrisvar sinnum til viðbótar. Sandra Perkovic vann gullið á Ólympíuleikunum í London 2012 en hún kastaði þá lengst 69,11 metra sem var þá króatískt met. Perkovic hefur bætt það met síðan þá. Hin franska Melina Robert-Michon tryggði sér silfurverðlaunin í dag með því að setja nýtt franskt met en hún kastaði 66,73 metra. Robert-Michon varð í fimmta sæti á leikunum í London fyrir fjórum árum en hún er 37 ára og með því að vinna silfrið varð hún elsti franska verðlaunahafinn í frjálsum í sögu Ólympíuleikanna. Denia Caballero, heimsmeistarinn frá Kúbu síðan í Peking 2015, kastaði 65,34 metra og fékk bronsið. Kúba hefur nú eignast verðlaunahafa í kringlukasti kvenna á þremur leikum í röð.Vísir/GettyVísir/Getty Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Sjá meira
Sandra Perkovic frá Króatíu vann í dag kringlukast kvenna á Ólympíuleikunum í Ríó og fékk því gull í þessari grein á öðrum Ólympíuleikunum í röð. Sandra Perkovic kastaði lengst 69,21 metra eða tveimur og hálfum metra en næsta kona. Perkovic fékk silfur á HM í fyrra en hún er ósigruð í kringlukastinu á árinu 2016. Sandra Perkovic byrjaði þó ekki vel í úrslitunum því hún gerði ógilt í tveimur fyrstu köstunum sínum. Það þýddi að allt var undir í þriðja kasti en þar náði hún að kasta 69,21 metra sem síðan dugði henni á endanum til sigurs. Þetta var í raun eina gilda kastið hennar Perkovic í úrslitunum því hún gerði einnig ógilt í síðustu þremur köstum sínum í keppninni. Aðeins átta efstu eftir þrjú köst fengu að kasta þrisvar sinnum til viðbótar. Sandra Perkovic vann gullið á Ólympíuleikunum í London 2012 en hún kastaði þá lengst 69,11 metra sem var þá króatískt met. Perkovic hefur bætt það met síðan þá. Hin franska Melina Robert-Michon tryggði sér silfurverðlaunin í dag með því að setja nýtt franskt met en hún kastaði 66,73 metra. Robert-Michon varð í fimmta sæti á leikunum í London fyrir fjórum árum en hún er 37 ára og með því að vinna silfrið varð hún elsti franska verðlaunahafinn í frjálsum í sögu Ólympíuleikanna. Denia Caballero, heimsmeistarinn frá Kúbu síðan í Peking 2015, kastaði 65,34 metra og fékk bronsið. Kúba hefur nú eignast verðlaunahafa í kringlukasti kvenna á þremur leikum í röð.Vísir/GettyVísir/Getty
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Sjá meira