Nágrannadeilur

Fréttamynd

Bú­seti segir marg­vís­lega galla á deiliskipulaginu

Búseti hefur krafið borgina svara um deiliskipulag sem uppbygging ellefu þúsund metra vöruhúss við Álfabakka 2 byggir á. Skipulagið hafi komið borgarfulltrúum í opna skjöldu og breytingar sem gerðar voru árið 2022 hafi ekki verið í samræmi við lög. 

Innlent
Fréttamynd

Trjádeila í Kópa­vogi fer fyrir Hæsta­rétt

Hæstiréttur hefur veitt eigendum parhúss í Hjallahverfi Kópavogi áfrýunarleyfi í máli sem snýr að deilu um tré á lóð konu í hverfinu. Í Landsrétti var konunni gert að klippa af hluta trjáa á lóð sinni en nágrannarnir vildu að lengra yrði gengið.

Innlent
Fréttamynd

Vöru­húsið ekki hannað af arki­tekt

„Arkitektar eru sérmenntaðir í að hanna út frá þörfum manneskjunnar á fagurfræðilegum grundvelli, en það er mikill misskilingur að halda að þeir einir komi að mótun borgarumhverfisins. Það gera einnig byggingarfræðingar, byggingatæknifræðingar, verkfræðingar, landslagsarkitektar og fleiri.“

Innlent
Fréttamynd

Bú­seti sættir sig ekki við vöru­húsið

Húsnæðissamvinnufélagið Búseti sættir sig ekki við stærðarinnar vöruhús sem reist var fáum metrum frá fjölbýlishúsi í þeirra eigu. Framkvæmdastjórinn segir stjórnendur munu funda með lögmanni sínum á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Einka­fram­takinu sé ekki alltaf treystandi fyrir miklu svig­rúmi í skipu­lagi

Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Pírata segir augljóst að einkaframtakinu hafi ekki verið treystandi fyrir rúmum skipulagsheimildum í Breiðholti. Þess vegna séu reglur og kvaðir á skipulag mikilvægar. Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir reglur of strangar en tekur þó fram að mikilvægt sé að borgin hafi afskipti þegar það varði heildarhagsmuni.

Innlent
Fréttamynd

„Framsóknarlegt“ bakkaklór hjá borgar­stjóra

Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, segir ummæli borgarstjóra um hæð og útlit umdeilds vöruhúss í Breiðholti „Framsóknarleg.“ Hún segir tillögur hans um að minnka umfang hússins bakkaklór.

Innlent
Fréttamynd

Síðast­liðin tvö ár verið „al­veg skelfi­leg“

Íbúi fjölbýlishúss í Breiðholti er allt annað en ánægður með framkvæmdir sem staðið hafa yfir á næstu lóð í meira en ár. Þegar framkvæmdum lýkur mun standa eftir mörg þúsund fermetra vöruhús, steinsnar frá stofuglugganum.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er búið að valda fólkinu í hverfinu mikilli sorg“

„Út með illsku og hatur inn með gleði og frið,” segir í texta Magnúsar Eiríkssonar við jólasmellinn Gleði og friðarjól. Það sem veitir einum gleði er þó ekki alltaf til þess fallið að skapa friðarjól. Þannig eru nágrannaerjur vegna jólaskrauts fastur liður á aðventunni að sögn formanns Húseigendafélagsins. Íbúi í Laugardal sem er hætt að skreyta vegna deilna við nágranna segir það huggun harmi gegn að nú fái skrautið notið sín á öðrum heimilum.

Innlent
Fréttamynd

Ekki allir sam­mála um magn jóla­skreytinga eða lita­val

Hildur Ýr Viðarsdóttir formaður Húseigendafélagsins segir að á þessum árstíma fjölgi alltaf fyrirspurnum til félagsins um skreytingar við hús. Fólk velti því fyrir sér hversu mikið megi skreyta og hvort eitthvað sé of mikið. Þá sé einnig kvartað yfir of miklum skreytingum og spurt um reglur um til dæmis samræmdar skreytingar og kostnað við skreytingarnar.

Innlent
Fréttamynd

Hart tekist á um neta­veiði í Ölfus­á

Þeir sem bera hag Norður-Atlantshafslaxins fyrir brjósti biðla nú til þeirra sem enn stunda netaveiði í Ölfusá að hlífa því sem eftir lifir stofns í stærsta ferskvatnakerfi í Evrópu. Þeir segja þetta ljótan blett á orðspori Íslands og laxinn sé í útrýmingarhættu. Sveitin er klofin. Jörundur Gauksson lögmaður, formaður í Veiðifélagi Árnessýslu, stendur hins vegar fastur fyrir og á sínu.

Innlent
Fréttamynd

Ekki fallist á að dyra­bjallan sé að fylgjast með ná­grannanum

Persónuvernd hefur úrskurðað að notkun dyrabjöllumyndavélar hafi ekki brotið í bága við persónuverndarlög. Myndavélin sem um ræðir er staðstatt í dyrabjöllu á útidyrum í tvíbýli þar sem sjónsvið myndavélarinnar náði til sameiginlegs svæðis fyrir framan húsið.

Innlent
Fréttamynd

Álfa- og jólahúsið í Laugar­dalnum heyrir sögunni til

Birna Sigmundsdóttir hefur komið upp miklu jólaþorpi í garði sínum að Dragavegi fimm í Laugardalnum ár hvert í fimmtán ár. Nú standa yfir nágrannaerjur við fólk á efri hæðinni sem vill ekkert með skreytingarnar hafa. Birna hefur yfirleitt skreytt garðinn með álfastyttum í stað jólakrauts á sumrin.

Lífið
Fréttamynd

Allt í háa­loft vegna blómakerja og tunnuskýlis

Kona hefur fengið álit Kærunefndar húsamála vegna tveggja stórra blómakerja og ruslatunnuskýlis sem nágrannar hennar settu upp. Nágrannarnir höfðu kært konuna til lögreglu eftir að hún færði blómakerin.

Innlent
Fréttamynd

Fær sínu fram­gengt í stóra aparólu­málinu á Ísa­firði

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur lagt fram ný hönnunargögn vegna leikvallar á Eyrartúni. Í nýjum drögum er umdeild aparóla fjær íbúðarhúsum, þvert gegn afgreiðslu skipulags- og mannvirkjanefndar sveitarfélagsins. Íbúi við hliðina á túninu hafði kært málið til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.

Innlent
Fréttamynd

Gert að breyta sól­pallinum í takt við teikningar frá 2006

Kærunefnd húsamála hefur úrskurðað að eiganda kjallaraíbúðar sem reisti sólpall út frá íbúð sinni verði að breyta sólpallinum í samræmi við teikningar frá árinu 2006. Sólpallurinn sé stærri en teikningar geri ráð fyrir og að breytingarnar verði gerðar á kostnað hans.

Innlent
Fréttamynd

„Við erum í villta vestrinu“

Lögmaður hjá Húseigendafélaginu kallar eftir skýrum lagaramma um hvað megi og megi ekki þegar kemur að Airbnb leigu í fjölbýli. Dæmi eru um að sorpmál séu í ólestri vegna gestagangs.

Innlent
Fréttamynd

Bann við reykingum í fjöl­eignar­húsum?

Inn á borð Húseigendafélagsins rata fjölmörg mál vegna ónæðis reykinga íbúa í fjöleignarhúsum. Reykingar eru oft stundaðar á svölum, sérafnotaflötum og/eða lóðum fjöleignarhúsa í algjöru óhófi en til eru dæmi um að íbúar íbúða skiptast á að fara út yfir allan daginn, öll kvöld og jafnvel á næturnar líka.

Skoðun
Fréttamynd

Bændahjón ótta­slegin vegna erja: „Hann á eftir að drepa okkur“

Bændahjón úr Kjós segjast hafa óttast um líf sitt og fjölskyldu sinnar vegna nágranna sem er ákærður fyrir að aka bíl á ógnandi hátt að þeim, elt þau um tíu kílómetra vegarkafla í Hvalfirði og reynt að þvinga þau af veginum. Atburðirnir sem málið varðar áttu sér stað á júníkvöldi árið 2021.

Innlent