Jamaískur sigur í 100 metra hlaupi kvenna | Farah datt en vann samt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. ágúst 2016 12:41 Thompson vann öruggan sigur í 100 metra hlaupinu. vísir/getty Elaine Thompson frá Jamaíku vann í nótt til gullverðlauna í 100 metra hlaupi kvenna á Ólympíuleikunum í Ríó. Landa hennar Shelly-Ann Fraser-Pryce þótti mjög sigurstrangleg en hún stefndi að því að vinna gull á þriðju Ólympíuleikunum í röð. Fraser-Pryce náði hins vegar aðeins 3. sæti en Thompson sýndi mikinn styrk og kom fyrst í mark á 10,71 sekúndu sem er aðeins einu sekúndubroti frá hennar besta tíma. Tori Bowie frá Bandaríkjunum varð í 2. sæti á 10,83 sekúndum.Mo Farah hrósaði sigri í 10.000 metra hlaupi og varð þar með fyrsti breski frjálsíþróttamaðurinn sem vinnur til þrennra gullverðlauna á Ólympíuleikum. Farah missti fótana í miðju hlaupi eftir að Bandaríkjamaðurinn Galen Rupp rakst á hann. Farah lét það ekki á sig fá og kom fyrstur í mark á 27:05,17 mínútum, 47 sekúndubrotum á undan Paul Tanui frá Kenýa. Tamirat Tola frá Eþíópíu tók bronsið á 27:06,26. Bandaríkjamaðurinn Jeff Henderson vann til gullverðlauna í langstökki karla með stökki upp á 8,38 metra. Luvo Manyonga frá Suður-Afríku kom næstur, aðeins 0,01 metra á eftir Henderson. Bretinn Greg Rutherford endaði í 3. sæti en hann stökk 8,29 metra.Hin belgíska Nafi Thiam hafði betur gegn hinni bresku Jessicu Ennis-Hill í sjöþraut kvenna. Thiam fékk alls 6810 stig, 35 stigum á undan Ennis-Hill sem vann gull á heimavelli fyrir fjórum árum. Thiam endaði aðeins í 19. sæti í 800 metra hlaupinu, lokagreininni, en hún hafði komið sér í góða stöðu með því að vinna langstökkið og lenda í 3. sæti í spjótkastinu. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Þetta verður erfitt, en við munum reyna okkar besta” Dagskráin í dag: Meiri Meistaradeild og Big Ben „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Janus sagður á leið til Barcelona Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Sjá meira
Elaine Thompson frá Jamaíku vann í nótt til gullverðlauna í 100 metra hlaupi kvenna á Ólympíuleikunum í Ríó. Landa hennar Shelly-Ann Fraser-Pryce þótti mjög sigurstrangleg en hún stefndi að því að vinna gull á þriðju Ólympíuleikunum í röð. Fraser-Pryce náði hins vegar aðeins 3. sæti en Thompson sýndi mikinn styrk og kom fyrst í mark á 10,71 sekúndu sem er aðeins einu sekúndubroti frá hennar besta tíma. Tori Bowie frá Bandaríkjunum varð í 2. sæti á 10,83 sekúndum.Mo Farah hrósaði sigri í 10.000 metra hlaupi og varð þar með fyrsti breski frjálsíþróttamaðurinn sem vinnur til þrennra gullverðlauna á Ólympíuleikum. Farah missti fótana í miðju hlaupi eftir að Bandaríkjamaðurinn Galen Rupp rakst á hann. Farah lét það ekki á sig fá og kom fyrstur í mark á 27:05,17 mínútum, 47 sekúndubrotum á undan Paul Tanui frá Kenýa. Tamirat Tola frá Eþíópíu tók bronsið á 27:06,26. Bandaríkjamaðurinn Jeff Henderson vann til gullverðlauna í langstökki karla með stökki upp á 8,38 metra. Luvo Manyonga frá Suður-Afríku kom næstur, aðeins 0,01 metra á eftir Henderson. Bretinn Greg Rutherford endaði í 3. sæti en hann stökk 8,29 metra.Hin belgíska Nafi Thiam hafði betur gegn hinni bresku Jessicu Ennis-Hill í sjöþraut kvenna. Thiam fékk alls 6810 stig, 35 stigum á undan Ennis-Hill sem vann gull á heimavelli fyrir fjórum árum. Thiam endaði aðeins í 19. sæti í 800 metra hlaupinu, lokagreininni, en hún hafði komið sér í góða stöðu með því að vinna langstökkið og lenda í 3. sæti í spjótkastinu.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Þetta verður erfitt, en við munum reyna okkar besta” Dagskráin í dag: Meiri Meistaradeild og Big Ben „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Janus sagður á leið til Barcelona Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann