Adele segist hafa sagt nei takk við Super Bowl Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. ágúst 2016 09:58 Adele er einn vinsælasti tónlistarmaður í heimi um þessar mundir. Vísir/Getty Söngkonan Adele segist hafa hafnað boði um að koma fram í hálfleik á Super Bowl, Ofurskálinni, á næsta ári. Adele deildi þessum upplýsingum með tónleikagestum í LA á dögunum. Enginn viðburður vestanhafs fær meira áhorf í sjónvarpi árlega en auk leiksins, sem er úrslitaleikurinn í ameríska fótboltanum, vekur sýningin í hálfleik mikla athygli sem og auglýsingarnar á meðan á leik stendur. „Í fyrsta lagi, þá ætla ég ekki að syngja á Super Bowl,“ sagði Adele á sviðinu. „Sú sýning snýst ekki um tónlist. Það er ekki eins og ég geti dansað og svoleiðis. Það var fallegt af þeim að spyrja mig en ég sagði nei.“ NFL og Pepsi, einn af styrktaraðilum viðburðarins, þvertaka fyrir að Adele hafi verið boðið að syngja. Í sameiginlegri yfirlýsingu frá þeim kemur fram að bæði NFL og Pepsi séu miklir aðdáendur Adele. Rætt hafi verið við fjölda fólks í tengslum hálfleikssýninguna.Adele tekur lagið When we were young að neðan.„Við höfum þó hvorki gert Adele né neinum öðrum formlegt boð um að spila enn sem komið er,“ segir í yfirlýsingunni. Áherslan sé á að setja saman frábæra sýningu í hálfleik en leikurinn fer fram í Houston, Texas. Adele nýtti tækifærið með áhorfendum og slökkti í orðrómi þess efnis að hún væri ólétt, og ætlaði að tilkynna fólki það í hálfleik á Super Bowl. Meðal þeirra sem troðið hafa upp á Super Bowl undanfarin ár eru Madonna, The Rolling Stones og Prince heitinn. Í fyrra sáu Beyonce, Chris Martin og Bruno Mars um að skemmta fólki um heim allan. Sýninguna í heild má sjá hér að neðan.Nánar um málið á vef BBC. NFL Tónlist Tengdar fréttir Korti Adele hafnað í H&M Adele er talin vera níunda hæst launaða manneskjan í afþreyingabransanum í dag, en hún þénaði 80 milljónir Bandaríkjadollara á síðasta ári eða því sem samsvarar um tíu milljarðar íslenskra króna. 5. ágúst 2016 12:30 Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Drengurinn skal heita Ezra Lífið „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira
Söngkonan Adele segist hafa hafnað boði um að koma fram í hálfleik á Super Bowl, Ofurskálinni, á næsta ári. Adele deildi þessum upplýsingum með tónleikagestum í LA á dögunum. Enginn viðburður vestanhafs fær meira áhorf í sjónvarpi árlega en auk leiksins, sem er úrslitaleikurinn í ameríska fótboltanum, vekur sýningin í hálfleik mikla athygli sem og auglýsingarnar á meðan á leik stendur. „Í fyrsta lagi, þá ætla ég ekki að syngja á Super Bowl,“ sagði Adele á sviðinu. „Sú sýning snýst ekki um tónlist. Það er ekki eins og ég geti dansað og svoleiðis. Það var fallegt af þeim að spyrja mig en ég sagði nei.“ NFL og Pepsi, einn af styrktaraðilum viðburðarins, þvertaka fyrir að Adele hafi verið boðið að syngja. Í sameiginlegri yfirlýsingu frá þeim kemur fram að bæði NFL og Pepsi séu miklir aðdáendur Adele. Rætt hafi verið við fjölda fólks í tengslum hálfleikssýninguna.Adele tekur lagið When we were young að neðan.„Við höfum þó hvorki gert Adele né neinum öðrum formlegt boð um að spila enn sem komið er,“ segir í yfirlýsingunni. Áherslan sé á að setja saman frábæra sýningu í hálfleik en leikurinn fer fram í Houston, Texas. Adele nýtti tækifærið með áhorfendum og slökkti í orðrómi þess efnis að hún væri ólétt, og ætlaði að tilkynna fólki það í hálfleik á Super Bowl. Meðal þeirra sem troðið hafa upp á Super Bowl undanfarin ár eru Madonna, The Rolling Stones og Prince heitinn. Í fyrra sáu Beyonce, Chris Martin og Bruno Mars um að skemmta fólki um heim allan. Sýninguna í heild má sjá hér að neðan.Nánar um málið á vef BBC.
NFL Tónlist Tengdar fréttir Korti Adele hafnað í H&M Adele er talin vera níunda hæst launaða manneskjan í afþreyingabransanum í dag, en hún þénaði 80 milljónir Bandaríkjadollara á síðasta ári eða því sem samsvarar um tíu milljarðar íslenskra króna. 5. ágúst 2016 12:30 Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Drengurinn skal heita Ezra Lífið „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira
Korti Adele hafnað í H&M Adele er talin vera níunda hæst launaða manneskjan í afþreyingabransanum í dag, en hún þénaði 80 milljónir Bandaríkjadollara á síðasta ári eða því sem samsvarar um tíu milljarðar íslenskra króna. 5. ágúst 2016 12:30