Sundkappinn Ryan Lochte lenti í heldur óheppilegri lífsreynslu þegar hann var tekinn í gíslingu af vopnuðum manni í samkvæmi sem Thiago Pereira, sundmaður frá Brasilíu, hélt í heimalandi sínu. Stöðvaði vopnaður maður leigubílinn sem Lochte var í og hótaði honum.
Alþjóða Ólympíunefndin hafnar þessum fréttum en móðir Lochte sem er í Brasilíu til að fylgjast með syni sínum staðfesti þetta í samtali við USA Today í morgun.
Lochte sem er næst sigursælasti sundkappinn í sögu Ólympíuleikanna með tólf medalíur vann ein gullverðlaun á Ólympíuleikunum í Ríó í 4x 200 boðsundi en hans síðasta sund á leikunum var í gær og mætti hann í veislu til Pereira seinna um kvöldið.
Þegar leigubíllinn sem skutlaði Lochte heim seinna um kvöldið stöðvaði til að taka bensín mætti hópur fólks vopnað hnífum og byssum en þeir tóku veskið af Lochte og leyfðu honum síðan að fara.
Heimsfrægur sundkappi rændur af hóp vopnaðra manna í Ríó
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið



Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar
Enski boltinn

Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum
Enski boltinn

„Hann hefði getað fótbrotið mig“
Enski boltinn



Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd
Íslenski boltinn

Adam Ægir á heimleið
Íslenski boltinn

Fleiri fréttir
