Kærir sveitarstjóra fyrir handvömm í starfi sínu Sveinn Arnarsson skrifar 16. ágúst 2016 07:00 Hreggviður Hermannsson Hreggviður Hermannsson, íbúi í Langholti í Flóahreppi, hefur kært sveitarstjórann Eydísi Þ. Indriðadóttur, til ríkissaksóknara fyrir handvömm í starfi. Þetta kemur fram í fundargerð sveitarstjórnar Flóahrepps frá 10. ágúst. Telur Hreggviður sveitarstjóra hafa stungið undir stól beiðni til sveitarstjórnar um afrit af gögnum. „Já, ég hef kært sveitarstjórann og get sagt þér það alveg svikalaust. Þetta hefst allt síðasta haust þar sem byggingarfulltrúi sinnir ekki beiðni minni um afrit af gögnum. Ítreka ég þetta við sveitarstjóra en ekkert gerist. Síðan sendi ég erindi 6. maí en enn og aftur gerist ekkert á skrifstofu sveitarstjórans. Því er ekkert annað hægt að gera en að kæra sveitarstjórann,“ segir Hreggviður. Hreggviður hefur átt í útistöðum við nágranna sína í Langholti 2 vegna landamerkjamála en beiðni Hreggviðs til byggingarfulltrúa snerist um flutning á húsi sem tilheyrði Langholti 2 af lóð sinni. Deilurnar milli þeirra Hreggviðs í Langholti 1 og Ragnars Björnssonar í Langholti 2 virðast hafa verið mjög illvígar þar sem þeir saka hvor annan um jafnt líflátshótanir sem og ofbeldi. Árni Eiríksson, oddviti sveitarstjórnar Flóahrepps, segir málið allt og kæru á hendur sveitarstjórans hið undarlegasta og harmar framvindu málsins. „Við lögðum á það áherslu í bókun okkar á síðasta sveitarstjórnarfundi að mál kæmu fyrir sveitarstjórn og að hnykkt yrði á verkferlum. Sumar fyrirspurnir eru orðaðar nokkuð loðið og erfitt að sjá hvort þær eiga að koma fyrir sveitarstjórn eða ekki,“ segir Árni. Eydís Indriðadóttir sveitarstjóri segist harma málið en hún hefur ekki hugsað sér að segja af sér vegna þess þar sem hún hefur stuðning sveitarstjórnarinnar. „Við teljum okkur hafa leyst málið eins vel og hægt var úr þessu og Hreggviður hefur fengið öll þau gögn sem hann bað um. Mér brá svolítið þegar ég sá að þetta hafði farið þá leið sem Hreggviður valdi. En því verður ekki breytt úr þessu. Að öðru leyti get ég lítið tjáð mig um málið,“ sagði Eydís. Lögreglan hefur farið í ótal útköll að Landholti Deilan milli íbúa Langholts 1 og 2 snýst um landspildu, eftir makaskipti á tveimur jörðum árið 1987. Hreggviður sem býr í Langholti 1 telur að landspildan hafi ekki verið með í makaskiptunum og gögn hafi horfið af skrifstofu sýslumannsins á Suðurlandi sem gætu tekið af öll tvímæli um það. Hjónin í Langholti 2 segja öll gögn til staðar varðandi makaskiptin og að bóndinn á næsta bæ sé að ásælast land sem hann á ekki tilkall til. Síðla árs 2014 náði deilan hámarki og hafði lögreglan ekki undan að sinna útköllum frá bæjunum tveimur og kærurnar hlóðust upp. Lögreglan kom 65 sinnum að bæjunum á 18 mánuðum og bóndinn í Langholti 1 fékk á sig 30 kærur. Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Nágrannadeilur Nágrannadeilur í Flóahreppi Flóahreppur Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Hreggviður Hermannsson, íbúi í Langholti í Flóahreppi, hefur kært sveitarstjórann Eydísi Þ. Indriðadóttur, til ríkissaksóknara fyrir handvömm í starfi. Þetta kemur fram í fundargerð sveitarstjórnar Flóahrepps frá 10. ágúst. Telur Hreggviður sveitarstjóra hafa stungið undir stól beiðni til sveitarstjórnar um afrit af gögnum. „Já, ég hef kært sveitarstjórann og get sagt þér það alveg svikalaust. Þetta hefst allt síðasta haust þar sem byggingarfulltrúi sinnir ekki beiðni minni um afrit af gögnum. Ítreka ég þetta við sveitarstjóra en ekkert gerist. Síðan sendi ég erindi 6. maí en enn og aftur gerist ekkert á skrifstofu sveitarstjórans. Því er ekkert annað hægt að gera en að kæra sveitarstjórann,“ segir Hreggviður. Hreggviður hefur átt í útistöðum við nágranna sína í Langholti 2 vegna landamerkjamála en beiðni Hreggviðs til byggingarfulltrúa snerist um flutning á húsi sem tilheyrði Langholti 2 af lóð sinni. Deilurnar milli þeirra Hreggviðs í Langholti 1 og Ragnars Björnssonar í Langholti 2 virðast hafa verið mjög illvígar þar sem þeir saka hvor annan um jafnt líflátshótanir sem og ofbeldi. Árni Eiríksson, oddviti sveitarstjórnar Flóahrepps, segir málið allt og kæru á hendur sveitarstjórans hið undarlegasta og harmar framvindu málsins. „Við lögðum á það áherslu í bókun okkar á síðasta sveitarstjórnarfundi að mál kæmu fyrir sveitarstjórn og að hnykkt yrði á verkferlum. Sumar fyrirspurnir eru orðaðar nokkuð loðið og erfitt að sjá hvort þær eiga að koma fyrir sveitarstjórn eða ekki,“ segir Árni. Eydís Indriðadóttir sveitarstjóri segist harma málið en hún hefur ekki hugsað sér að segja af sér vegna þess þar sem hún hefur stuðning sveitarstjórnarinnar. „Við teljum okkur hafa leyst málið eins vel og hægt var úr þessu og Hreggviður hefur fengið öll þau gögn sem hann bað um. Mér brá svolítið þegar ég sá að þetta hafði farið þá leið sem Hreggviður valdi. En því verður ekki breytt úr þessu. Að öðru leyti get ég lítið tjáð mig um málið,“ sagði Eydís. Lögreglan hefur farið í ótal útköll að Landholti Deilan milli íbúa Langholts 1 og 2 snýst um landspildu, eftir makaskipti á tveimur jörðum árið 1987. Hreggviður sem býr í Langholti 1 telur að landspildan hafi ekki verið með í makaskiptunum og gögn hafi horfið af skrifstofu sýslumannsins á Suðurlandi sem gætu tekið af öll tvímæli um það. Hjónin í Langholti 2 segja öll gögn til staðar varðandi makaskiptin og að bóndinn á næsta bæ sé að ásælast land sem hann á ekki tilkall til. Síðla árs 2014 náði deilan hámarki og hafði lögreglan ekki undan að sinna útköllum frá bæjunum tveimur og kærurnar hlóðust upp. Lögreglan kom 65 sinnum að bæjunum á 18 mánuðum og bóndinn í Langholti 1 fékk á sig 30 kærur. Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Nágrannadeilur Nágrannadeilur í Flóahreppi Flóahreppur Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira