Usain Bolt Ólympíumeistari í 100 metra hlaupi í þriðja sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. ágúst 2016 01:45 Usain Bolt fagnar hér sigri í nótt. Vísir/Anton Jamaíkamaðurinn Usain Bolt tryggði sér í nótt sigur í 100 metra hlaupi karla á þriðju Ólympíuleikunum í röð. Áhorfendur á Ólympíuleikvanginum í Ríó héldu mikið með Bolt og púuðu á Justin Gatlin. Það var því mikill fögnuður þegar Bolt kom fyrstur í mark. Usain Bolt skrifaði frjálsíþróttasögu Ólympíuleikanna með þessum sigri en enginn annar hefur unnið 100 metra hlaupið þrisvar sinnum á leikunum. Bolt hefur nú unnið sjö gull á Ólympíuleikunum og getur bætt því áttunda og níunda við seinna í vikunni. Usain Bolt var úrslitahlaupið á klassískan hátt og sigur hans var ekki í mikilli hættu ekki frekar en þegar hann vann í Peking 2008 og í London 2012. Tíminn var ekki eins góður og í hin tvö skiptin en gullið er hans samt sem áður. Bandaríkjamaðurinn Justin Gatlin varð annar í hlaupinu og fær silfrið en Andre De Grasse frá Kanada fékk bronsið. Usain Bolt hljóp metrana hundrað á 9.81 sekúndum, Gatlin kom í mark á 9.89 sekúndum og tími De Grasse var 9.91 sekúnda. Þetta er besti tími Usain Bolt á árinu en hann hefur verið að glíma við meiðsli og fékk meðal annars að sleppa við að hlaupa á úrtökumótinu á Jamaíka til þess að ná sér góðum fyrir Ólympíuleikana í Ríó. Sumir litu svo á að hann hafi fengið frían passa til Ríó en það er önnur saga. Usain Bolt átti leikvanginn gjörsamlega eftir að sigurinn var í höfn og að vanda fagnaði hann vel, lengi og á skemmtilegan hátt eins og hann er þekktur fyrir. Þessi mikli skemmtikraftur og stórkostlegi íþróttamaður er nefnilega engum öðrum líkur. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Í beinni: Breiðablik - Virtus | Hálfur milljarður undir í umspilinu Fótbolti Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar fara út með bara eitt mark í forskot Leik lokið: Stjarnan-FH 2-2 | Markaflóð í lokin en bara stig á lið Leik lokið: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Varar nýju stjörnuna í þungavigtinni við að mæta Usyk strax Magnús Eyjólfsson er látinn Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins Gælir við HM eftir að hafa grýtt sleggjunni sjötíu metra Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Gátu ekki stokkið í algjöru úrhelli í Lausanne Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Sjá meira
Jamaíkamaðurinn Usain Bolt tryggði sér í nótt sigur í 100 metra hlaupi karla á þriðju Ólympíuleikunum í röð. Áhorfendur á Ólympíuleikvanginum í Ríó héldu mikið með Bolt og púuðu á Justin Gatlin. Það var því mikill fögnuður þegar Bolt kom fyrstur í mark. Usain Bolt skrifaði frjálsíþróttasögu Ólympíuleikanna með þessum sigri en enginn annar hefur unnið 100 metra hlaupið þrisvar sinnum á leikunum. Bolt hefur nú unnið sjö gull á Ólympíuleikunum og getur bætt því áttunda og níunda við seinna í vikunni. Usain Bolt var úrslitahlaupið á klassískan hátt og sigur hans var ekki í mikilli hættu ekki frekar en þegar hann vann í Peking 2008 og í London 2012. Tíminn var ekki eins góður og í hin tvö skiptin en gullið er hans samt sem áður. Bandaríkjamaðurinn Justin Gatlin varð annar í hlaupinu og fær silfrið en Andre De Grasse frá Kanada fékk bronsið. Usain Bolt hljóp metrana hundrað á 9.81 sekúndum, Gatlin kom í mark á 9.89 sekúndum og tími De Grasse var 9.91 sekúnda. Þetta er besti tími Usain Bolt á árinu en hann hefur verið að glíma við meiðsli og fékk meðal annars að sleppa við að hlaupa á úrtökumótinu á Jamaíka til þess að ná sér góðum fyrir Ólympíuleikana í Ríó. Sumir litu svo á að hann hafi fengið frían passa til Ríó en það er önnur saga. Usain Bolt átti leikvanginn gjörsamlega eftir að sigurinn var í höfn og að vanda fagnaði hann vel, lengi og á skemmtilegan hátt eins og hann er þekktur fyrir. Þessi mikli skemmtikraftur og stórkostlegi íþróttamaður er nefnilega engum öðrum líkur.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Í beinni: Breiðablik - Virtus | Hálfur milljarður undir í umspilinu Fótbolti Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar fara út með bara eitt mark í forskot Leik lokið: Stjarnan-FH 2-2 | Markaflóð í lokin en bara stig á lið Leik lokið: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Varar nýju stjörnuna í þungavigtinni við að mæta Usyk strax Magnús Eyjólfsson er látinn Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins Gælir við HM eftir að hafa grýtt sleggjunni sjötíu metra Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Gátu ekki stokkið í algjöru úrhelli í Lausanne Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Sjá meira