Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. ágúst 2025 10:16 Steven Cheung, samskiptastjóri Hvíta hússins, og Jack White, tónlistarmaður, fóru í hár saman yfir ummælum þess síðarnefnda um Trump. EPA/Getty Tónlistarmaðurinn Jack White er kominn í deilur við starfsmenn Hvíta hússins eftir að hann gagnrýndi Bandaríkjaforseta fyrir smekkleysi. Samskiptastjóri Hvíta hússins sagði White vera „lúser“ sem væri búinn að vera en White segir Trump dulbúa sig sem alvöru manneskju. White birti í vikunni mynd af fundi Trump með Selenskí Úkraínuforseta í Hvíta húsinu á Instagram og gagnrýndi þar harðlega smekk forsetans. „Sjáðu hvað Trump er búinn að gera hið sögulega Hvíta hús ógeðslegt. Núna er það smekklaus, þakinn gylltum laufum og skræpóttur búningsklefi glímukappa. Ég get ekki beðið eftir UFC-bardaganum á lóðinni,“ skrifaði White í færslunni og líkti Trump við forsetann í grínmyndinni Idiocracy. View this post on Instagram A post shared by Jack White (@officialjackwhite) „Sjáið þennan viðbjóðslega smekk, myndi maður einu sinni kaupa notaðan bíl af þessum svikahrappi, hvað þá láta hann fá kjarnorkukóða? Gullhúðuð Trump-biblía myndi líta fullkomlega út á arinhillunni með pari af Trump-skóm, sinn hvoru megin við hana, er það ekki?“ „Þvílík hneisa fyrir sögu Bandaríkjanna. Á myndinni er líka alvöru þjóðarleiðtogi í svörtum jakkafötum,“ skrifaði White einnig og átti þar við Selenskí. „Jack White er búinn að vera“ Samskiptastjóri Hvíta hússins, Steven Cheung, var ekki par sáttur með skrif White og svaraði honum með yfirlýsingu á þriðjudag. „Jack White er búinn að vera, lúser sem er ekki lengur neitt og birtir bull á samfélagsmiðlum af því hann á greinilega nóg tíma á höndum sínum vegna tónlistarferils sem hefur koðnað niður,“ sagði Cheung í yfirlýsingu á miðlinum The Daily Beast. „Það er greinilegt að hann hefur dulbúist sem alvöru listamaður því hann nær ekki að meta, og hreint út sagt vanvirðir, glæsibrag og mikilvægi forsetaskrifstofunnar í ,Húsi fólksins',“ sagði Cheung jafnframt. View this post on Instagram A post shared by Jack White (@officialjackwhite) White var ekki lengi að svara samskiptastjóranum og birti í gær Instagram-færslu með myndaröð af Trump, meðal annars þar sem hann heldur á gullstrigaskóm og auglýsir Goya-matvörur (sem hann hefur gert ítrekað í forsetatíð sinni). Í færslunni kallaði hann Cheung „atvinnulygara“ og gagnrýndi starfsmenn Hvíta hússins fyrir að eyða tíma í léttvæg málefni frekar en að einblína á mikilvægari hluti eins og „veru Trump í Epstein-skjölunum“, „Gestapó ICE-taktík“ og „börnin sem eru að deyja í Súdan, Gasa og Lýðveldinu Kongó“. „Dulbúast sem alvöru listamaður?“ spurði White í færslunni og bætti við: „Trump dulbýr sig sem alvöru manneskju. Hann dulbýr sig sem kristinn mann, sem leiðtoga, sem manneskju með alvöru samúð.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem White gagnrýnir Trump og félaga, hann hefur ítrekað baunað á forsetann síðustu mánuði og gagnrýnt Trump fyrir embættisverk hans. Trump hefur sömuleiðis verið duglegur að svara allri gagnrýni sem á hann kemur, ýmist sjálfur eða gegnum undirmenn sína. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Donald Trump Bandaríkjaforseti segist íhuga alvarlega að afturkalla ríkisborgararétt Rosie O'Donnell, grínista og sjónvarpskonu, eftir að hún gagnrýndi niðurskurð Bandaríkjastjórnar á veðurstofum í tengslum við banvæn flóð í Texas í júlí. 12. júlí 2025 21:27 Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Sjá meira
White birti í vikunni mynd af fundi Trump með Selenskí Úkraínuforseta í Hvíta húsinu á Instagram og gagnrýndi þar harðlega smekk forsetans. „Sjáðu hvað Trump er búinn að gera hið sögulega Hvíta hús ógeðslegt. Núna er það smekklaus, þakinn gylltum laufum og skræpóttur búningsklefi glímukappa. Ég get ekki beðið eftir UFC-bardaganum á lóðinni,“ skrifaði White í færslunni og líkti Trump við forsetann í grínmyndinni Idiocracy. View this post on Instagram A post shared by Jack White (@officialjackwhite) „Sjáið þennan viðbjóðslega smekk, myndi maður einu sinni kaupa notaðan bíl af þessum svikahrappi, hvað þá láta hann fá kjarnorkukóða? Gullhúðuð Trump-biblía myndi líta fullkomlega út á arinhillunni með pari af Trump-skóm, sinn hvoru megin við hana, er það ekki?“ „Þvílík hneisa fyrir sögu Bandaríkjanna. Á myndinni er líka alvöru þjóðarleiðtogi í svörtum jakkafötum,“ skrifaði White einnig og átti þar við Selenskí. „Jack White er búinn að vera“ Samskiptastjóri Hvíta hússins, Steven Cheung, var ekki par sáttur með skrif White og svaraði honum með yfirlýsingu á þriðjudag. „Jack White er búinn að vera, lúser sem er ekki lengur neitt og birtir bull á samfélagsmiðlum af því hann á greinilega nóg tíma á höndum sínum vegna tónlistarferils sem hefur koðnað niður,“ sagði Cheung í yfirlýsingu á miðlinum The Daily Beast. „Það er greinilegt að hann hefur dulbúist sem alvöru listamaður því hann nær ekki að meta, og hreint út sagt vanvirðir, glæsibrag og mikilvægi forsetaskrifstofunnar í ,Húsi fólksins',“ sagði Cheung jafnframt. View this post on Instagram A post shared by Jack White (@officialjackwhite) White var ekki lengi að svara samskiptastjóranum og birti í gær Instagram-færslu með myndaröð af Trump, meðal annars þar sem hann heldur á gullstrigaskóm og auglýsir Goya-matvörur (sem hann hefur gert ítrekað í forsetatíð sinni). Í færslunni kallaði hann Cheung „atvinnulygara“ og gagnrýndi starfsmenn Hvíta hússins fyrir að eyða tíma í léttvæg málefni frekar en að einblína á mikilvægari hluti eins og „veru Trump í Epstein-skjölunum“, „Gestapó ICE-taktík“ og „börnin sem eru að deyja í Súdan, Gasa og Lýðveldinu Kongó“. „Dulbúast sem alvöru listamaður?“ spurði White í færslunni og bætti við: „Trump dulbýr sig sem alvöru manneskju. Hann dulbýr sig sem kristinn mann, sem leiðtoga, sem manneskju með alvöru samúð.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem White gagnrýnir Trump og félaga, hann hefur ítrekað baunað á forsetann síðustu mánuði og gagnrýnt Trump fyrir embættisverk hans. Trump hefur sömuleiðis verið duglegur að svara allri gagnrýni sem á hann kemur, ýmist sjálfur eða gegnum undirmenn sína.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Donald Trump Bandaríkjaforseti segist íhuga alvarlega að afturkalla ríkisborgararétt Rosie O'Donnell, grínista og sjónvarpskonu, eftir að hún gagnrýndi niðurskurð Bandaríkjastjórnar á veðurstofum í tengslum við banvæn flóð í Texas í júlí. 12. júlí 2025 21:27 Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Sjá meira
Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Donald Trump Bandaríkjaforseti segist íhuga alvarlega að afturkalla ríkisborgararétt Rosie O'Donnell, grínista og sjónvarpskonu, eftir að hún gagnrýndi niðurskurð Bandaríkjastjórnar á veðurstofum í tengslum við banvæn flóð í Texas í júlí. 12. júlí 2025 21:27