Umfjöllun og viðtöl: ÍA - Víkingur Ó. 3-0 | ÍA hefndi sín á Ólsurum Tryggvi Páll Tryggvason á Norðurálsvellinum skrifar 15. ágúst 2016 21:00 Heimamenn í ÍA unnu góðan sigur í slagnum um Vesturlandið þegar Víkingur Ólafsvík kom í heimsókn. Lokatölur 3-0 og Skagamenn styrkja enn frekar stöðu sína um miðja deild og náðu að hefna fyrir tapið í fyrri umferðinni þar sem Víkingur vann 3-0 sigur. Bæði lið komu inn í leikinn með slæmt gengi á bakinu. Skagamenn höfðu tapað síðustu tveimur leikjum á meðan gestirnir voru án sigurs í fimm síðustu leikjum. Skagamenn komu þó öllu sprækari inn í leikinn og komust yfir með fínu marki frá Þórði Þorsteini Þórðarssyni á 36. mínútu. Gestirnir komust aldrei í takt við leikinn og eftir mark Skagamanna læstu þeir leiknum með því að falla til baka og beita skyndisóknum. Þær báru ávöxt í seinni hálfleik þegar Garðar Gunnlaugsson og Arnar Már Guðjónsson skoruðu og tryggðu sigurinn endanlega. Lokatölur 3-0 og Skagamenn geta vel við unað á meðan Víkingar þurfa að hugsa sinn gang vilji þeir ekki sogast í fallbaráttuna.Af hverju vann ÍA? ÍA menn voru beittari í sínum aðgerðum og græddu vel á því að komast yfir seint í fyrri hálfleik. Eftir markið gátu þeir legið aftar á vellinum og leyft bitlausum leikmönnum Víkinga að sækja að marki. Þetta hentar leik Skagamanna einstaklega vel en sterkir miðverðir þeirra gátu skallað vel flest það sem að þeim kom. Að sama skapi gátu Skagamenn þá einbeitt sér að því að beita þessum eitruðu skyndisóknum sem þeir eru orðnir svo þekktir fyrir. Með einni slíkri kláruðu þeir leikinn á 65. mínútu þegar Garðar Gunnlaugsson skoraði eftir fínan undirbúning varamannsins Tryggva Rafns Haraldssonar. Á endanum var þetta þægilegur sigur fyrir Skagamenn í leik sem spilaðist nákvæmlega eins og þeir vildi að hann myndi spilast. Ólafsvíkingar voru þó óheppnir að komast ekki yfir í fyrri hálfleik þegar Hrvoje Tokic átti klúður ársins þegar honum tókst ekki að skora fyrir opnu marki. Hefði honum tekist það hefði þetta verið annar leikur.Hvað gekk vel?Leikskipulag Skagamanna var sigurvegarinn hér í kvöld. Eftir að markið kom voru þeir klókir, bökkuðu og sóttu hratt. Þórður Þorsteinn Þórðarsson átti frábæran leik á hægri kantinum í nýrri stöðu og skoraði hann sitt annað mark í þremur leikjum. Þá átti Arnór Snær Guðmundsson stórleik í vörninni og skallaði allt það í burtu sem gestirnir spörkuðu að honum. Gerði það að verkum að Víkingar komust hvorki lönd né strönd í sóknarleik sínum. Að sama skapi má minnast á innkomu Tryggva Rafns Haraldssonar sem var settur á bekkinn eftir slaka frammistöðu gegn Fjölni í síðasta leik. Kom hann inn á síðari hálfleik og lagði upp tvö mörk.Hvað gekk illa?Vel flest í leik gestanna heppnaðist ekki. Varnarleikurinn var á köflum tilviljunarkenndur og gerðu varnarmenn sig seka um mikil mistök í fyrstu tveimur mörkum Skagamanna. Þá verður að minnast á Hrvoje Tokic sem er heillum horfinn eftir frábæra byrjun. Hann var farinn að hengja haus eftir 25 mínútna leik og klúður hans fyrir opnu marki kórónaði frammistöðu undanfarinna vikna.Hvað gerist næst?Skagamenn eru í góðri stöðu með sex sigra í síðustu átta leikjum. Þeir geta vel við unað og eru líklega endanlega búnir að losa sig við falldrauginn. Það sama er ekki hægt að segja um Víkinga sem, eftir frábæra byrjun, eru búnir að bjóða drauginum fræga upp í dans.Gunnlaugur Jónsson þjálfari ÍAvísir/ernirGunnlaugur: Setjum okkur ný markmið núnaGunnlaugur Jónsson þjálfari var afskaplega kátur í leikslok og þá ekki síst með að hafa loksins unnið Víking Ólafsvík eftir slæmt gengi gegn félaginu undanfarin ár. „Ólafsvík hefur verið að gera sig gildandi síðustu ár og komnir upp með mjög öflugt lið. Sögulega séð hefur okkur gengið betur en við höfum ekki riðið feitum hesti frá viðureignum gegn þeim þannig að það var gott að ná í sigur,“ segir Gunnlaugur. ÍA komst á mikla siglingu undir miðbik deildarinnar og vann fimm sigurleiki í röð en var þó búið að tapa síðustu tveimur leikjunum sem liðið spilað fyrir leikinn í kvöld. Gunnlaugur var því afar kátur með að liðinu sínu skyldi hafa tekist að snúa við taphrinunni. „Þetta var ákveðin yfirlýsing á marga vegu. Við komum inn í þennan leik eftir mjög slæman leik gegn Fjölni. Það vantar stóra pósta í liðið okkur í dag en við náum í góðan sigur.“ Skagamenn eru því skyndilega komnir um miðja deild og segir Gunnlaugur að nú þurfi menn að setja sér ný markmið enda sé fallið fjarlægt. „Við erum komnir í 22 stigin sem ætti að duga til að vera lausir við kjallarann. Nú setjumst við niður og setjum okkur ný markmið. Til samanburðar náðum við þessu markmiði í 20. umferð þannig að það er frábært að vera kominn með þetta núna.“Ejub Purisevicvísir/eyþórEjub: Óttast falliðEjub Purisevic var ekki sáttur við sína menn eftir dapra frammistöðu gegn ÍA. Hann segir að hann sé farinn að óttast fallið. „Að sjálfsögðu, við erum komnir mjög neðarlega í deildinni og erum bara í fallbaráttu þannig að ég já, ég óttast fallið,“ segir Ejub sem var afar ósáttur við sína menn. „Þetta var virkilega andlaus frammistaða hjá okkur í kvöld og ég á erfitt með að útskýra hana,“ segir Ejub en Víkingar eru án sigurs í síðustu sex leikjum. „Við erum að reyna ýmislegt, breyta uppstillingu og annað en ekkert gerist og ég hef ekki skýringar á þessu slæma gengi,“ segir Ejub en ljóst er að liðið þarf að rífa sig upp eftir afar slæmt gengi sem er enn merkilegra í ljósi frábærs gengi í upphafi deildarinnar þegar liðið daðraði við toppsætið.Þórður Þorsteinn Þórðarson.Vísir/ErnirÞórður Þorsteinn: Auðveldara að fara í vinnuna á morgunÞórður Þorsteinn Þórðarsson leikmaður Skagamanna var kamkapátur í leikslok eftir góðan 3-0 sigur heimamanna á Víkingi Ólafsvík í Pepsi-deild karla í kvöld. Opnaði hann markareikning sinna manna í kvöld og var ógnandi í nýrri stöðu ofar á vellinum. „Ég var alltaf framar á vellinum þegar ég var í yngri flokkunum ég hef alltaf vonast eftir því að koma framar á völlinn og ég nýtti tækifærið bara ágætlega,“ segir Þórður sem er betur þekktur sem bakvörður með liði sínu ÍA. Mark hans var afar laglegt en hann keyrði inn í teiginn af hægri kantinum áður en að hann smellti boltanum í stöngina og inn. „Ég er búinn að æfa þetta alla vikuna þannig að það er fínt að koma þessu yfir í leikina líka,“ segir Þórður sem vonast til þess að gera hægri kantstöðuna að sinni eigin. „Hallur er búinn að standa sig frábærlega í hægri bak og það væri fáránlegt að ætla sér að breyta því núna. Jón Vilhelm er meiddur og ég vann mig inn í liðið á kantinum.“ Skagamenn hafa ekki riðið feitum hesti frá viðureignum sínum gegn Víkingi Ólafsvík að undanförnu auk þess sem að liðið tapaði síðustu tveimur leikjum á undan leiknum í kvöld. Segir Þórður að það verði mun auðveldara að mæta í vinnuna á morgun eftir leik kvöldsins. „Það er mikill léttir. Ég vinn við það að fara í fyrirtækin hérna og það er drullað yfir mann þegar við töpum en það verður gaman að mæta í vinnuna á morgun,“ sagði kátur Þórður sem valinn var maður leiksins. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Í beinni: Fram - FH | Fyrsti heimaleikur Fram í efstu deild í 37 ár Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Bæði lið fengu skell síðast Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Sjá meira
Heimamenn í ÍA unnu góðan sigur í slagnum um Vesturlandið þegar Víkingur Ólafsvík kom í heimsókn. Lokatölur 3-0 og Skagamenn styrkja enn frekar stöðu sína um miðja deild og náðu að hefna fyrir tapið í fyrri umferðinni þar sem Víkingur vann 3-0 sigur. Bæði lið komu inn í leikinn með slæmt gengi á bakinu. Skagamenn höfðu tapað síðustu tveimur leikjum á meðan gestirnir voru án sigurs í fimm síðustu leikjum. Skagamenn komu þó öllu sprækari inn í leikinn og komust yfir með fínu marki frá Þórði Þorsteini Þórðarssyni á 36. mínútu. Gestirnir komust aldrei í takt við leikinn og eftir mark Skagamanna læstu þeir leiknum með því að falla til baka og beita skyndisóknum. Þær báru ávöxt í seinni hálfleik þegar Garðar Gunnlaugsson og Arnar Már Guðjónsson skoruðu og tryggðu sigurinn endanlega. Lokatölur 3-0 og Skagamenn geta vel við unað á meðan Víkingar þurfa að hugsa sinn gang vilji þeir ekki sogast í fallbaráttuna.Af hverju vann ÍA? ÍA menn voru beittari í sínum aðgerðum og græddu vel á því að komast yfir seint í fyrri hálfleik. Eftir markið gátu þeir legið aftar á vellinum og leyft bitlausum leikmönnum Víkinga að sækja að marki. Þetta hentar leik Skagamanna einstaklega vel en sterkir miðverðir þeirra gátu skallað vel flest það sem að þeim kom. Að sama skapi gátu Skagamenn þá einbeitt sér að því að beita þessum eitruðu skyndisóknum sem þeir eru orðnir svo þekktir fyrir. Með einni slíkri kláruðu þeir leikinn á 65. mínútu þegar Garðar Gunnlaugsson skoraði eftir fínan undirbúning varamannsins Tryggva Rafns Haraldssonar. Á endanum var þetta þægilegur sigur fyrir Skagamenn í leik sem spilaðist nákvæmlega eins og þeir vildi að hann myndi spilast. Ólafsvíkingar voru þó óheppnir að komast ekki yfir í fyrri hálfleik þegar Hrvoje Tokic átti klúður ársins þegar honum tókst ekki að skora fyrir opnu marki. Hefði honum tekist það hefði þetta verið annar leikur.Hvað gekk vel?Leikskipulag Skagamanna var sigurvegarinn hér í kvöld. Eftir að markið kom voru þeir klókir, bökkuðu og sóttu hratt. Þórður Þorsteinn Þórðarsson átti frábæran leik á hægri kantinum í nýrri stöðu og skoraði hann sitt annað mark í þremur leikjum. Þá átti Arnór Snær Guðmundsson stórleik í vörninni og skallaði allt það í burtu sem gestirnir spörkuðu að honum. Gerði það að verkum að Víkingar komust hvorki lönd né strönd í sóknarleik sínum. Að sama skapi má minnast á innkomu Tryggva Rafns Haraldssonar sem var settur á bekkinn eftir slaka frammistöðu gegn Fjölni í síðasta leik. Kom hann inn á síðari hálfleik og lagði upp tvö mörk.Hvað gekk illa?Vel flest í leik gestanna heppnaðist ekki. Varnarleikurinn var á köflum tilviljunarkenndur og gerðu varnarmenn sig seka um mikil mistök í fyrstu tveimur mörkum Skagamanna. Þá verður að minnast á Hrvoje Tokic sem er heillum horfinn eftir frábæra byrjun. Hann var farinn að hengja haus eftir 25 mínútna leik og klúður hans fyrir opnu marki kórónaði frammistöðu undanfarinna vikna.Hvað gerist næst?Skagamenn eru í góðri stöðu með sex sigra í síðustu átta leikjum. Þeir geta vel við unað og eru líklega endanlega búnir að losa sig við falldrauginn. Það sama er ekki hægt að segja um Víkinga sem, eftir frábæra byrjun, eru búnir að bjóða drauginum fræga upp í dans.Gunnlaugur Jónsson þjálfari ÍAvísir/ernirGunnlaugur: Setjum okkur ný markmið núnaGunnlaugur Jónsson þjálfari var afskaplega kátur í leikslok og þá ekki síst með að hafa loksins unnið Víking Ólafsvík eftir slæmt gengi gegn félaginu undanfarin ár. „Ólafsvík hefur verið að gera sig gildandi síðustu ár og komnir upp með mjög öflugt lið. Sögulega séð hefur okkur gengið betur en við höfum ekki riðið feitum hesti frá viðureignum gegn þeim þannig að það var gott að ná í sigur,“ segir Gunnlaugur. ÍA komst á mikla siglingu undir miðbik deildarinnar og vann fimm sigurleiki í röð en var þó búið að tapa síðustu tveimur leikjunum sem liðið spilað fyrir leikinn í kvöld. Gunnlaugur var því afar kátur með að liðinu sínu skyldi hafa tekist að snúa við taphrinunni. „Þetta var ákveðin yfirlýsing á marga vegu. Við komum inn í þennan leik eftir mjög slæman leik gegn Fjölni. Það vantar stóra pósta í liðið okkur í dag en við náum í góðan sigur.“ Skagamenn eru því skyndilega komnir um miðja deild og segir Gunnlaugur að nú þurfi menn að setja sér ný markmið enda sé fallið fjarlægt. „Við erum komnir í 22 stigin sem ætti að duga til að vera lausir við kjallarann. Nú setjumst við niður og setjum okkur ný markmið. Til samanburðar náðum við þessu markmiði í 20. umferð þannig að það er frábært að vera kominn með þetta núna.“Ejub Purisevicvísir/eyþórEjub: Óttast falliðEjub Purisevic var ekki sáttur við sína menn eftir dapra frammistöðu gegn ÍA. Hann segir að hann sé farinn að óttast fallið. „Að sjálfsögðu, við erum komnir mjög neðarlega í deildinni og erum bara í fallbaráttu þannig að ég já, ég óttast fallið,“ segir Ejub sem var afar ósáttur við sína menn. „Þetta var virkilega andlaus frammistaða hjá okkur í kvöld og ég á erfitt með að útskýra hana,“ segir Ejub en Víkingar eru án sigurs í síðustu sex leikjum. „Við erum að reyna ýmislegt, breyta uppstillingu og annað en ekkert gerist og ég hef ekki skýringar á þessu slæma gengi,“ segir Ejub en ljóst er að liðið þarf að rífa sig upp eftir afar slæmt gengi sem er enn merkilegra í ljósi frábærs gengi í upphafi deildarinnar þegar liðið daðraði við toppsætið.Þórður Þorsteinn Þórðarson.Vísir/ErnirÞórður Þorsteinn: Auðveldara að fara í vinnuna á morgunÞórður Þorsteinn Þórðarsson leikmaður Skagamanna var kamkapátur í leikslok eftir góðan 3-0 sigur heimamanna á Víkingi Ólafsvík í Pepsi-deild karla í kvöld. Opnaði hann markareikning sinna manna í kvöld og var ógnandi í nýrri stöðu ofar á vellinum. „Ég var alltaf framar á vellinum þegar ég var í yngri flokkunum ég hef alltaf vonast eftir því að koma framar á völlinn og ég nýtti tækifærið bara ágætlega,“ segir Þórður sem er betur þekktur sem bakvörður með liði sínu ÍA. Mark hans var afar laglegt en hann keyrði inn í teiginn af hægri kantinum áður en að hann smellti boltanum í stöngina og inn. „Ég er búinn að æfa þetta alla vikuna þannig að það er fínt að koma þessu yfir í leikina líka,“ segir Þórður sem vonast til þess að gera hægri kantstöðuna að sinni eigin. „Hallur er búinn að standa sig frábærlega í hægri bak og það væri fáránlegt að ætla sér að breyta því núna. Jón Vilhelm er meiddur og ég vann mig inn í liðið á kantinum.“ Skagamenn hafa ekki riðið feitum hesti frá viðureignum sínum gegn Víkingi Ólafsvík að undanförnu auk þess sem að liðið tapaði síðustu tveimur leikjum á undan leiknum í kvöld. Segir Þórður að það verði mun auðveldara að mæta í vinnuna á morgun eftir leik kvöldsins. „Það er mikill léttir. Ég vinn við það að fara í fyrirtækin hérna og það er drullað yfir mann þegar við töpum en það verður gaman að mæta í vinnuna á morgun,“ sagði kátur Þórður sem valinn var maður leiksins.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Í beinni: Fram - FH | Fyrsti heimaleikur Fram í efstu deild í 37 ár Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Bæði lið fengu skell síðast Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Sjá meira