„Pylsa“ sækir í sig veðrið Árni Sæberg skrifar 20. ágúst 2025 14:54 Flestir þessara viðskiptavina hafa líklega pantað sér pylsu eða tvær. Að því gefnu að þeir séu Íslendingar. Vísir/Vilhelm Tæplega sextíu prósent þjóðarinnar segjast segja „pylsa“ frekar en „pulsa“ þegar talað er um þjóðarrétt okkar Íslendinga. Það er talsverð aukning síðan málið var kannað fyrir sjö árum. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun um þetta mál, sem hefur lengi klofið þjóðina í tvennt, segjast 59 prósent segja „pylsa“ en 41 prósent „pulsa“. Síðast þegar hugur þjóðarinnar var kannaður árið 2018 sögðust 56 prósent segja „pylsa“ en 44 prósent „pulsa“. Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Könnunin fór fram frá 18. til 23. júlí 2025 og svarendur voru 1.004 talsins. Hinir tekjulægstu segja „pylsa“ Ýmislegt athyglisvert má lesa út úr sundurliðun Maskínu á svörum fólks. Þar kemur meðal annars fram að karlar eru mun líklegri til að segja „pylsa“ en konur. Það gera 68 prósent þeirra en aðeins 49 prósent kvenna. Þá segir, eins og flesta hefði líklega grunað, að 90 prósent íbúa Norðurlands segi „pylsa“. Íbúar Suðurland og Reykjaness eru líklegastir til að segja „pulsa“, eða 55 prósent þeirra. Hvað tekjuskiptingu varðar eru þeir sem eru með lægstu heimilistekjurnar, lægri en 550 þúsund krónur á mánuði, líklegastir til að segja „pylsa“. Þeir sem eru með næstlægstu tekjurnar, 550 til 799 þúsund, eru aftur á móti ólíklegastir til að segja „pylsa“, eða rétt tæplega 50 prósent. Framsóknarmenn vilja ekki heyra minnst á pulsur Loks eru niðurstöðurnar sundurliðaðar eftir því hvaða stjórnmálaflokka svarendur myndu kjósa ef kosið yrði í dag. Kjósendur Framsóknar eru langlíklegastir til að segja „pylsa“, 79 prósent, og Sósíalistar næstlíklegastir, 74 prósent. Aftur á móti eru Píratar harðir „pulsu“-menn en 65 prósent þeirra segjast segja „pulsa“. Það segja einnig 45 prósent Sjálfstæðismanna. Íslensk tunga Matur Skoðanakannanir Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Bíó og sjónvarp Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Lífið Fleiri fréttir Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Sjá meira
Samkvæmt nýrri skoðanakönnun um þetta mál, sem hefur lengi klofið þjóðina í tvennt, segjast 59 prósent segja „pylsa“ en 41 prósent „pulsa“. Síðast þegar hugur þjóðarinnar var kannaður árið 2018 sögðust 56 prósent segja „pylsa“ en 44 prósent „pulsa“. Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Könnunin fór fram frá 18. til 23. júlí 2025 og svarendur voru 1.004 talsins. Hinir tekjulægstu segja „pylsa“ Ýmislegt athyglisvert má lesa út úr sundurliðun Maskínu á svörum fólks. Þar kemur meðal annars fram að karlar eru mun líklegri til að segja „pylsa“ en konur. Það gera 68 prósent þeirra en aðeins 49 prósent kvenna. Þá segir, eins og flesta hefði líklega grunað, að 90 prósent íbúa Norðurlands segi „pylsa“. Íbúar Suðurland og Reykjaness eru líklegastir til að segja „pulsa“, eða 55 prósent þeirra. Hvað tekjuskiptingu varðar eru þeir sem eru með lægstu heimilistekjurnar, lægri en 550 þúsund krónur á mánuði, líklegastir til að segja „pylsa“. Þeir sem eru með næstlægstu tekjurnar, 550 til 799 þúsund, eru aftur á móti ólíklegastir til að segja „pylsa“, eða rétt tæplega 50 prósent. Framsóknarmenn vilja ekki heyra minnst á pulsur Loks eru niðurstöðurnar sundurliðaðar eftir því hvaða stjórnmálaflokka svarendur myndu kjósa ef kosið yrði í dag. Kjósendur Framsóknar eru langlíklegastir til að segja „pylsa“, 79 prósent, og Sósíalistar næstlíklegastir, 74 prósent. Aftur á móti eru Píratar harðir „pulsu“-menn en 65 prósent þeirra segjast segja „pulsa“. Það segja einnig 45 prósent Sjálfstæðismanna.
Íslensk tunga Matur Skoðanakannanir Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Bíó og sjónvarp Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Lífið Fleiri fréttir Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”